Snjóflóðið hæglega getað sópað fólki niður í fjöru Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 4. febrúar 2019 15:45 Óli Stefán Flóventsson ók inn í snjóflóðið í morgun. Aðsend Einn ökumannanna sem kom að snjóflóðinu sem féll yfir Þjóðveg 1 í Hvalnesskriðum telur að vegfarendur hafi verið þar í hættu. Engin slys urðu þó á fólki og þakkar hann stálgrindverki að ekki fór verr. Óli Stefán Flóventsson, sem margir þekkja af þjálfunarstörfum í knattspyrnu, segist hafa ekið rakleiðis inn í snjóflóðið sem féll yfir veginn á ellefta tímanum í morgun. Hann segir í samtali við Vísi að skyggnið hafi verið lítið fyrir austan í morgun og að hann hafi ekki rekið augun í skaflinn á veginum fyrr en það var orðið of seint. Það eina í stöðunni fyrir hann hafi því verið að halda fast í stýrið og aka rakleiðis inn í snjóflóðið. Þar sat bíll hans fastur og segir Óli að ómögulegt hafi verið að opna dyr bílsins. Honum hafi engu að síður tekist að krafsa sig út. Þá fyrst segist Óli hafa áttað sig á því að hann hafði ekið inn í snjóflóð.Sjá einnig: Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Töluverð umferð var á svæðinu í morgun, til að mynda óku þrjár rútur fram á snjóflóðið eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Meðan beðið var eftir því að Vegagerðin kæmi á vettvang og ryddi veginn segir Óli að einhverjir vegfarendur hafi yfirgefið bíla sína til að aðstoða þá ökumenn sem sátu fastir á veginum. Viðstöddum stóð þó ekki á sama þegar annað snjófljóð féll úr hlíðinni og hafnaði á varnarvegg, sem Óli lýsir sem stálgirðingu. Höggið var mikið og segir Óli að snjórinn hafi dreifst yfir vegfarendur. Óhætt sé að áætla að ef ekki hefði verið fyrir girðinguna hefði snjóflóðið „sópað fólkinu niður í fjöru,“ eins Óli kemst að orði. Þá hafi viðstaddir áttað sig á því að líklega væru þeir í hættu og því tekið sig til við að losa fasta bíla. Rúturnar hafi bakkað í skjól og bíll Óla dreginn út úr skaflinum. Þrátt fyrir höggið segir Óli að bíll sinn hafi verið ökufær og tókst honum að halda leið sinni áfram. Vegurinn sé þó ennþá lokaður, ef marka má heimasíðu Vegagerðarinnar. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Óla Stefáns um aðstæður á vettvangi. Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Hópurinn sem keyrði fram á snjóflóðin fyrir austan kominn á Djúpavog. 4. febrúar 2019 13:08 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Einn ökumannanna sem kom að snjóflóðinu sem féll yfir Þjóðveg 1 í Hvalnesskriðum telur að vegfarendur hafi verið þar í hættu. Engin slys urðu þó á fólki og þakkar hann stálgrindverki að ekki fór verr. Óli Stefán Flóventsson, sem margir þekkja af þjálfunarstörfum í knattspyrnu, segist hafa ekið rakleiðis inn í snjóflóðið sem féll yfir veginn á ellefta tímanum í morgun. Hann segir í samtali við Vísi að skyggnið hafi verið lítið fyrir austan í morgun og að hann hafi ekki rekið augun í skaflinn á veginum fyrr en það var orðið of seint. Það eina í stöðunni fyrir hann hafi því verið að halda fast í stýrið og aka rakleiðis inn í snjóflóðið. Þar sat bíll hans fastur og segir Óli að ómögulegt hafi verið að opna dyr bílsins. Honum hafi engu að síður tekist að krafsa sig út. Þá fyrst segist Óli hafa áttað sig á því að hann hafði ekið inn í snjóflóð.Sjá einnig: Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Töluverð umferð var á svæðinu í morgun, til að mynda óku þrjár rútur fram á snjóflóðið eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Meðan beðið var eftir því að Vegagerðin kæmi á vettvang og ryddi veginn segir Óli að einhverjir vegfarendur hafi yfirgefið bíla sína til að aðstoða þá ökumenn sem sátu fastir á veginum. Viðstöddum stóð þó ekki á sama þegar annað snjófljóð féll úr hlíðinni og hafnaði á varnarvegg, sem Óli lýsir sem stálgirðingu. Höggið var mikið og segir Óli að snjórinn hafi dreifst yfir vegfarendur. Óhætt sé að áætla að ef ekki hefði verið fyrir girðinguna hefði snjóflóðið „sópað fólkinu niður í fjöru,“ eins Óli kemst að orði. Þá hafi viðstaddir áttað sig á því að líklega væru þeir í hættu og því tekið sig til við að losa fasta bíla. Rúturnar hafi bakkað í skjól og bíll Óla dreginn út úr skaflinum. Þrátt fyrir höggið segir Óli að bíll sinn hafi verið ökufær og tókst honum að halda leið sinni áfram. Vegurinn sé þó ennþá lokaður, ef marka má heimasíðu Vegagerðarinnar. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Óla Stefáns um aðstæður á vettvangi.
Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Hópurinn sem keyrði fram á snjóflóðin fyrir austan kominn á Djúpavog. 4. febrúar 2019 13:08 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38
Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Hópurinn sem keyrði fram á snjóflóðin fyrir austan kominn á Djúpavog. 4. febrúar 2019 13:08