Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, verður á meðal þáttakanda á móti á LPGA mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, í vikunni.
Valdís vann sér á dögunum inn þátttökurétt á áströlsku mótaröðinni með góðri spilamennsku á úrtökumóti fyrir mótaröðina.
ISPS Handa Vic Open mótið er annað mót ársins á LPGA mótaröðinni og fer það fram í Victoria, Ástralíu. Mótið er haldið í samstarfi við áströlsku mótaröðina og því er Valdís með þátttökurétt á mótinu.
Mótið fer fram dagana 7. - 10. febrúar og á meðal keppenda eru meðal annars hin enska Georgia Hall, Cheyenne Woods og fleiri sterkir kylfingar.
Valdís Þóra ræsir á fyrsta hring klukkan 13:40 að staðartíma eða klukkan hálf þrjú aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma.
Valdís Þóra keppir á LPGA móti

Tengdar fréttir

Komin með keppnisrétt á mótaröð hinum megin á hnettinum
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi náði markmiði sínu á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina.

Valdís Þóra og Haraldur Franklín kylfingar ársins
Valdís Þóra Jónsdóttir og Haraldur Franklín Magnús eru kylfingar ársins 2018 að mati Golfsambands Íslands.