Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 Abdúlla konungur Jórdaníu og hin vinsæla Rania drottning sitja fyrir eftir krýningarathöfnina í júní árið 1999. Nordicphotos/AFP Tuttugu ár eru í dag liðin frá því Hussein Jórdaníukonungur lést úr krabbameini og Abdúlla krónprins settist á hásætið fræga. Á þessum tuttugu árum hefur Jórdanía gengið í gegnum góðæri og hrun, og ófriður geisað allt í kring. Þótt Abdúlla hafi tekið við sem konungur þann 7. febrúar 1999 var hann ekki krýndur fyrr en 9. júní. Um 800 erindrekar ýmissa ríkja sóttu veislu af því tilefni í Raghadan-höllinni. Og þótt Abdúlla hafi verið nýkrýndur konungur má segja að Rania drottning hafi vakið mesta athygli. Hún var á þeim tíma 29 ára, yngsta drottning heims. Sem konungur Jórdaníu er Abdúlla ekki einvaldur heldur fara þingið og ríkisstjórnin með þó nokkur völd. Konungurinn er þó þjóðhöfðingi, æðsti yfirmaður hersins og hefur töluverð áhrif á gang mála í jórdanska stjórnkerfinu. Þegar Abdúlla tók við völdum var hagkerfi Jórdaníu illa statt vegna Persaflóastríðsins. Efasemdir voru um að hinn nýi konungur væri í stakk búinn til að takast á við það erfiða verkefni að endurreisa hagkerfið, að því er kom fram í grein í Economist í febrúar 1991. Abdúlla kom á töluverðum breytingum á jórdanska hagkerfinu. Fækkaði reglugerðum og jók frelsi. Það leiddi til þess að fjárfestar litu í auknum mæli til Jórdaníu og var hagvöxtur allt að átta prósent á milli 2004 og 2008. En þessi vöxtur gekk til baka við hrunið 2008 og óstöðugleika sem fylgdi Arabíska vorinu. Í raun setti Persaflóastríðið mark sitt að miklu leyti á fyrstu ár Abdúlla í embætti. Hussein hafði neitað þátttöku og álitu Vesturlönd þá afstöðu eiginlegan stuðning við Saddam Hussein, einræðisherrann í Írak. Þessari afstöðu sneri Abdúlla við þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. Abdúlla heimilaði Bandaríkjamönnum til að mynda að setja upp eldflaugakerfi í Jórdaníu en tók ekki þátt að öðru leyti. Jórdanía átti svo eftir að hýsa um 800.000 írakska flóttamenn. Líkt og annars staðar í arabaheiminum létu mótmælendur í sér heyra um Arabíska vorið. Eftir röð mótmæla vegna versnandi efnahagsstöðu og jafnvel áköll um að lýðveldi yrði stofnað ákvað Abdúlla að sparka ríkisstjórninni og skipa Marouf Bakhit nýjan forsætisráðherra árið 2011. Mótmæli héldu hins vegar áfram og Abdúlla skipti aftur um forsætisráðherra vegna þess hversu illa honum þótti ganga að koma á umbótum. Awn Khasawneh varð forsætisráðherra. Þó ekki lengi, Fayez Tarawneh tók við skömmu síðar í starfsstjórn í þriðju uppstokkuninni á einu og hálfu ári. Með kosningum í janúar 2013 tókst svo að lægja mótmælaöldurnar að mestu. Konungssinnar höfðu betur, enda sniðgengu andstæðingar kosningarnar. Lýðræðisumbótum var komið á, vægi atkvæða jafnað og dregið úr miðstýringu í jórdönsku stjórnkerfi. Þrátt fyrir áköll um stofnun lýðveldis, stríð í grannríkjum, mótmæli og efnahagshrun situr Abdúlla sem fastast. Hann er í þriðja sæti á listanum yfir þá leiðtoga arabaheimsins sem lengst hafa setið. Birtist í Fréttablaðinu Jórdanía Tímamót Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Tuttugu ár eru í dag liðin frá því Hussein Jórdaníukonungur lést úr krabbameini og Abdúlla krónprins settist á hásætið fræga. Á þessum tuttugu árum hefur Jórdanía gengið í gegnum góðæri og hrun, og ófriður geisað allt í kring. Þótt Abdúlla hafi tekið við sem konungur þann 7. febrúar 1999 var hann ekki krýndur fyrr en 9. júní. Um 800 erindrekar ýmissa ríkja sóttu veislu af því tilefni í Raghadan-höllinni. Og þótt Abdúlla hafi verið nýkrýndur konungur má segja að Rania drottning hafi vakið mesta athygli. Hún var á þeim tíma 29 ára, yngsta drottning heims. Sem konungur Jórdaníu er Abdúlla ekki einvaldur heldur fara þingið og ríkisstjórnin með þó nokkur völd. Konungurinn er þó þjóðhöfðingi, æðsti yfirmaður hersins og hefur töluverð áhrif á gang mála í jórdanska stjórnkerfinu. Þegar Abdúlla tók við völdum var hagkerfi Jórdaníu illa statt vegna Persaflóastríðsins. Efasemdir voru um að hinn nýi konungur væri í stakk búinn til að takast á við það erfiða verkefni að endurreisa hagkerfið, að því er kom fram í grein í Economist í febrúar 1991. Abdúlla kom á töluverðum breytingum á jórdanska hagkerfinu. Fækkaði reglugerðum og jók frelsi. Það leiddi til þess að fjárfestar litu í auknum mæli til Jórdaníu og var hagvöxtur allt að átta prósent á milli 2004 og 2008. En þessi vöxtur gekk til baka við hrunið 2008 og óstöðugleika sem fylgdi Arabíska vorinu. Í raun setti Persaflóastríðið mark sitt að miklu leyti á fyrstu ár Abdúlla í embætti. Hussein hafði neitað þátttöku og álitu Vesturlönd þá afstöðu eiginlegan stuðning við Saddam Hussein, einræðisherrann í Írak. Þessari afstöðu sneri Abdúlla við þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. Abdúlla heimilaði Bandaríkjamönnum til að mynda að setja upp eldflaugakerfi í Jórdaníu en tók ekki þátt að öðru leyti. Jórdanía átti svo eftir að hýsa um 800.000 írakska flóttamenn. Líkt og annars staðar í arabaheiminum létu mótmælendur í sér heyra um Arabíska vorið. Eftir röð mótmæla vegna versnandi efnahagsstöðu og jafnvel áköll um að lýðveldi yrði stofnað ákvað Abdúlla að sparka ríkisstjórninni og skipa Marouf Bakhit nýjan forsætisráðherra árið 2011. Mótmæli héldu hins vegar áfram og Abdúlla skipti aftur um forsætisráðherra vegna þess hversu illa honum þótti ganga að koma á umbótum. Awn Khasawneh varð forsætisráðherra. Þó ekki lengi, Fayez Tarawneh tók við skömmu síðar í starfsstjórn í þriðju uppstokkuninni á einu og hálfu ári. Með kosningum í janúar 2013 tókst svo að lægja mótmælaöldurnar að mestu. Konungssinnar höfðu betur, enda sniðgengu andstæðingar kosningarnar. Lýðræðisumbótum var komið á, vægi atkvæða jafnað og dregið úr miðstýringu í jórdönsku stjórnkerfi. Þrátt fyrir áköll um stofnun lýðveldis, stríð í grannríkjum, mótmæli og efnahagshrun situr Abdúlla sem fastast. Hann er í þriðja sæti á listanum yfir þá leiðtoga arabaheimsins sem lengst hafa setið.
Birtist í Fréttablaðinu Jórdanía Tímamót Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira