2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2019 07:28 Aðeins árin 2015, 2016 og 2017 voru hlýrri en árið í fyrra samkvæmt mælingum NASA og NOAA. NASA Meðalhitinn á jörðinni var sá fjórði hæsti frá því að mælingar hófust í fyrra. Síðustu fimm ár eru nú þau hlýjustu í tæplega 140 ára mælingarsögunni og átján af nítján hlýjustu árunum hafi verið á þessari öld. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA og Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) kynntu niðurstöður mælinga sinna sameiginlega í gær. Hitinn var meira en einni gráðu yfir meðaltali síðari hluta 19. aldarinnar þegar menn byrjuðu fyrst að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar af alvöru. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C frá því tímabili. Miðað við núverandi losun manna gæti hlýnunin náð 3°C eða meira fyrir lok aldarinnar. Síðustu tvö ár hafa ekki verið eins hlý og metárið 2016. Það ár lagðist veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafinu ofan á manngerða hlýnun og magnaði hana upp. Andstæðan, la niña, hafði áhrif til kólnunar á meðalhita jarðar í fyrra áður en veikur el niño gerði vart við sig undir lok árs, að sögn New York Times. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Earth, sjálfstæðum loftslagsrannsóknahóp, telur að 2019 verði líklega annað hlýjasta árið frá því að mælingar hófust með hjálp el niño. „Við erum ekki lengur að tala um aðstæður þar sem hnattræn hlýnun er eitthvað sem gerist í framtíðinni. Hún er hér. Hún er núna,“ sagði Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um hitamælingar.2018 was the 4th hottest year in the modern record. The last five years have been the hottest since that record began in 1880. https://t.co/TNyMkXrs7z pic.twitter.com/zEb5Hff6Be— NASA GISS (@NASAGISS) February 6, 2019 Loftslagsmál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur sexfaldast á fjörutíu árum Ný rannsókn bendir til þess að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé viðkvæmari en lengi hefur verið gengið út frá. 15. janúar 2019 14:59 Grænlandsjökull bráðnar mun hraðar en menn héldu Ný rannsókn sýnir að hraði bráðnunarinnar hefur fjórfaldast frá árinu 2003. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira
Meðalhitinn á jörðinni var sá fjórði hæsti frá því að mælingar hófust í fyrra. Síðustu fimm ár eru nú þau hlýjustu í tæplega 140 ára mælingarsögunni og átján af nítján hlýjustu árunum hafi verið á þessari öld. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA og Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) kynntu niðurstöður mælinga sinna sameiginlega í gær. Hitinn var meira en einni gráðu yfir meðaltali síðari hluta 19. aldarinnar þegar menn byrjuðu fyrst að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar af alvöru. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C frá því tímabili. Miðað við núverandi losun manna gæti hlýnunin náð 3°C eða meira fyrir lok aldarinnar. Síðustu tvö ár hafa ekki verið eins hlý og metárið 2016. Það ár lagðist veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafinu ofan á manngerða hlýnun og magnaði hana upp. Andstæðan, la niña, hafði áhrif til kólnunar á meðalhita jarðar í fyrra áður en veikur el niño gerði vart við sig undir lok árs, að sögn New York Times. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Earth, sjálfstæðum loftslagsrannsóknahóp, telur að 2019 verði líklega annað hlýjasta árið frá því að mælingar hófust með hjálp el niño. „Við erum ekki lengur að tala um aðstæður þar sem hnattræn hlýnun er eitthvað sem gerist í framtíðinni. Hún er hér. Hún er núna,“ sagði Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um hitamælingar.2018 was the 4th hottest year in the modern record. The last five years have been the hottest since that record began in 1880. https://t.co/TNyMkXrs7z pic.twitter.com/zEb5Hff6Be— NASA GISS (@NASAGISS) February 6, 2019
Loftslagsmál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur sexfaldast á fjörutíu árum Ný rannsókn bendir til þess að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé viðkvæmari en lengi hefur verið gengið út frá. 15. janúar 2019 14:59 Grænlandsjökull bráðnar mun hraðar en menn héldu Ný rannsókn sýnir að hraði bráðnunarinnar hefur fjórfaldast frá árinu 2003. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur sexfaldast á fjörutíu árum Ný rannsókn bendir til þess að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé viðkvæmari en lengi hefur verið gengið út frá. 15. janúar 2019 14:59
Grænlandsjökull bráðnar mun hraðar en menn héldu Ný rannsókn sýnir að hraði bráðnunarinnar hefur fjórfaldast frá árinu 2003. 22. janúar 2019 08:00