Prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 23:00 Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs fagna saman einum af titlunum 34 sem þeir unnu saman. Getty/John Peters Fjórir leikmenn með magnaðan knattspyrnuferil eiga líka eitt mjög merkilegt sameiginlegt. Hinn velski Ryan Giggs, þeir spænsku Raúl og Andrés Iniesta sem og hinn þýski Philipp Lahm geta með réttu kallað sig prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar. Tölfræðin yfir spjöld styður það heldur betur. Allir spiluðu þeir í mjög langan tíma í stærsta sviðinu án þess að fá einhvern tímann gult spjald. Ekkert brot, ekkert tuð og enginn leikaraskapur hjá þeim kallaði einhvern tímann á gult spjald. Þeir létu allir verkin tala inn á vellinum og unnu marga glæsilega sigra á sínum ferli. Fésbókarsíðan Give Me Sport benti á þessa skemmtilega staðreynd, kannski í tilefni af því að Real Madrid maðurinn Sergio Ramos fékk í gær sitt 210. gula spjald á ferlinum. Ryan Giggs er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir Manchester United eða 963 en hann vann alls 34 titla með United þar af ensku deildina þrettán sinnum. Spænski framherjinn Raúl spilaði lengst af sínum ferli með Real Madrid en endaði feril sinn á því að spila með liðum Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos. Raúl vann sextán titla með Real Madrid þarf af Meistaradeildina þrisvar sinnum og spænsku deildina sex sinnum. Andrés Iniesta lék með Barcelona frá því að hann var átján ára (2002) þar til að hann var 34 ára (2018). Hann vann alls 33 titla með Barcelona þar af tvær þrennur (2009 og 2015) en alls vann hann Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku deildina níu sinnum. Þjóðverjinn Philipp Lahm spilaði nær allan ferill sinn með Bayern München og ólíkt hinum þremur þá spilaði hann í vörninni. Philipp Lahm kom inn í aðallið Bayern 2006 og hélt sæti sínu til ársins 2017. Hann vann 21 titil með Bayern þar af þýsku deildina átta sinnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira
Fjórir leikmenn með magnaðan knattspyrnuferil eiga líka eitt mjög merkilegt sameiginlegt. Hinn velski Ryan Giggs, þeir spænsku Raúl og Andrés Iniesta sem og hinn þýski Philipp Lahm geta með réttu kallað sig prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar. Tölfræðin yfir spjöld styður það heldur betur. Allir spiluðu þeir í mjög langan tíma í stærsta sviðinu án þess að fá einhvern tímann gult spjald. Ekkert brot, ekkert tuð og enginn leikaraskapur hjá þeim kallaði einhvern tímann á gult spjald. Þeir létu allir verkin tala inn á vellinum og unnu marga glæsilega sigra á sínum ferli. Fésbókarsíðan Give Me Sport benti á þessa skemmtilega staðreynd, kannski í tilefni af því að Real Madrid maðurinn Sergio Ramos fékk í gær sitt 210. gula spjald á ferlinum. Ryan Giggs er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir Manchester United eða 963 en hann vann alls 34 titla með United þar af ensku deildina þrettán sinnum. Spænski framherjinn Raúl spilaði lengst af sínum ferli með Real Madrid en endaði feril sinn á því að spila með liðum Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos. Raúl vann sextán titla með Real Madrid þarf af Meistaradeildina þrisvar sinnum og spænsku deildina sex sinnum. Andrés Iniesta lék með Barcelona frá því að hann var átján ára (2002) þar til að hann var 34 ára (2018). Hann vann alls 33 titla með Barcelona þar af tvær þrennur (2009 og 2015) en alls vann hann Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku deildina níu sinnum. Þjóðverjinn Philipp Lahm spilaði nær allan ferill sinn með Bayern München og ólíkt hinum þremur þá spilaði hann í vörninni. Philipp Lahm kom inn í aðallið Bayern 2006 og hélt sæti sínu til ársins 2017. Hann vann 21 titil með Bayern þar af þýsku deildina átta sinnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira
Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00