Átján ára strákur hjálpar Real Madrid að gleyma Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2019 18:15 Vinicius Junior. Vísir/Getty Vinicius Junior minnti vel á sig í El Clasico leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í vikunni og margir í Madrid sjá hann nú fyrir sér sem framtíðarstórstjörnu félagsins. En hver er þetta? Hvernig fór átján ára strákur að því að stimpla sig inn í lið Evrópumeistara undanfarinna þriggja ára. BBC skoðaði aðeins betur þennan táning frá Brasilíu sem er að hjálpa Real Madrid að gleyma Cristiano Ronaldo. Vinicius Junior er fæddur í júlímánuði 2000 og var ekki orðinn sautján ára þegar Real Madrid keypti hann fyrir 38,7 milljónir punda frá Flamengo í Brasilíu. Þá hafði drengurinn samt aðeins spilað í samtals sautján mínútur í fullorðinsfótbolta. Vinicius Junior kom þó ekki til Madrídar fyrr en í júlí 2018 eða aðeins nokkrum dögum eftir að félagið seldi Cristiano Ronaldo til Juventus fyrir 99,2 milljónir punda. Þetta hefur vissulega verið mjög erfitt tímabil fyrir Real Madrid, lífið án Ronaldo hefur verið mjög krefjandi, en einn að ljósu punktunum er vissulega innkoma Vinicius Junior. Vinicius Junior er hæfileikaríkur fótboltamaður og spænski knattspyrnusérfræðingurinn Guillem Balague hefur miklar mætur á honum. „Í mínum augum þá sé ég báða Ronaldo í honum,“ sagði Guillem Balague við BBC. Báðir Ronaldo eru þá Cristiano Ronaldo annars vegar og Brasilíumaðurinn Ronaldo hins vegar. Það er ekki slæmt að vera líkt við tvo af bestu knattspyrnumönnum allra tíma.He was signed after playing just 17 minutes of senior football... Now, Real Madrid's Vinicius Junior is the talk of the Bernabeu. Here's why https://t.co/nQ2TcdIixjpic.twitter.com/wSPycvUawR — BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2019„Þegar hann hleypur með boltann, krafturinn, styrkurinn, hraðinn og stjórnunin á boltanum við fætur hans. Það er mjög líkt og því sem við sáum hjá Brasilíumanninum Ronaldo,“ sagði Guillem Balague. „Þetta þýðir samt ekki að hann verður eins góður og þeir því til þess þarf hann að hafa rétta hugarfarið, vinna vel í sínum málum, vera heppinn með meiðsli og fá trúna frá þjálfurum sínum,“ sagði Balague. Vinicius hefur skorað fjögur mörk fyrir Real Madrid síðan að hann lék sinn fyrsta leik 29. september síðastliðinn en hann hefur líka byggt upp góða samvinnu við Frakkann Karim Benzema. Brasilíumaðurinn er að leggja upp mikið af mörkum.8 - Vinícius Júnior ha participado en ocho goles con el @realmadrid en esta edición de la Copa del Rey (dos goles y seis asistencias), más que cualquier otro jugador de LaLiga. Titular. #ElClásicopic.twitter.com/zax2gpWcGM — OptaJose (@OptaJose) February 6, 2019„Samvinnan og skilningurinn á milli hans og Benzema er betri en á milli Bale og Frakkans. Þessir tveir, Benzema og Vinicius, hafa lífgað við Real Madrid liðið. Þegar Ronaldo fór þá átti þetta að verða árið hans Bale,“ sagði ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Mina Rzouki við BBC. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála hjá Vinicius Junior. Hann hefur allt til alls til að verða einn sá besti í heimi og keppir kannski um það við menn eins og þá Kylian Mbappe og Anthony Martial. Hér má sjá alla úttekt BBC á Vinicius Junior.Vinicius Júnior en la Copa del Rey : - 6 partidos - 2 goles - 6 asistencias Tiene 18 años, es titular y es el jugador DISTINTO del Real Madrid. pic.twitter.com/BnV1nMvgKk — Fútbol (@Futbool_Fotos) January 31, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira
Vinicius Junior minnti vel á sig í El Clasico leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í vikunni og margir í Madrid sjá hann nú fyrir sér sem framtíðarstórstjörnu félagsins. En hver er þetta? Hvernig fór átján ára strákur að því að stimpla sig inn í lið Evrópumeistara undanfarinna þriggja ára. BBC skoðaði aðeins betur þennan táning frá Brasilíu sem er að hjálpa Real Madrid að gleyma Cristiano Ronaldo. Vinicius Junior er fæddur í júlímánuði 2000 og var ekki orðinn sautján ára þegar Real Madrid keypti hann fyrir 38,7 milljónir punda frá Flamengo í Brasilíu. Þá hafði drengurinn samt aðeins spilað í samtals sautján mínútur í fullorðinsfótbolta. Vinicius Junior kom þó ekki til Madrídar fyrr en í júlí 2018 eða aðeins nokkrum dögum eftir að félagið seldi Cristiano Ronaldo til Juventus fyrir 99,2 milljónir punda. Þetta hefur vissulega verið mjög erfitt tímabil fyrir Real Madrid, lífið án Ronaldo hefur verið mjög krefjandi, en einn að ljósu punktunum er vissulega innkoma Vinicius Junior. Vinicius Junior er hæfileikaríkur fótboltamaður og spænski knattspyrnusérfræðingurinn Guillem Balague hefur miklar mætur á honum. „Í mínum augum þá sé ég báða Ronaldo í honum,“ sagði Guillem Balague við BBC. Báðir Ronaldo eru þá Cristiano Ronaldo annars vegar og Brasilíumaðurinn Ronaldo hins vegar. Það er ekki slæmt að vera líkt við tvo af bestu knattspyrnumönnum allra tíma.He was signed after playing just 17 minutes of senior football... Now, Real Madrid's Vinicius Junior is the talk of the Bernabeu. Here's why https://t.co/nQ2TcdIixjpic.twitter.com/wSPycvUawR — BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2019„Þegar hann hleypur með boltann, krafturinn, styrkurinn, hraðinn og stjórnunin á boltanum við fætur hans. Það er mjög líkt og því sem við sáum hjá Brasilíumanninum Ronaldo,“ sagði Guillem Balague. „Þetta þýðir samt ekki að hann verður eins góður og þeir því til þess þarf hann að hafa rétta hugarfarið, vinna vel í sínum málum, vera heppinn með meiðsli og fá trúna frá þjálfurum sínum,“ sagði Balague. Vinicius hefur skorað fjögur mörk fyrir Real Madrid síðan að hann lék sinn fyrsta leik 29. september síðastliðinn en hann hefur líka byggt upp góða samvinnu við Frakkann Karim Benzema. Brasilíumaðurinn er að leggja upp mikið af mörkum.8 - Vinícius Júnior ha participado en ocho goles con el @realmadrid en esta edición de la Copa del Rey (dos goles y seis asistencias), más que cualquier otro jugador de LaLiga. Titular. #ElClásicopic.twitter.com/zax2gpWcGM — OptaJose (@OptaJose) February 6, 2019„Samvinnan og skilningurinn á milli hans og Benzema er betri en á milli Bale og Frakkans. Þessir tveir, Benzema og Vinicius, hafa lífgað við Real Madrid liðið. Þegar Ronaldo fór þá átti þetta að verða árið hans Bale,“ sagði ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Mina Rzouki við BBC. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála hjá Vinicius Junior. Hann hefur allt til alls til að verða einn sá besti í heimi og keppir kannski um það við menn eins og þá Kylian Mbappe og Anthony Martial. Hér má sjá alla úttekt BBC á Vinicius Junior.Vinicius Júnior en la Copa del Rey : - 6 partidos - 2 goles - 6 asistencias Tiene 18 años, es titular y es el jugador DISTINTO del Real Madrid. pic.twitter.com/BnV1nMvgKk — Fútbol (@Futbool_Fotos) January 31, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira