Cadet, sem var 28 ára og hét raunverulega Blaine Cameron Johnson, var sá eini sem lést í slysinu sem var tveggja bifreiða árekstur. Bílstjórar beggja bifreiða eru alvarlega slasaðir.
Cadet var nokkuð vinsæll í hip-hop senunni í Bretlandi og var af mörgum talinn afar efnilegur tónlistarmaður. Milljónir hafa horft á tónlistarmyndbönd hans á YouTube. Þá stóð til að rapparinn kæmi fram á hinni gríðarstóru Wireless tónlistarhátíð í sumar.
Fjölskylda rapparans hefur birt færslu á Instagram þar þakkað var fyrir allan stuðning aðdáenda rapparans í kjölfar andláts hans. Hét fjölskyldan því að „deila með ykkur [aðdáendum] öllum upplýsingum eins fljótt og auðið er.“
Hér að neðan má sjá eitt vinsælasta lag rapparans, Advice (Dele Alli).