Valur vann tíunda leikinn í röð og naumur sigur Keflavíkur gegn botnliðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 9. febrúar 2019 17:53 Helena í leik með Val gegn Keflavík fyrr í vetur. vísir/vilhelm Valur vann tíunda leikinn í röð í Dominos-deild kvenna er liðið hafði betur gegn Stjörunni í Origo-höllinni í dag, 83-60. Valur vann fyrsta leikhlutann með sex stigum og virtist vera gera út um leikinn í öðrum leikhlutanum sem Valsstúlkur unnu með fjórtán stigum. Þær leiddu í hálfleik 40-20. Gestirnir úr Garðabæ hættu ekki og náðu aðeins að minnka muninn en ekki það mikið að úr varð mikil spenna. Tíundi sigur Vals í röð niðurstaðan en Valur er áfram í þriðja sætinu, tveimur stigum á eftir toppliðum KR og Keflavíkur. Stjarnan í fimmta sætinu með 22 stig en gæti verið komið fjórum stigum á eftir úrslitakeppnissæti vinni Snæfell Hauka í síðasta leik umferðarinnar sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Helena Sverrisdóttir var frábær í liði Vals. Hún skoraði tuttugu stig, tók átta fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Simona Podesvova gerði svo fimmtán stig, tók sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Í liði Stjörnunnar var það Danielle Victoria Rodriguez sem dró vagninn. Hún skoraði 27 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar en næsti leikmaður var einungis með átta stig. Munaði um minna.Brittanny var frábær í kvöld.vísir/vilhelmKeflavík gekk illa að hrista af sér botnlið Breiðabliks er liðin mættust í Kópavogi í kvöld. Keflavík hafði þó að endingu betur, 71-67, eftir mikið japl, jaml og fuður. Leikhlutar eitt og tvö voru eins og svart og hvítt. Keflavík skoraði einungis sjö stig í fyrsta leikhlutanum gegn þrettán stigum Blika en gestirnir fundu þjölina í öðrum leikhlutanum og skoruðu 26 stig. Í hálfleik var því staðan 33-30, Keflavík í vil, en botnlið Blika hélt áfram að bíta frá sér og voru einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 52-51. Það var mikil spenna í síðasta leikhlutanum en Keflavík hafði að lokum betur, 71-67. Þær eru því áfram með jafn mörg stig og KR í toppsætinu en Breiðablik er á botninum með tvö stig. Brittanny Dinkins var stigahæst hjá Keflavík með 26 stig, átján fráköst og sex stoðsendingar en Birna Valgerður Benónýsdóttir bætti við tuttugu stigum og fimm fráköstum. Sanja Orazovic gerði 26 stig fyrir Blika og tók þar að auki ellefu fráköst. Ragnheiður Björk Einarsdóttir átti flottan leik en hún skoraði sextán stig og tók níu fráköst. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir KR áfram á toppnum KR heldur toppsætinu í Dominos-deild kvenna eftir að liðið vann nokkuð öruggan sigur á Skallagrím á heimavelli í dag, 80-64. 9. febrúar 2019 16:34 Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Sjá meira
Valur vann tíunda leikinn í röð í Dominos-deild kvenna er liðið hafði betur gegn Stjörunni í Origo-höllinni í dag, 83-60. Valur vann fyrsta leikhlutann með sex stigum og virtist vera gera út um leikinn í öðrum leikhlutanum sem Valsstúlkur unnu með fjórtán stigum. Þær leiddu í hálfleik 40-20. Gestirnir úr Garðabæ hættu ekki og náðu aðeins að minnka muninn en ekki það mikið að úr varð mikil spenna. Tíundi sigur Vals í röð niðurstaðan en Valur er áfram í þriðja sætinu, tveimur stigum á eftir toppliðum KR og Keflavíkur. Stjarnan í fimmta sætinu með 22 stig en gæti verið komið fjórum stigum á eftir úrslitakeppnissæti vinni Snæfell Hauka í síðasta leik umferðarinnar sem er í gangi þegar þetta er skrifað. Helena Sverrisdóttir var frábær í liði Vals. Hún skoraði tuttugu stig, tók átta fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Simona Podesvova gerði svo fimmtán stig, tók sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Í liði Stjörnunnar var það Danielle Victoria Rodriguez sem dró vagninn. Hún skoraði 27 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar en næsti leikmaður var einungis með átta stig. Munaði um minna.Brittanny var frábær í kvöld.vísir/vilhelmKeflavík gekk illa að hrista af sér botnlið Breiðabliks er liðin mættust í Kópavogi í kvöld. Keflavík hafði þó að endingu betur, 71-67, eftir mikið japl, jaml og fuður. Leikhlutar eitt og tvö voru eins og svart og hvítt. Keflavík skoraði einungis sjö stig í fyrsta leikhlutanum gegn þrettán stigum Blika en gestirnir fundu þjölina í öðrum leikhlutanum og skoruðu 26 stig. Í hálfleik var því staðan 33-30, Keflavík í vil, en botnlið Blika hélt áfram að bíta frá sér og voru einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 52-51. Það var mikil spenna í síðasta leikhlutanum en Keflavík hafði að lokum betur, 71-67. Þær eru því áfram með jafn mörg stig og KR í toppsætinu en Breiðablik er á botninum með tvö stig. Brittanny Dinkins var stigahæst hjá Keflavík með 26 stig, átján fráköst og sex stoðsendingar en Birna Valgerður Benónýsdóttir bætti við tuttugu stigum og fimm fráköstum. Sanja Orazovic gerði 26 stig fyrir Blika og tók þar að auki ellefu fráköst. Ragnheiður Björk Einarsdóttir átti flottan leik en hún skoraði sextán stig og tók níu fráköst.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir KR áfram á toppnum KR heldur toppsætinu í Dominos-deild kvenna eftir að liðið vann nokkuð öruggan sigur á Skallagrím á heimavelli í dag, 80-64. 9. febrúar 2019 16:34 Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Sjá meira
KR áfram á toppnum KR heldur toppsætinu í Dominos-deild kvenna eftir að liðið vann nokkuð öruggan sigur á Skallagrím á heimavelli í dag, 80-64. 9. febrúar 2019 16:34