Hann var ekki við og brugðu þeir því á það ráð að handskrifa erindi sitt til íslenskra yfirvalda.
Gulstakkarnir hófu mótmæli í nóvember síðastliðnum vegna boðaðra eldsneytishækkana frá ríkisstjórn forseta Frakklands, Emmanuel Macron. Mótmælin urðu til þess að Macron dró í land en Gulstakkarnir héldu sínum mótmælum áfram og hafa boðað framboð til Evrópuþingsins í vor.
Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að Gulstakkarnir hefðu lýst yfir hrifningu sinni á búsáhaldabyltingunni og að Ísland væri á einhvern hátt fyrirmynd þeirra í þeim efnum. Hann sagði þá hafa verið fyrirferðarmikla í móttöku sendiráðsins en þeir hafi verið friðsamir og kurteisir þegar þeir báru upp erindi sitt.
Þegar þeir höfðu komið skilaboðunum áleiðis, þar sem þeir óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra, létu þeir sig hverfa en fóru víst í fleiri sendiráð í París.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af heimsókn Gulstakkanna í sendiráðið.