Skipuleggjendur HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku eru í skýjunum með hvernig til tókst enda hafa aldrei fleiri mætt á leiki á HM.
Alls mættu 906.281 á leiki mótsins og það slær mætingarmetið frá HM 2007 sem haldið var í Þýskalandi. Þá mættu 750 áhorfendur á leiki mótsins. Milljónin er handan við hornið.
Fleiri sáu leikina í Þýskalandi eða 537 þúsund. Það sem meira er þá seldust 98,6 prósent miðanna á leikina í Þýskalandi.
„Þessar tölur hafa komið okkur þægilega á óvart. Við erum sérstaklega ánægð með mætinguna á leikina þar sem þýska liðið var ekki að spila,“ sagði Mark Schober, framkvæmdastjóri þýska handknattleikssambandsins.
Hinn umdeildi forseti IHF, Hassan Moustafa, tók í sama streng.
„Þetta er frábært. Ég var líka í München þar sem þýska liðið spilaði ekki og það var samt fullt. Þetta mót fór fram hjá tveimur alvöru handboltaþjóðum,“ sagði Moustafa.
Tæplega milljón manns mættu á leikina á HM
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn
