Þegar Ísland vann bronsið á EM Benedikt Bóas skrifar 31. janúar 2019 13:00 Íslenska landsliðið í handbolta vann frækinn sigur á Pólverjum á þessum degi. Mynd/DIENER Handboltalandsliðið náði sögulegum árangri á þessum degi árið 2010 er það tryggði sér bronsverðlaunin á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Þetta var í annað skiptið í röð sem liðið vann til verðlauna á þeim stórmótum sem það tók þátt í. Ísland vann Pólland í bronsleiknum, 29-26, í leik þar sem Alexander Petersson sýndi einhver stórkostlegustu tilþrif sem sést hafa í handbolta. Fréttablaðið hafði fyrirsögnina; Silfur í hárinu og brons um hálsinn enda flestir leikmenn með gelið Silver í hárinu sem þeir Björgvin Páll Gústavsson og Logi Geirsson settu á markað. Til marks um gleðina sem ríkti í hópnum var að allir voru með gelið í hárinu þegar þeir tóku við verðlaununum. „Meira að segja Guðmundur Þórður Guðmundsson [landsliðsþjálfari] „silfraði“ sig upp,“ sagði Aron Pálmarsson stoltur við Fréttablaðið eftir afhendinguna. Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega stórbrotinn. Pólverjar skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrsta stundarfjórðungnum og var Ísland þá komið með 8-3 forystu. Varnarveggur íslenska liðsins var eins og ókleifur múr. Stórskyttum Pólverja var haldið undir 50 prósenta skotnýtingu og þeirra beittasta vopn, Karol Bielecki, tók eitt skot í öllum hálfleiknum. Það geigaði. En svo kom hræðilegur kafli í upphafi síðari hálfleiks. Besti markvörður mótsins, Slawomir Szmal, fór á kostum og varði sjö af fyrstu níu skotum Íslands í hálfleiknum. Á þessum tíma var skotnýting Íslands komin niður í rúm fimmtán prósent – hún var 80 prósent hjá Póllandi. Á aðeins rúmum sjö mínútum skoruðu Pólverjar sex mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk. Íslenska sóknin virtist ekkert ráða við varnarleik Pólverja sem var afar öflugur. Róbert Gunnarsson braut loksins ísinn eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik. Ísland náði að halda forystunni allt til leiksloka en það mátti nánast engu muna. Hreiðar Guðmundsson kom inn í íslenska markið á síðasta stundarfjórðungnum og varði sjö skot, hvert öðru glæsilegra. Seiglan og baráttan í liðinu kristallaðist svo í atviki sem átti sér stað einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. Pólverjar komust í hraðaupphlaup og gátu minnkað muninn í eitt mark. Þá kom Alexander Petersson og stal boltanum með því að dýfa sér fyrir framan pólska leikmanninn. Það var einstakt augnablik sem á eftir að lifa lengi, rétt eins og glæsilegur árangur íslenska landsliðsins. Frakkar urðu Evrópumeistarar á mótinu með því að leggja Króata að velli 25-21. Getty/Lars Ronbog/ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Handboltalandsliðið náði sögulegum árangri á þessum degi árið 2010 er það tryggði sér bronsverðlaunin á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Þetta var í annað skiptið í röð sem liðið vann til verðlauna á þeim stórmótum sem það tók þátt í. Ísland vann Pólland í bronsleiknum, 29-26, í leik þar sem Alexander Petersson sýndi einhver stórkostlegustu tilþrif sem sést hafa í handbolta. Fréttablaðið hafði fyrirsögnina; Silfur í hárinu og brons um hálsinn enda flestir leikmenn með gelið Silver í hárinu sem þeir Björgvin Páll Gústavsson og Logi Geirsson settu á markað. Til marks um gleðina sem ríkti í hópnum var að allir voru með gelið í hárinu þegar þeir tóku við verðlaununum. „Meira að segja Guðmundur Þórður Guðmundsson [landsliðsþjálfari] „silfraði“ sig upp,“ sagði Aron Pálmarsson stoltur við Fréttablaðið eftir afhendinguna. Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega stórbrotinn. Pólverjar skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrsta stundarfjórðungnum og var Ísland þá komið með 8-3 forystu. Varnarveggur íslenska liðsins var eins og ókleifur múr. Stórskyttum Pólverja var haldið undir 50 prósenta skotnýtingu og þeirra beittasta vopn, Karol Bielecki, tók eitt skot í öllum hálfleiknum. Það geigaði. En svo kom hræðilegur kafli í upphafi síðari hálfleiks. Besti markvörður mótsins, Slawomir Szmal, fór á kostum og varði sjö af fyrstu níu skotum Íslands í hálfleiknum. Á þessum tíma var skotnýting Íslands komin niður í rúm fimmtán prósent – hún var 80 prósent hjá Póllandi. Á aðeins rúmum sjö mínútum skoruðu Pólverjar sex mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk. Íslenska sóknin virtist ekkert ráða við varnarleik Pólverja sem var afar öflugur. Róbert Gunnarsson braut loksins ísinn eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik. Ísland náði að halda forystunni allt til leiksloka en það mátti nánast engu muna. Hreiðar Guðmundsson kom inn í íslenska markið á síðasta stundarfjórðungnum og varði sjö skot, hvert öðru glæsilegra. Seiglan og baráttan í liðinu kristallaðist svo í atviki sem átti sér stað einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. Pólverjar komust í hraðaupphlaup og gátu minnkað muninn í eitt mark. Þá kom Alexander Petersson og stal boltanum með því að dýfa sér fyrir framan pólska leikmanninn. Það var einstakt augnablik sem á eftir að lifa lengi, rétt eins og glæsilegur árangur íslenska landsliðsins. Frakkar urðu Evrópumeistarar á mótinu með því að leggja Króata að velli 25-21. Getty/Lars Ronbog/
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira