Skipstjóri leiguskips Eimskips lést eftir að brot kom á skipið Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 12:52 Leiguskipið EF AVA. Marine Traffic/Marij Skipstjóri leiguskips Eimskips lést þegar skipið fékk á sig brotsjó suður af Grænlandi aðfaranótt þriðjudags. Skipstjórinn var 55 ára gamall, fæddur 1964, og frá Póllandi en skipið heitir EF AVA og var á leið frá Nýfundnalandi til Íslands þegar þetta átti sér stað. Greint var fyrst frá málinu á vef mbl.is. Elín Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eimskip, segir í samtali við Vísi að skipstjórinn hafi verið við vinnu í brúnni þegar brot kom á skipið. Við það féll skipstjórinn og hlaut höfuðhögg sem leiddi til andláts. Var skipið um 700 mílur frá Reykjavík þegar atvikið átti sér stað. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við mbl.is að haft var samband við gæsluna vegna atviksins en ákveðið var að kalla ekki áhöfn þyrlunnar út vegna málsins. Elín segir skipið vera á leið til Reykjavíkur og er væntanlegt í höfn í kvöld. Hún segir að skipið verði rannsakað af Rannsóknarnefnd samgönguslysa og væntanlega verði framkvæmd sjópróf. Hún segir um sorglegan atburð að ræða og hugur allra starfsmanna Eimskips sé með fjölskyldu skipstjórans og skipverjum. „Við vottum þeim okkar dýpstu samúð.“ Elín segir útgerð skipsins hafa boðið áhöfninni áfallahjálp. Mun prestur vera til staðar fyrir áhöfnina sem er erlend utan eins Íslendings. Samgöngur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Skipstjóri leiguskips Eimskips lést þegar skipið fékk á sig brotsjó suður af Grænlandi aðfaranótt þriðjudags. Skipstjórinn var 55 ára gamall, fæddur 1964, og frá Póllandi en skipið heitir EF AVA og var á leið frá Nýfundnalandi til Íslands þegar þetta átti sér stað. Greint var fyrst frá málinu á vef mbl.is. Elín Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eimskip, segir í samtali við Vísi að skipstjórinn hafi verið við vinnu í brúnni þegar brot kom á skipið. Við það féll skipstjórinn og hlaut höfuðhögg sem leiddi til andláts. Var skipið um 700 mílur frá Reykjavík þegar atvikið átti sér stað. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við mbl.is að haft var samband við gæsluna vegna atviksins en ákveðið var að kalla ekki áhöfn þyrlunnar út vegna málsins. Elín segir skipið vera á leið til Reykjavíkur og er væntanlegt í höfn í kvöld. Hún segir að skipið verði rannsakað af Rannsóknarnefnd samgönguslysa og væntanlega verði framkvæmd sjópróf. Hún segir um sorglegan atburð að ræða og hugur allra starfsmanna Eimskips sé með fjölskyldu skipstjórans og skipverjum. „Við vottum þeim okkar dýpstu samúð.“ Elín segir útgerð skipsins hafa boðið áhöfninni áfallahjálp. Mun prestur vera til staðar fyrir áhöfnina sem er erlend utan eins Íslendings.
Samgöngur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira