Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 19:30 Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. Eins og á stefnumótaforritinu Tinder strýkur þú skjáinn til hægri eða vinstri eftir því hvort þú viljir vingast við viðkomandi eða ekki. Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér. Það virðist mjög einfalt að skrá sig inn á þetta tiltekna smáforrit, þú gerir það í gegnum símanúmerið þitt, samþykkir samskiptareglur, sem líklega fáir lesa og ert þá komin með aðgang að helling af unglingum.Óska eftir nektarmyndum „Þegar þú strýkur skjáinn til hægri þá ert þú að senda vinabeiðni. Manneskjan fær vinabeiðnina án þess að hafa í raun nokkurn tímann séð þig og þú veist í raun ekkert hver er á bak við skjáinn. Þetta er fyrir íslenska krakka og krakka um allan heim og það eru mörg þúsund íslensk börn á þessu appi,“ segir Alexandra Kristjana Ægisdóttir, móðir. Fanný Goupil-Thiercelin sem einnig á ungling tekur undir og segir að þegar hún skoðaði forritið hafi hún strax áttaði sig á að þarna væru margir falsaðir reikningar. Þeir heita jafnvel sumir „I want nudes“ eða ég vil nektarmyndir og „Couples looking for threesome“.Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér.Mynd/Stöð 2Þær áttuðu sig því fljótt á að auðvelt er að vera þarna undir fölsku flaggi. „Ég skrái mig sem fjórtán ára stelpu, set ekki mikið inn. Bara eina mynd og þennan aldur. Á innan við tuttugu mínútum er ég búin að fá skilaboð og ósk um að senda mynd af því hvernig ég er klædd“ segir Alexandra. „Ég held að börnin okkar viti ekki svo mikið af því að það getur verið að ein af þessum þrettán ára stelpum sem þau eru að tala við gæti verið fullorðin karlmaður,“ segir Fanný. Þær hafa miklar áhyggjur af því sem þær sáu þarna og vilja benda foreldrum á að vera vakandi. „Ég held að allir foreldrar ættu að ítreka fyrir börnum sínum að það sem fer á netið er alltaf á netinu. Þar á meðal þetta. Það tók mig eina sekúndu að taka skjáskot af hverjum prófil sem mig langaði að taka af. Því þarna er hlaðborð fyrir þá sem eru með eitthvað annað í huga en að eignast vini,“ segir Alexandra. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. Eins og á stefnumótaforritinu Tinder strýkur þú skjáinn til hægri eða vinstri eftir því hvort þú viljir vingast við viðkomandi eða ekki. Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér. Það virðist mjög einfalt að skrá sig inn á þetta tiltekna smáforrit, þú gerir það í gegnum símanúmerið þitt, samþykkir samskiptareglur, sem líklega fáir lesa og ert þá komin með aðgang að helling af unglingum.Óska eftir nektarmyndum „Þegar þú strýkur skjáinn til hægri þá ert þú að senda vinabeiðni. Manneskjan fær vinabeiðnina án þess að hafa í raun nokkurn tímann séð þig og þú veist í raun ekkert hver er á bak við skjáinn. Þetta er fyrir íslenska krakka og krakka um allan heim og það eru mörg þúsund íslensk börn á þessu appi,“ segir Alexandra Kristjana Ægisdóttir, móðir. Fanný Goupil-Thiercelin sem einnig á ungling tekur undir og segir að þegar hún skoðaði forritið hafi hún strax áttaði sig á að þarna væru margir falsaðir reikningar. Þeir heita jafnvel sumir „I want nudes“ eða ég vil nektarmyndir og „Couples looking for threesome“.Krakkarnir óska sumir eftir því að finna félaga sem vill kúra og setja jafnvel inn ögrandi myndir af sér.Mynd/Stöð 2Þær áttuðu sig því fljótt á að auðvelt er að vera þarna undir fölsku flaggi. „Ég skrái mig sem fjórtán ára stelpu, set ekki mikið inn. Bara eina mynd og þennan aldur. Á innan við tuttugu mínútum er ég búin að fá skilaboð og ósk um að senda mynd af því hvernig ég er klædd“ segir Alexandra. „Ég held að börnin okkar viti ekki svo mikið af því að það getur verið að ein af þessum þrettán ára stelpum sem þau eru að tala við gæti verið fullorðin karlmaður,“ segir Fanný. Þær hafa miklar áhyggjur af því sem þær sáu þarna og vilja benda foreldrum á að vera vakandi. „Ég held að allir foreldrar ættu að ítreka fyrir börnum sínum að það sem fer á netið er alltaf á netinu. Þar á meðal þetta. Það tók mig eina sekúndu að taka skjáskot af hverjum prófil sem mig langaði að taka af. Því þarna er hlaðborð fyrir þá sem eru með eitthvað annað í huga en að eignast vini,“ segir Alexandra.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira