Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 20. janúar 2019 21:38 Haukur Þrastarson spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti. vísir/epa Ísland tapaði stórt í öðrum leik sínum í milliriðli HM 2019 í handbolta í kvöld þegar að liðið steinlá, 31-22, á móti heimsmeisturum Frakka sem virðast ansi líklegir til að verja titilinn á þessu móti. Frakkarnir sýndu mátt sinn og megin á móti Íslandi sem var án tveggja bestu mann liðsins á mótinu, Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar, og komust í 6-0. Íslenska liðið skoraði ekki fyrr en eftir tæpar tólf mínútur en þá var markvörður Frakka búinn að skora tvívegis. Þegar að allt stefndi í algjört afhroð fór Guðmundur að hræra í liðinu og datt niður á kornunga blöndu manna sem rifu sig í gang og unnu síðustu 20 mínútur seinni hálfleik, 11-9. En, holan var vitaskuld ansi djúp. Eftir að minnka muninn mest niður í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks í 14-16 sögðu Frakkarnir hingað og ekki lengra, skoruðu sex mörk í röð og lögðu grunninn að afar sannfærandi sigri.Guðmundur Guðmundsson fer yfir málin með Elvar Erni Jónssyni.vísir/epaHaukur flaug hátt Hlutirnir fóru almennilega að gerast þegar að Haukur Þrastarson, 17 ára gamall Selfyssingur, kom inn á en þetta undrabarn af Hurðabaksættinni stýrði sóknarleik Íslands eins og herforingi og vann Ísland kaflann sem að hann var inn á með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Haukur hefur sýnt það í Olís-deildinni að hann er ekki hræddur við neitt og hann var það svo sannarlega ekki í kvöld. Honum er alveg sama hvort hann spilar á móti Gróttu eða Frakklandi. Handbolti er handbolti fyrir honum og hann er ævintýralega góður í íþróttinni þrátt fyrir ungan aldur. Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði og besti leikmaður Íslands, gat ekki annað en staðið upp í stúkunni og klappað þegar að Haukur skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti. Hann þrumaði þá boltanum í skrefinu framhjá Vincent Gerard í marki Frakka. Gerard hefur tvívegis orðið heimsmeistari og er markvörður Evrópumeistara Montpellier. Haukur varð bikarmeistari í fjórða flokki fyrir tveimur árum og var í vetur að selja klósettpappír í fjáröflun á milli þess sem að hann spilaði í Olís-deildinni. Hann hefur svo haldið sér uppteknum við heimalærdóm hér í Þýskalandi.Teitur Örn Einarsson lét nokkrum sinnum vaða í kvöld.vísir/gettyUngir og óhræddir Haukur stýrði sóknarleiknum með félaga sína frá Selfossi, Elvar Örn Jónsson (21 árs) og Teit Örn Einarsson (20 ára) sitthvoru megin við sig. Saman mynduðu þeir útilínu Selfoss í Olís-deildinni á síðustu leiktíð en voru nú þrír saman að reyna að skora á líklega bestu vörn heims. Þeir gerðu sín mistök og nóg af þeim í raun en þeir hættu aldrei að reyna. Í kringum þá voru aðrir ungir menn eins og Ýmir Örn Gíslason sem spilaði nokkrar af sínum bestu mínútum í kvöld og stórmótanýliðinn Sigvaldi Guðjónsson gaf ekkert eftir í hægra horniun. Sömuleiðis fór Ágúst Elí vel af stað í markinu. Þetta var alltaf erfitt án manna eins og Arons og Arnórs en á móti fékk íslenska þjóðin heilt forréttaborð af framtíðarleikmönnum Íslands og horfði á þá fylla vel á reynslubankann. Það var ekkert hægt að biðja um meira enda mótherjinn líklega sá besti á mótinu. Og það voru ekkert bara ungu mennirnir. Strax í byrjun leiks, 4-0 undir, henti Bjarki Már Elísson sér á boltann til að bjarga innkasti. Það eru allir með í þessum samstillta og baráttuglaða hópi en gæðin voru bara langt því frá næg til að leggja Frakka í kvöld.Nicola Karabatic sækir á íslensku vörnina.vísir/gettyKlárað með gleði Nú eiga strákarnir eftir einn leik og þeir sem héldu að það yrði einhver gúmmíleikur á móti Brasilíu þurfa að endurskoða þá pælingu. Brassar, sem eru vafalítið spútniklið mótsins, gerðu sér lítið fyrir og unnu Króata í kvöld. Það eru samt aðeins nokkrar vikur síðan að Ísland vann Brasilíu á æfingamóti og auðvitað heimtum við sigur á móti Suður-Ameríkuþjóð hvort sem að Aron Pálmarsson er með eða ekki. Strákarnir fá nú tvo daga til að hvíla sig og er sá tími kærkominn enda er liðið búið að spila fjóra leiki á fimm dögum og eini hvíldardagurinn var ferðadagur. Að sjálfsögðu er þetta sturlað fyrirkomulag en eitthvað sem handboltamenn eiga að venjast. Lokaleikurinn verður prófraun út af fyrir sig. Fáum við áfram að sjá vilja og hungur þrátt fyrir áfallið í dag? Ætla menn að mæta eins til leiks á móti Brasilíu og fyrsta korterið í dag og grafa sér of djúpa holu? Ungt lið Íslands fékk allt Ísland á sitt band í kvöld með hugrekki sínu og vilja og væri ekki léleg að launa samstöðuna með sigri í lokaleiknum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Fjárfesting til framtíðar Guðmundur Guðmundsson, landliðsþjálfari, var ánægður með ungu drengina okkar sem börðu frá sér í níu marka tapi gegn Frökkum, 31-22, í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:42 Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
Ísland tapaði stórt í öðrum leik sínum í milliriðli HM 2019 í handbolta í kvöld þegar að liðið steinlá, 31-22, á móti heimsmeisturum Frakka sem virðast ansi líklegir til að verja titilinn á þessu móti. Frakkarnir sýndu mátt sinn og megin á móti Íslandi sem var án tveggja bestu mann liðsins á mótinu, Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar, og komust í 6-0. Íslenska liðið skoraði ekki fyrr en eftir tæpar tólf mínútur en þá var markvörður Frakka búinn að skora tvívegis. Þegar að allt stefndi í algjört afhroð fór Guðmundur að hræra í liðinu og datt niður á kornunga blöndu manna sem rifu sig í gang og unnu síðustu 20 mínútur seinni hálfleik, 11-9. En, holan var vitaskuld ansi djúp. Eftir að minnka muninn mest niður í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks í 14-16 sögðu Frakkarnir hingað og ekki lengra, skoruðu sex mörk í röð og lögðu grunninn að afar sannfærandi sigri.Guðmundur Guðmundsson fer yfir málin með Elvar Erni Jónssyni.vísir/epaHaukur flaug hátt Hlutirnir fóru almennilega að gerast þegar að Haukur Þrastarson, 17 ára gamall Selfyssingur, kom inn á en þetta undrabarn af Hurðabaksættinni stýrði sóknarleik Íslands eins og herforingi og vann Ísland kaflann sem að hann var inn á með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Haukur hefur sýnt það í Olís-deildinni að hann er ekki hræddur við neitt og hann var það svo sannarlega ekki í kvöld. Honum er alveg sama hvort hann spilar á móti Gróttu eða Frakklandi. Handbolti er handbolti fyrir honum og hann er ævintýralega góður í íþróttinni þrátt fyrir ungan aldur. Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði og besti leikmaður Íslands, gat ekki annað en staðið upp í stúkunni og klappað þegar að Haukur skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti. Hann þrumaði þá boltanum í skrefinu framhjá Vincent Gerard í marki Frakka. Gerard hefur tvívegis orðið heimsmeistari og er markvörður Evrópumeistara Montpellier. Haukur varð bikarmeistari í fjórða flokki fyrir tveimur árum og var í vetur að selja klósettpappír í fjáröflun á milli þess sem að hann spilaði í Olís-deildinni. Hann hefur svo haldið sér uppteknum við heimalærdóm hér í Þýskalandi.Teitur Örn Einarsson lét nokkrum sinnum vaða í kvöld.vísir/gettyUngir og óhræddir Haukur stýrði sóknarleiknum með félaga sína frá Selfossi, Elvar Örn Jónsson (21 árs) og Teit Örn Einarsson (20 ára) sitthvoru megin við sig. Saman mynduðu þeir útilínu Selfoss í Olís-deildinni á síðustu leiktíð en voru nú þrír saman að reyna að skora á líklega bestu vörn heims. Þeir gerðu sín mistök og nóg af þeim í raun en þeir hættu aldrei að reyna. Í kringum þá voru aðrir ungir menn eins og Ýmir Örn Gíslason sem spilaði nokkrar af sínum bestu mínútum í kvöld og stórmótanýliðinn Sigvaldi Guðjónsson gaf ekkert eftir í hægra horniun. Sömuleiðis fór Ágúst Elí vel af stað í markinu. Þetta var alltaf erfitt án manna eins og Arons og Arnórs en á móti fékk íslenska þjóðin heilt forréttaborð af framtíðarleikmönnum Íslands og horfði á þá fylla vel á reynslubankann. Það var ekkert hægt að biðja um meira enda mótherjinn líklega sá besti á mótinu. Og það voru ekkert bara ungu mennirnir. Strax í byrjun leiks, 4-0 undir, henti Bjarki Már Elísson sér á boltann til að bjarga innkasti. Það eru allir með í þessum samstillta og baráttuglaða hópi en gæðin voru bara langt því frá næg til að leggja Frakka í kvöld.Nicola Karabatic sækir á íslensku vörnina.vísir/gettyKlárað með gleði Nú eiga strákarnir eftir einn leik og þeir sem héldu að það yrði einhver gúmmíleikur á móti Brasilíu þurfa að endurskoða þá pælingu. Brassar, sem eru vafalítið spútniklið mótsins, gerðu sér lítið fyrir og unnu Króata í kvöld. Það eru samt aðeins nokkrar vikur síðan að Ísland vann Brasilíu á æfingamóti og auðvitað heimtum við sigur á móti Suður-Ameríkuþjóð hvort sem að Aron Pálmarsson er með eða ekki. Strákarnir fá nú tvo daga til að hvíla sig og er sá tími kærkominn enda er liðið búið að spila fjóra leiki á fimm dögum og eini hvíldardagurinn var ferðadagur. Að sjálfsögðu er þetta sturlað fyrirkomulag en eitthvað sem handboltamenn eiga að venjast. Lokaleikurinn verður prófraun út af fyrir sig. Fáum við áfram að sjá vilja og hungur þrátt fyrir áfallið í dag? Ætla menn að mæta eins til leiks á móti Brasilíu og fyrsta korterið í dag og grafa sér of djúpa holu? Ungt lið Íslands fékk allt Ísland á sitt band í kvöld með hugrekki sínu og vilja og væri ekki léleg að launa samstöðuna með sigri í lokaleiknum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Fjárfesting til framtíðar Guðmundur Guðmundsson, landliðsþjálfari, var ánægður með ungu drengina okkar sem börðu frá sér í níu marka tapi gegn Frökkum, 31-22, í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:42 Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
Guðmundur: Fjárfesting til framtíðar Guðmundur Guðmundsson, landliðsþjálfari, var ánægður með ungu drengina okkar sem börðu frá sér í níu marka tapi gegn Frökkum, 31-22, í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:42
Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37