Guðmundur: Fjárfesting til framtíðar Anton Ingi Leifsson skrifar 20. janúar 2019 21:42 Guðmundur Guðmundsson, landliðsþjálfari, var ánægður með ungu drengina okkar sem börðu frá sér í níu marka tapi gegn Frökkum, 31-22, í Köln í kvöld. „Ég er ekki að velta mér upp úr þessu tapi þannig lagað. Ég er meira að horfa á leikinn í heild sinni og sjá hvað við gerðum og hvað við gerðum ekki,“ sagði Guðmundur í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok. „Að lenda 6-0 undir gegn heimsmeisturunum í byrjun leiks er nánast dauðadómur en mér fannst liðið sýna stórkostlegan karakter. Við hægt og rólega unnum okkur inn í leikinn og þetta var orðinn leikur.“ „Hluti af því voru kornungir leikmenn sem leiftruðu af leikgleði. Við sáum Hauk koma með mörk og Teit koma með mörk og svo framvegis. Mér fannst varnarleikurinn ná sér á strik eftir að sóknarleikurinn náði sér á strik.“ Guðmundur segir að þegar liðið geri klaufaleg mistök gegn svona góðu liði eins og Frakklandi þá refsa þeir strax. „Það var góð markvarsla í fyrri hálfleik. Það var margt mjög jákvætt við leikinn en í síðari hálfeik byrjum við ágætlega. Í síðari hálfleik fansnt mér við standa mjög vel en í sókninni gerum við okkur seka um reynsluleysi.“ „Við erum að troða boltanum inn á línu. Á móti Frökkum er það bannað. Þeir hirða alla slíka bolta og við náðum ekki að fylgja þessu nægilega vel eftir. Síðan datt markvarslan alveg niður.“ „Ég held að það séu bara varðir tveir boltar í síðari hálfleik og þá er þetta orðið mjög erfitt. Í heildina er ég að hugsa um það að ég er að láta Hauk sautján ára spila gegn heimsmeisturunum fyrir framan tuttugu þúsund manns.“ Haukur Þrastarson spilaði afar fínan leik er hann kom inn á en hann skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti gegn heimsmeisturum Frakka. Guðmundur var ánægður með hann. „Hann spilar megnið af leiknum og gerir það frábærlega. Ég er ánægður með leikstjórnina hjá honum og þetta fer allt í reynslubankann. Þetta er það sem við þurfum að fjárfesta í núna. Við erum með þriggja ára plan. Ég er búinn að segja það að þetta er fjárfesting til framtíðar.“ „Hún er nauðsynleg á þessum tímapunkti. Við erum að skipta út hægt og sígandi. Það eru að koma nýjir leikmenn inn og þeir verða að fá að spreyta sig.“ Guðmundur segir að þetta sé ekki bara reynsluferli fyrir ungu strákanna heldur einnig fyrir hann sem þarf að vera þolinmóður gagnvart þeim. „Ég þarf líka að vera þolinmóður en við erum samt sem áður mjög gagnrýnir á þá. Við fórum yfir varnarleikinn frá því í gær á fundi. Við byrjuðum á því að fara yfir hvað við þurfum að læra af.“ „Þetta er bara hluti af þessu ferli. Það tekur 30-50 leiki að fá þessa reynslu. Við erum ekki bara komnir með það og það er ekkert við því að gera. Aðalatriðið er það að við komumst í milliriðil.“ „Við erum að reyna okkur hérna og ég get verið mjög stoltur af liðinu. Það var frábær varnarleikur og þó að sóknin hafi verið erfið var margt mjög gott. Það var sama núna; fyrri hálfleikur var flottur en þetta tekur tíma.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Tæplega átta milljónir horfðu á strákana okkar í Þýskalandi Mikill áhugi er á HM í handbolta í Þýskalandi. Leikur Þýskalands og Íslands fékk mest áhorf í þýsku sjónvarpi í gær. 20. janúar 2019 14:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landliðsþjálfari, var ánægður með ungu drengina okkar sem börðu frá sér í níu marka tapi gegn Frökkum, 31-22, í Köln í kvöld. „Ég er ekki að velta mér upp úr þessu tapi þannig lagað. Ég er meira að horfa á leikinn í heild sinni og sjá hvað við gerðum og hvað við gerðum ekki,“ sagði Guðmundur í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok. „Að lenda 6-0 undir gegn heimsmeisturunum í byrjun leiks er nánast dauðadómur en mér fannst liðið sýna stórkostlegan karakter. Við hægt og rólega unnum okkur inn í leikinn og þetta var orðinn leikur.“ „Hluti af því voru kornungir leikmenn sem leiftruðu af leikgleði. Við sáum Hauk koma með mörk og Teit koma með mörk og svo framvegis. Mér fannst varnarleikurinn ná sér á strik eftir að sóknarleikurinn náði sér á strik.“ Guðmundur segir að þegar liðið geri klaufaleg mistök gegn svona góðu liði eins og Frakklandi þá refsa þeir strax. „Það var góð markvarsla í fyrri hálfleik. Það var margt mjög jákvætt við leikinn en í síðari hálfeik byrjum við ágætlega. Í síðari hálfleik fansnt mér við standa mjög vel en í sókninni gerum við okkur seka um reynsluleysi.“ „Við erum að troða boltanum inn á línu. Á móti Frökkum er það bannað. Þeir hirða alla slíka bolta og við náðum ekki að fylgja þessu nægilega vel eftir. Síðan datt markvarslan alveg niður.“ „Ég held að það séu bara varðir tveir boltar í síðari hálfleik og þá er þetta orðið mjög erfitt. Í heildina er ég að hugsa um það að ég er að láta Hauk sautján ára spila gegn heimsmeisturunum fyrir framan tuttugu þúsund manns.“ Haukur Þrastarson spilaði afar fínan leik er hann kom inn á en hann skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti gegn heimsmeisturum Frakka. Guðmundur var ánægður með hann. „Hann spilar megnið af leiknum og gerir það frábærlega. Ég er ánægður með leikstjórnina hjá honum og þetta fer allt í reynslubankann. Þetta er það sem við þurfum að fjárfesta í núna. Við erum með þriggja ára plan. Ég er búinn að segja það að þetta er fjárfesting til framtíðar.“ „Hún er nauðsynleg á þessum tímapunkti. Við erum að skipta út hægt og sígandi. Það eru að koma nýjir leikmenn inn og þeir verða að fá að spreyta sig.“ Guðmundur segir að þetta sé ekki bara reynsluferli fyrir ungu strákanna heldur einnig fyrir hann sem þarf að vera þolinmóður gagnvart þeim. „Ég þarf líka að vera þolinmóður en við erum samt sem áður mjög gagnrýnir á þá. Við fórum yfir varnarleikinn frá því í gær á fundi. Við byrjuðum á því að fara yfir hvað við þurfum að læra af.“ „Þetta er bara hluti af þessu ferli. Það tekur 30-50 leiki að fá þessa reynslu. Við erum ekki bara komnir með það og það er ekkert við því að gera. Aðalatriðið er það að við komumst í milliriðil.“ „Við erum að reyna okkur hérna og ég get verið mjög stoltur af liðinu. Það var frábær varnarleikur og þó að sóknin hafi verið erfið var margt mjög gott. Það var sama núna; fyrri hálfleikur var flottur en þetta tekur tíma.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Tæplega átta milljónir horfðu á strákana okkar í Þýskalandi Mikill áhugi er á HM í handbolta í Þýskalandi. Leikur Þýskalands og Íslands fékk mest áhorf í þýsku sjónvarpi í gær. 20. janúar 2019 14:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00
Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Tæplega átta milljónir horfðu á strákana okkar í Þýskalandi Mikill áhugi er á HM í handbolta í Þýskalandi. Leikur Þýskalands og Íslands fékk mest áhorf í þýsku sjónvarpi í gær. 20. janúar 2019 14:00