Erfiður skóli en ungt lið Íslands mun njóta góðs af reynslunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Guðmundur fer yfir málin með Elvari í gær. NORDICPHOTOS/EPA Strákarnir okkar náðu að standa í ríkjandi meisturum Frakklands en franska liðið reyndist sterkara á lokametrunum og vann að lokum níu marka sigur 31-22 í gær. Var þetta annar leikur íslenska liðsins á sólarhring og eftir að hafa barist gegn Þýskalandi í sextíu mínútur náði íslenska liðið að halda í við franska liðið fyrstu 35. mínúturnar en missti svo leikinn úr höndum sér. Íslenska liðið lék án tveggja lykilmanna í gær, Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru fjarverandi og komu Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson inn í þeirra stað. Það var því ekki hár meðalaldurinn í liði Íslands sem var að mæta einu sterkasta liði heims. Það virtist vera smá hrollur í í íslenska liðinu í upphafi leiks því franska liðið komst 6-0 yfir en Strákarnir okkar gáfust ekki upp og var munurinn fjögur mörk í hálfleik. Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en þá sýndi franska liðið hversu megnugt það er og kláraði í raun leikinn með öðrum 6-0 kafla. Þrátt fyrir að vera undir gáfust íslensku drengirnir aldrei upp og börðust allt til loka. „Það má segja að franska liðið hafi verið númeri of stórt, þeir sýndu styrk sinn strax í byrjun þegar þeir komust 6-0 yfir og þá sá maður að það var ekkert vanmat að fara að eiga sér stað. Þeir tóku þennan leik mjög alvarlega. Þetta var skóli fyrir íslenska liðið, erfiður en engu að síður eitthvað sem mun gagnast liðinu í framtíðinni,“ sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, um leikinn í gær. „Það var frábært að sjá þetta unga lið Íslands minnka þetta í tvö mörk áður en Frakkarnir náðu öðrum 6-0 kafla. Þar sýndu þeir styrk sinn þrátt fyrir hetjulega baráttu Íslands í þessum leik. Þeir virtust ætla að klára leikinn snemma og eflaust með augastað á því að laga markatöluna en íslenska liðið gafst aldrei upp og Frakkland þurfti að hafa fyrir þessu gegn framtíðarleikmönnum Íslands,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Skallaföllin fyrir leik voru gríðarleg, við missum tvo reynslumestu leikmennina út og sérstaklega Aron sem hefur verið frábær á þessu móti í að stýra sóknarleik Íslands. Hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Íslands. Það var ekki öfundsvert fyrir þá að mæta Frakklandi án Arons og Arnórs.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Strákarnir okkar náðu að standa í ríkjandi meisturum Frakklands en franska liðið reyndist sterkara á lokametrunum og vann að lokum níu marka sigur 31-22 í gær. Var þetta annar leikur íslenska liðsins á sólarhring og eftir að hafa barist gegn Þýskalandi í sextíu mínútur náði íslenska liðið að halda í við franska liðið fyrstu 35. mínúturnar en missti svo leikinn úr höndum sér. Íslenska liðið lék án tveggja lykilmanna í gær, Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru fjarverandi og komu Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson inn í þeirra stað. Það var því ekki hár meðalaldurinn í liði Íslands sem var að mæta einu sterkasta liði heims. Það virtist vera smá hrollur í í íslenska liðinu í upphafi leiks því franska liðið komst 6-0 yfir en Strákarnir okkar gáfust ekki upp og var munurinn fjögur mörk í hálfleik. Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en þá sýndi franska liðið hversu megnugt það er og kláraði í raun leikinn með öðrum 6-0 kafla. Þrátt fyrir að vera undir gáfust íslensku drengirnir aldrei upp og börðust allt til loka. „Það má segja að franska liðið hafi verið númeri of stórt, þeir sýndu styrk sinn strax í byrjun þegar þeir komust 6-0 yfir og þá sá maður að það var ekkert vanmat að fara að eiga sér stað. Þeir tóku þennan leik mjög alvarlega. Þetta var skóli fyrir íslenska liðið, erfiður en engu að síður eitthvað sem mun gagnast liðinu í framtíðinni,“ sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, um leikinn í gær. „Það var frábært að sjá þetta unga lið Íslands minnka þetta í tvö mörk áður en Frakkarnir náðu öðrum 6-0 kafla. Þar sýndu þeir styrk sinn þrátt fyrir hetjulega baráttu Íslands í þessum leik. Þeir virtust ætla að klára leikinn snemma og eflaust með augastað á því að laga markatöluna en íslenska liðið gafst aldrei upp og Frakkland þurfti að hafa fyrir þessu gegn framtíðarleikmönnum Íslands,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Skallaföllin fyrir leik voru gríðarleg, við missum tvo reynslumestu leikmennina út og sérstaklega Aron sem hefur verið frábær á þessu móti í að stýra sóknarleik Íslands. Hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik Íslands. Það var ekki öfundsvert fyrir þá að mæta Frakklandi án Arons og Arnórs.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira