Segja fólk næst leiðslunni hafa verið löðrandi í olíu áður en hún sprakk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2019 10:34 Frá vettvangi í Mexíkó þar sem sprengingin varð. AP/ Alexis Triboulard Fjöldi þeirra sem lést í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu. Mikill olíuskortur er í Mexíkó. Olíuleiðslan liggur í grennd við bæinn Tlahuelilpan í miðhluta Mexikó. Í frétt NBC um málið segir að olíuleiðslan sé vinsæl á meðal þjófa sem hafi gert fjölmörg göt á hana í gegnum tíðina, til þess að komast í olíuna. Sprengingin á föstudaginn varð við eitt slíkt gat en þar höfðu allt að 600 manns safnast saman til þess að freista þess að næla sér í olíu enda talsverður olíuskortur í landinu.Rak steypujárn í leiðsluna Sjónarvottar sem komust lífs af segja að í fyrstu hafi lekinn við gatið verið lítill og hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Eitthað virðist þetta hafa farið í taugarnar á sumum sem endaði með því að einn af þeim sem beið í biðröðinni rak steypujárn í gegnum viðgerð á gati á leiðslunni. Við það flæddi olía út um allt og segir í frétt NBC að þeir sem hafi verið staddir næst olíuleiðslunni hafi verið þaktir olíu, ekki síst þeir sem tóku að sér að standa við leiðsluna og fylla ílát handa þeim sem beðið höfðu eftir því að komast að leiðslunni. Fljótlega eftir það virðist sprengingin hafa orðið en ekki er vitað hvað olli henni. Sprengingin var gríðarstór og lokuðu yfirvöld af svæði sem er álíka stórt og knattspyrnuvöllur en jarðneskar leifar þeirra sem lentu í sprengingunni fundust á víð og dreif.Alejandro Gertz Manero, dómsmálaráðherra Mexíkó, hefur gefið það út að yfirvöld muni greiða fyrir sjúkrahúsvist og aðhlynningu þeirra 58 sem slösuðust í sprengingunni. Auk þess mun ríkið greiða jarðarfarir þeirra 85 sem létust. Fjölmargra er enn saknað eftir sprenginguna.Þá sagði Mareno að þeir sem voru á staðnum eingöngu í þeim tilgangi að næla sér í olíu muni ekki vera sóttir til saka vegna málsins. Rannsókn málsins muni beinast að því hvað, og mögulega hver, hafi valdið sprengingunni.Hér má sjá myndband sem tekið var upp þegar sprengingin varð. Rétt er þó að vara við myndefninu. Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Fjöldi þeirra sem lést í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu. Mikill olíuskortur er í Mexíkó. Olíuleiðslan liggur í grennd við bæinn Tlahuelilpan í miðhluta Mexikó. Í frétt NBC um málið segir að olíuleiðslan sé vinsæl á meðal þjófa sem hafi gert fjölmörg göt á hana í gegnum tíðina, til þess að komast í olíuna. Sprengingin á föstudaginn varð við eitt slíkt gat en þar höfðu allt að 600 manns safnast saman til þess að freista þess að næla sér í olíu enda talsverður olíuskortur í landinu.Rak steypujárn í leiðsluna Sjónarvottar sem komust lífs af segja að í fyrstu hafi lekinn við gatið verið lítill og hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Eitthað virðist þetta hafa farið í taugarnar á sumum sem endaði með því að einn af þeim sem beið í biðröðinni rak steypujárn í gegnum viðgerð á gati á leiðslunni. Við það flæddi olía út um allt og segir í frétt NBC að þeir sem hafi verið staddir næst olíuleiðslunni hafi verið þaktir olíu, ekki síst þeir sem tóku að sér að standa við leiðsluna og fylla ílát handa þeim sem beðið höfðu eftir því að komast að leiðslunni. Fljótlega eftir það virðist sprengingin hafa orðið en ekki er vitað hvað olli henni. Sprengingin var gríðarstór og lokuðu yfirvöld af svæði sem er álíka stórt og knattspyrnuvöllur en jarðneskar leifar þeirra sem lentu í sprengingunni fundust á víð og dreif.Alejandro Gertz Manero, dómsmálaráðherra Mexíkó, hefur gefið það út að yfirvöld muni greiða fyrir sjúkrahúsvist og aðhlynningu þeirra 58 sem slösuðust í sprengingunni. Auk þess mun ríkið greiða jarðarfarir þeirra 85 sem létust. Fjölmargra er enn saknað eftir sprenginguna.Þá sagði Mareno að þeir sem voru á staðnum eingöngu í þeim tilgangi að næla sér í olíu muni ekki vera sóttir til saka vegna málsins. Rannsókn málsins muni beinast að því hvað, og mögulega hver, hafi valdið sprengingunni.Hér má sjá myndband sem tekið var upp þegar sprengingin varð. Rétt er þó að vara við myndefninu.
Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31