Veikburða netöryggissveit og óvissa um stöðu netvarna Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. janúar 2019 13:30 Frumvarp samgönguráðherra tryggir ekki netöryggisssveit Íslands aðgang að upplýsingum þannig að hún geti sinnt hlutverki sínu. Þetta er mat Póst- og fjarskiptastofnunar og kemur fram í umsögn stofnunarinnar um frumvarpið. Vísir/Getty Netöryggissveit Íslands er veikburða í samanburði við sambærilegar sveitir á Norðurlöndunum. Þá veit enginn með vissu hvar netvarnir Íslands standa í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta segir forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands (CERT-ÍS) frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Sveitinni berast á hverju ári mörg hundruð tilkynningar frá stofnunum og fyrirtækjum. Lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveitina og fjölga verkefnum hennar. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi sveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Fyrsta umræða fór fram um frumarpið á Alþingi í desember sl. Póst- og fjarskiptastofnun leggur til breytingar á frumvarpinu í umsögn en að mati stofnunarinnar tryggir frumvarpið sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu. Stofnunin telur að frumvarpið sé almennt framfaraskref þótt hún geri athugasemdir og tillögur að breytingum. En hversu vel er netöryggissveitin í stakk búin til að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til þess að hægt sé að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til sambærilegra stofnana á hinum Norðurlöndunum þar er hundraðfaldur munur að stærð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Vísir/Baldur HrafnkellHvernig er netvörnum Íslendinga háttað í samanburði við hin Norðurlöndin? „Ég held að hreinskilna svarið er ég held að það viti það enginn í dag. Það er víða verið að gera mjög góða hluti í íslensku samfélagi varðandi netöryggi. Kerfin á Íslandi eru til þess að gera nýtískuleg, ég held að mörg þeirra séu ágætlega uppfærð. Sums staðar eru mjög öflugar netöryggisvarnir en það er engin heildarmynd af þessari stöðu í dag. Hana vantar og hún mun verða mun betri eftir að við verðum búin að innleiða þessi lög,“ segir Hrafnkell. Tölvuárásir Tengdar fréttir Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. 21. janúar 2019 18:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Netöryggissveit Íslands er veikburða í samanburði við sambærilegar sveitir á Norðurlöndunum. Þá veit enginn með vissu hvar netvarnir Íslands standa í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta segir forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands (CERT-ÍS) frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Sveitinni berast á hverju ári mörg hundruð tilkynningar frá stofnunum og fyrirtækjum. Lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveitina og fjölga verkefnum hennar. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi sveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Fyrsta umræða fór fram um frumarpið á Alþingi í desember sl. Póst- og fjarskiptastofnun leggur til breytingar á frumvarpinu í umsögn en að mati stofnunarinnar tryggir frumvarpið sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu. Stofnunin telur að frumvarpið sé almennt framfaraskref þótt hún geri athugasemdir og tillögur að breytingum. En hversu vel er netöryggissveitin í stakk búin til að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til þess að hægt sé að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til sambærilegra stofnana á hinum Norðurlöndunum þar er hundraðfaldur munur að stærð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Vísir/Baldur HrafnkellHvernig er netvörnum Íslendinga háttað í samanburði við hin Norðurlöndin? „Ég held að hreinskilna svarið er ég held að það viti það enginn í dag. Það er víða verið að gera mjög góða hluti í íslensku samfélagi varðandi netöryggi. Kerfin á Íslandi eru til þess að gera nýtískuleg, ég held að mörg þeirra séu ágætlega uppfærð. Sums staðar eru mjög öflugar netöryggisvarnir en það er engin heildarmynd af þessari stöðu í dag. Hana vantar og hún mun verða mun betri eftir að við verðum búin að innleiða þessi lög,“ segir Hrafnkell.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. 21. janúar 2019 18:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. 21. janúar 2019 18:30