Tveggja manna flugvél með Emiliano Sala og flugmanni hvarf í gærkvöldi á leið sinni frá Nantes til Cardiff. Hún hefur ekki enn fundist og er talin af.
Cardiff City var nýbúið að ganga frá kaupunum á Emiliano Sala frá franska félaginu og hann var dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.
Emiliano Sala kom til Cardiff um helgina og gekk frá öllu en snéri svo aftur til Nantes til að ganga frá lausum endum og kveðja liðsfélaga sína í Nantes.
Ken Choo, framkvæmdastjóri Cardiff City, sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna þessa hræðilega máls.
Cardiff’s Executive Director Ken Choo has released a statement on Emiliano Sala.
Latest: https://t.co/HbV8bVtJlMpic.twitter.com/TfVf26UcdM
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 22, 2019
„Það var mikið áfall fyrir okkur að heyra af því að flugvélin hefði horfið. Okkar fyrsta verk var að taka ákvörðunin um að fresta æfingu liðsins í dag og vorum þar að hugsa um okkar leikmenn, starfsmenn félagsins, allan klúbbinn auk Emiliano og flugmannsins,“ skrifaði Ken Choo.
Statement from Cardiff CEO Ken Choo: "We were very shocked upon hearing the news that the plane had gone missing. We expected Emiliano to arrive last night and today was to be his first day with the team."https://t.co/OjpraFLes2
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 22, 2019
„Við bjuggumst við Emiliano í gærkvöldi og hans fyrsta æfing með liðinu átti að vera í dag. Við höldum áfram að biðja fyrir jákvæðum fréttum,“ bætti hann við.
„Það sást á andliti hans hversu ánægður hann var að skrifa undir hjá Cardiff. Þetta leit út fyrir að vera einn af hans bestu dögum. Við erum mjög leið yfir þessu en viljum þakka fyrir allan stuðninginn,“ skrifaði Ken Choo en hér fyrir neðan má sjá þegar Argentínumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður Cardiff City.
@EmilianoSala1: "I can’t wait to start training, meet my new teammates and get down to work."
https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC
— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019