Hótar að hindra yfirtökuna á Flybe Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. janúar 2019 07:15 Hlutabréf í Flybe lækkuðu um 45 prósent í verði eftir að tilkynnt var um yfirtökuna. Flugfélagið hefur glímt við mikla rekstrarerfiðleika, rétt eins og margir keppinautar sínir, og var boðið til sölu síðasta haust. Nordicphotos/Getty Stærsti hluthafi breska flugfélagsins Flybe, sem var fyrr í mánuðinum tekið yfir af hópi fjárfesta undir forystu Virgin Atlantic, sakar stjórn félagsins um að hafa borið hagsmuni hluthafa fyrir borð með því að selja það á of lágu verði. Hann hefur hótað því að grípa til lagalegra úrræða til þess að koma í veg fyrir yfirtökuna. Heimildir breska fjölmiðilsins Sky News herma að eignastýringarfyrirtækið Hosking Partners, sem fer með um 19 prósenta hlut í Flybe, hafi falið lögfræðingum að kanna til hlítar réttarstöðu sína vegna sölu flugfélagsins til umrædds fjárfestahóps. Forvarsmenn Hosking Partners eru meðal annars sagðir hafa varað stjórnarmenn Flybe við því að til greina komi að krefjast þess að lögbann verði lagt á viðskiptin. Flybe var sem kunnugt er selt fyrir 2,2 milljónir punda, jafnvirði um 343 milljóna króna, til fjárfestahópsins, sem samanstendur af Virgin Atlantic, Stobart Group og Cyprus Capital Partners, og fá hluthafar Flybe greitt eitt pens fyrir hvern hlut. Til samanburðar var flugfélaginu fleytt á hlutabréfamarkað á genginu 295 pens árið 2010 en gengið stóð í 30 pensum áður en félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í október í fyrra. Er yfirtökuverðið sagt til marks um þann alvarlega fjárhagsvanda sem Flybe, sem og önnur evrópsk flugfélög, hefur glímt við undanfarin misseri en kaupendur flugfélagsins munu taka yfir skuldir upp á 82 milljónir punda og leggja félaginu jafnframt til allt að 100 milljónir punda í nýtt hlutafé. Í bréfi sem sjóðsstjórar Hosking Partners skrifuðu stjórnendum Flybe í liðinni viku, og breskir fjölmiðlar hafa undir höndum, lýsa þeir áhyggjum af því að stjórnendunum hafi láðst að greina fjárfestum frá erfiðri fjárhagsstöðu flugfélagsins í tæka tíð og stuðlað þannig að því að hlutabréfaverð í félaginu héldist hærra en efni hafi staðið til. Þá er eignastýringarfélagið, sem hefur verið hluthafi í Flybe um langt skeið, enn fremur sagt hafa sent afrit af bréfinu til breskra eftirlitsstjórnvalda, þar á meðal sérstakrar yfirtökunefndar og fjármálaeftirlitsins, að því er segir í fréttaskýringu Sky News.Fá innspýtingu strax Í umræddu bréfi lýsir Hosking Partners efasemdum um hvort 2,2 milljóna dala yfirtökutilboðið endurspegli innra virði Flybe og staðhæfir auk þess að stjórnendur flugfélagsins hafi fælt aðra fjárfesta frá því að leggja fram hærra tilboð. Segist fjárfestingafélagið vita um aðra fjárfesta sem hafi haft áhuga á því að eignast Flybe.Christine Ourmières-Widener, forstjóri FlybeSkilmálum kaupsamningsins, sem var fyrst skrifað undir 11. janúar, var óvænt breytt í síðustu viku eftir að í ljós kom að Flybe þurfti nauðsynlega á lausafjárinnspýtingu að halda umsvifalaust. Fjárfestahópurinn, sem gengur undir nafninu Connect Airways, mun þannig eignast eignir og rekstur Flybe 22. febrúar næstkomandi, mun fyrr en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir, og veita félaginu strax 20 milljóna punda brúarlán. Í tilkynningu frá stjórn Flybe var tekið fram að hún ætti „engra annarra kosta völ“ en að fallast á breytta skilmála samningsins enda hefði félaginu ekki tekist að uppfylla lánaskilyrði sem fyrra tilboðið var háð. Hosking Partners dró hins vegar í efa að lausafjárstaða flugfélagsins væri eins slæm og stjórnin vildi vera láta og benti til að mynda á að félagið hefði nýverið losað um talsvert lausafé með því að selja flugtíma sína á Gatwick-flugellinum í nágrenni Lundúna fyrir um 4,5 milljónir punda. Fleiri hluthafar í Flybe, til viðbótar við Hosking Partners, eru sagðir ósáttir við málalyktir. Þeir telja að söluferlið hafi verið ógagnsætt og tilraunir til þess að fá hærra verð fyrir flugfélagið hafi aukinheldur ekki verið fullreyndar. Í því sambandi benda þeir á að Stobart hafi snemma á síðasta ári gert yfirtökutilboð í Flybe sem samsvaraði liðlega 40 pensum á hlut en stjórn flugfélagsins hafi hafnað því umsvifalaust.Samstarfið kom á óvart Samstarf Virgin Atlantic og Stobart um kaupin á Flybe kom mörgum í opna skjöldu enda höfðu félögin áður keppt sín á milli um að eignast flugfélagið. Fulltrúar Hosking Partners telja að maðkur sé í mysunni, hvað umrætt samstarf varðar, og að kaupendurnir hafi mögulega brotið gegn skuldbindingum sem þeir höfðu tekist á hendur fyrr í söluferlinu með því að sameinast um yfirtökutilboð. Í bréfinu sagði Hosking Partners jafnframt að hækkandi hlutabréfaverð í Stobart í kjölfar yfirtökunnar væri til marks um þá „tilfærslu verðmæta“ frá Flybe til kaupendanna sem fælist í kaupunum. „Stjórn Flybe stóð frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun vegna versnandi lausafjárstöðu félagsins. Með breyttum skilmálum fær félagið það rekstraröryggi sem það þarf til þess að geta starfað áfram með góðum árangri,“ sagði í tilkynningu frá stjórninni.Versnandi rekstraraðstæður Flybe, sem flytur um átta milljónir farþega á ári, aðallega á milli breskra héraðsflugvalla og evrópskra borga, verður framvegis rekið undir merkjum Virgin Atlantic en það er að hluta í eigu athafnamannsins Richards Branson. Breska flugfélagið var sett í söluferli síðasta haust og lét forstjórinn Christine Ourmières-Widener hafa eftir sér á þeim tíma að hærra eldsneytisverð, gengissveiflur og óvissa í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefðu reynst félaginu erfiður ljár í þúfu. Til viðbótar hafa greiðslukortafyrirtæki þjarmað nokkuð að Flybe undanfarið en þau tóku fyrr í vetur upp á því að halda eftir greiðslum sem tryggingu ef svo færi að flugfélagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar, eftir því sem fram kemur í umfjöllun Financial Times. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stærsti hluthafi breska flugfélagsins Flybe, sem var fyrr í mánuðinum tekið yfir af hópi fjárfesta undir forystu Virgin Atlantic, sakar stjórn félagsins um að hafa borið hagsmuni hluthafa fyrir borð með því að selja það á of lágu verði. Hann hefur hótað því að grípa til lagalegra úrræða til þess að koma í veg fyrir yfirtökuna. Heimildir breska fjölmiðilsins Sky News herma að eignastýringarfyrirtækið Hosking Partners, sem fer með um 19 prósenta hlut í Flybe, hafi falið lögfræðingum að kanna til hlítar réttarstöðu sína vegna sölu flugfélagsins til umrædds fjárfestahóps. Forvarsmenn Hosking Partners eru meðal annars sagðir hafa varað stjórnarmenn Flybe við því að til greina komi að krefjast þess að lögbann verði lagt á viðskiptin. Flybe var sem kunnugt er selt fyrir 2,2 milljónir punda, jafnvirði um 343 milljóna króna, til fjárfestahópsins, sem samanstendur af Virgin Atlantic, Stobart Group og Cyprus Capital Partners, og fá hluthafar Flybe greitt eitt pens fyrir hvern hlut. Til samanburðar var flugfélaginu fleytt á hlutabréfamarkað á genginu 295 pens árið 2010 en gengið stóð í 30 pensum áður en félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í október í fyrra. Er yfirtökuverðið sagt til marks um þann alvarlega fjárhagsvanda sem Flybe, sem og önnur evrópsk flugfélög, hefur glímt við undanfarin misseri en kaupendur flugfélagsins munu taka yfir skuldir upp á 82 milljónir punda og leggja félaginu jafnframt til allt að 100 milljónir punda í nýtt hlutafé. Í bréfi sem sjóðsstjórar Hosking Partners skrifuðu stjórnendum Flybe í liðinni viku, og breskir fjölmiðlar hafa undir höndum, lýsa þeir áhyggjum af því að stjórnendunum hafi láðst að greina fjárfestum frá erfiðri fjárhagsstöðu flugfélagsins í tæka tíð og stuðlað þannig að því að hlutabréfaverð í félaginu héldist hærra en efni hafi staðið til. Þá er eignastýringarfélagið, sem hefur verið hluthafi í Flybe um langt skeið, enn fremur sagt hafa sent afrit af bréfinu til breskra eftirlitsstjórnvalda, þar á meðal sérstakrar yfirtökunefndar og fjármálaeftirlitsins, að því er segir í fréttaskýringu Sky News.Fá innspýtingu strax Í umræddu bréfi lýsir Hosking Partners efasemdum um hvort 2,2 milljóna dala yfirtökutilboðið endurspegli innra virði Flybe og staðhæfir auk þess að stjórnendur flugfélagsins hafi fælt aðra fjárfesta frá því að leggja fram hærra tilboð. Segist fjárfestingafélagið vita um aðra fjárfesta sem hafi haft áhuga á því að eignast Flybe.Christine Ourmières-Widener, forstjóri FlybeSkilmálum kaupsamningsins, sem var fyrst skrifað undir 11. janúar, var óvænt breytt í síðustu viku eftir að í ljós kom að Flybe þurfti nauðsynlega á lausafjárinnspýtingu að halda umsvifalaust. Fjárfestahópurinn, sem gengur undir nafninu Connect Airways, mun þannig eignast eignir og rekstur Flybe 22. febrúar næstkomandi, mun fyrr en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir, og veita félaginu strax 20 milljóna punda brúarlán. Í tilkynningu frá stjórn Flybe var tekið fram að hún ætti „engra annarra kosta völ“ en að fallast á breytta skilmála samningsins enda hefði félaginu ekki tekist að uppfylla lánaskilyrði sem fyrra tilboðið var háð. Hosking Partners dró hins vegar í efa að lausafjárstaða flugfélagsins væri eins slæm og stjórnin vildi vera láta og benti til að mynda á að félagið hefði nýverið losað um talsvert lausafé með því að selja flugtíma sína á Gatwick-flugellinum í nágrenni Lundúna fyrir um 4,5 milljónir punda. Fleiri hluthafar í Flybe, til viðbótar við Hosking Partners, eru sagðir ósáttir við málalyktir. Þeir telja að söluferlið hafi verið ógagnsætt og tilraunir til þess að fá hærra verð fyrir flugfélagið hafi aukinheldur ekki verið fullreyndar. Í því sambandi benda þeir á að Stobart hafi snemma á síðasta ári gert yfirtökutilboð í Flybe sem samsvaraði liðlega 40 pensum á hlut en stjórn flugfélagsins hafi hafnað því umsvifalaust.Samstarfið kom á óvart Samstarf Virgin Atlantic og Stobart um kaupin á Flybe kom mörgum í opna skjöldu enda höfðu félögin áður keppt sín á milli um að eignast flugfélagið. Fulltrúar Hosking Partners telja að maðkur sé í mysunni, hvað umrætt samstarf varðar, og að kaupendurnir hafi mögulega brotið gegn skuldbindingum sem þeir höfðu tekist á hendur fyrr í söluferlinu með því að sameinast um yfirtökutilboð. Í bréfinu sagði Hosking Partners jafnframt að hækkandi hlutabréfaverð í Stobart í kjölfar yfirtökunnar væri til marks um þá „tilfærslu verðmæta“ frá Flybe til kaupendanna sem fælist í kaupunum. „Stjórn Flybe stóð frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun vegna versnandi lausafjárstöðu félagsins. Með breyttum skilmálum fær félagið það rekstraröryggi sem það þarf til þess að geta starfað áfram með góðum árangri,“ sagði í tilkynningu frá stjórninni.Versnandi rekstraraðstæður Flybe, sem flytur um átta milljónir farþega á ári, aðallega á milli breskra héraðsflugvalla og evrópskra borga, verður framvegis rekið undir merkjum Virgin Atlantic en það er að hluta í eigu athafnamannsins Richards Branson. Breska flugfélagið var sett í söluferli síðasta haust og lét forstjórinn Christine Ourmières-Widener hafa eftir sér á þeim tíma að hærra eldsneytisverð, gengissveiflur og óvissa í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefðu reynst félaginu erfiður ljár í þúfu. Til viðbótar hafa greiðslukortafyrirtæki þjarmað nokkuð að Flybe undanfarið en þau tóku fyrr í vetur upp á því að halda eftir greiðslum sem tryggingu ef svo færi að flugfélagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar, eftir því sem fram kemur í umfjöllun Financial Times.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira