Einn af þremur styður veggjöld Kjartan Hreinn Njálsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. janúar 2019 06:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Meirihluti landsmanna, eða 56,1 prósent aðspurðra, er frekar eða mjög andvígur hugmyndum um að veggjöld verði innheimt til að fjármagna uppbyggingu helstu stofnleiða samgöngukerfisins samkvæmt könnun sem Zenter gerði að beiðni Fréttablaðsins. Einn af hverjum þremur er frekar eða mjög hlynntur slíkum hugmyndum. Í nýrri samgönguáætlun til næstu 15 ára sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi er að finna tillögur um að innleiða veggjöld, bæði til að mæta fyrirsjáanlegri minnkun á tekjum ríkisins af sérstökum gjöldum á eldsneyti og flýta brýnum endurbótum og uppbyggingu vegakerfisins. „Mér finnst merkilega mikill stuðningur við veggjöld í ljósi þess að engar útfærslur liggja fyrir,“ segir Sigurður Ingi. „Og sömuleiðis í ljósi þess að um umtalsverðar kerfisbreytingar er að ræða.“ Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 32,6 prósent eru mjög andvíg hugmyndum um veggjöld en aðeins 9,8 prósent eru mjög fylgjandi veggjöldum. Mestur er stuðningurinn meðal íbúa á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi, eða á bilinu 39 til 41 prósent. Flestir er mótfallnir veggjöldum á Suðurlandi og á Reykjanesi, eða 74 og 70 prósent. Rétt rúmlega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins er mótfallinn hugmyndum um veggjöld, eða 54 prósent, en 34 prósent höfuðborgarbúa sögðust hlynnt slíkum hugmyndum. Niðurstöðurnar leiða jafnframt í ljós að fólk sem lokið hefur framhaldsnámi í háskóla er marktækt hlynntara veggjöldum en aðrir menntunarhópar, eða 45 prósent. „Það er ágætt að rifja það upp að þegar Hvalfjarðargöng komu til sögunnar vorum við á svipuðum stað í umræðunni. Þá voru á milli 70 og 80 prósent þjóðarinnar á móti Hvalfjarðargöngum og stór meirihluti ætlaði aldrei að keyra þau,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguáætlunin er nú til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd og bíður síðari umræðu. Könnun Zenter var netkönnun sem gerð var dagana 18. til 22. janúar. Úrtakið var 3.100 einstaklingar og svarhlutfallið 41,5 prósent. Gögn voru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið var tillit til kyns, aldurs og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Meirihluti landsmanna, eða 56,1 prósent aðspurðra, er frekar eða mjög andvígur hugmyndum um að veggjöld verði innheimt til að fjármagna uppbyggingu helstu stofnleiða samgöngukerfisins samkvæmt könnun sem Zenter gerði að beiðni Fréttablaðsins. Einn af hverjum þremur er frekar eða mjög hlynntur slíkum hugmyndum. Í nýrri samgönguáætlun til næstu 15 ára sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi er að finna tillögur um að innleiða veggjöld, bæði til að mæta fyrirsjáanlegri minnkun á tekjum ríkisins af sérstökum gjöldum á eldsneyti og flýta brýnum endurbótum og uppbyggingu vegakerfisins. „Mér finnst merkilega mikill stuðningur við veggjöld í ljósi þess að engar útfærslur liggja fyrir,“ segir Sigurður Ingi. „Og sömuleiðis í ljósi þess að um umtalsverðar kerfisbreytingar er að ræða.“ Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 32,6 prósent eru mjög andvíg hugmyndum um veggjöld en aðeins 9,8 prósent eru mjög fylgjandi veggjöldum. Mestur er stuðningurinn meðal íbúa á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi, eða á bilinu 39 til 41 prósent. Flestir er mótfallnir veggjöldum á Suðurlandi og á Reykjanesi, eða 74 og 70 prósent. Rétt rúmlega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins er mótfallinn hugmyndum um veggjöld, eða 54 prósent, en 34 prósent höfuðborgarbúa sögðust hlynnt slíkum hugmyndum. Niðurstöðurnar leiða jafnframt í ljós að fólk sem lokið hefur framhaldsnámi í háskóla er marktækt hlynntara veggjöldum en aðrir menntunarhópar, eða 45 prósent. „Það er ágætt að rifja það upp að þegar Hvalfjarðargöng komu til sögunnar vorum við á svipuðum stað í umræðunni. Þá voru á milli 70 og 80 prósent þjóðarinnar á móti Hvalfjarðargöngum og stór meirihluti ætlaði aldrei að keyra þau,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguáætlunin er nú til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd og bíður síðari umræðu. Könnun Zenter var netkönnun sem gerð var dagana 18. til 22. janúar. Úrtakið var 3.100 einstaklingar og svarhlutfallið 41,5 prósent. Gögn voru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið var tillit til kyns, aldurs og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira