Segir starfsmennina ekki taka við mútum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. janúar 2019 16:00 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Mynd/aðsend Eftirlitsmaður Fiskistofu var sendur í leyfi seint á síðasta ári vegna gruns um að hafa þegið fisk að gjöf frá þeim sem hann hafði eftirlit með. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málið litið mjög alvarlegum augum hjá Fiskistofu þegar það kom upp. „Þetta er eitt afmarkað tilvik sem við skoðun reyndist svo vera feilspor sem lokið var með viðeigandi hætti,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri en segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um viðkvæm starfsmannamál hjá stofnuninni. Í siðareglum Fiskistofu er meðal annars kveðið á um að starfsmenn megi alls ekki þiggja gjafir frá þeim sem þeir eiga að hafa eftirlit með en heimildir Fréttablaðsins herma að yfirmenn mannsins hafi fengið tilkynningu um að hann hefði þegið nokkur kíló af fiski í fiskvinnslu í Grindavík þar sem hann var við eftirlit. Þegar málið hafi verið skoðað hafi maðurinn gefið þá skýringu að um viðskipti hefði verið að ræða og hann greitt fyrir fiskinn með millifærslu í banka. Honum hafi verið veitt áminning og er hann kominn aftur til starfa. Samkvæmt heimildum blaðsins er mjög algengt að þeir sem eftirlit Fiskistofu lýtur að bjóði eftirlitsmönnum fisk að gjöf. „Þeir sem bjóða þetta eru almennt velmeinandi held ég. Ég hef aldrei fengið vísbendingar um að menn séu að reyna að múta fólki,“ segir Eyþór. Hann segir þá eftirlitsmenn sem fara í litla báta til dæmis hjálpa heilmikið til um borð til dæmis við frágang á fiski, við veiðarfæri og slíkt. „Mönnum finnst þeir kannski standa í þakkarskuld fyrir vikið og bjóða mönnum fisk í soðið. En menn eru ekki að þiggja slíkt og mega það ekki,“ segir Eyþór.Úr siðareglum Fiskistofu: Starfsmaður má alls ekki þiggja greiða, þjónustu eða gjafir (svo sem fisk í soðið, málsverði, áfengi eða aðrar tækifærisgjafir), boðsferðir eða önnur verðmæti eða hlunnindi af aðilum sem Fiskistofa hefur einhvers konar eftirlit með eða veitir þjónustu af einhverju tagi eða hefur með einhverjum hætti samskipti við eða afskipti af, nema um sé að ræða óveruleg verðmæti eða hagsmuni og þá ávallt að höfðu samráði við fiskistofustjóra. Ef starfsmönnum eru sendar slíkar gjafir án samþykkis þeirra skulu þeir greina forstöðumanni viðkomandi sviðs frá því og koma gjöfinni í hans hendur og skal hann í samráði við fiskistofustjóra ákveða hvernig brugðist skal við af hálfu Fiskistofu. Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Eftirlitsmaður Fiskistofu var sendur í leyfi seint á síðasta ári vegna gruns um að hafa þegið fisk að gjöf frá þeim sem hann hafði eftirlit með. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málið litið mjög alvarlegum augum hjá Fiskistofu þegar það kom upp. „Þetta er eitt afmarkað tilvik sem við skoðun reyndist svo vera feilspor sem lokið var með viðeigandi hætti,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri en segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um viðkvæm starfsmannamál hjá stofnuninni. Í siðareglum Fiskistofu er meðal annars kveðið á um að starfsmenn megi alls ekki þiggja gjafir frá þeim sem þeir eiga að hafa eftirlit með en heimildir Fréttablaðsins herma að yfirmenn mannsins hafi fengið tilkynningu um að hann hefði þegið nokkur kíló af fiski í fiskvinnslu í Grindavík þar sem hann var við eftirlit. Þegar málið hafi verið skoðað hafi maðurinn gefið þá skýringu að um viðskipti hefði verið að ræða og hann greitt fyrir fiskinn með millifærslu í banka. Honum hafi verið veitt áminning og er hann kominn aftur til starfa. Samkvæmt heimildum blaðsins er mjög algengt að þeir sem eftirlit Fiskistofu lýtur að bjóði eftirlitsmönnum fisk að gjöf. „Þeir sem bjóða þetta eru almennt velmeinandi held ég. Ég hef aldrei fengið vísbendingar um að menn séu að reyna að múta fólki,“ segir Eyþór. Hann segir þá eftirlitsmenn sem fara í litla báta til dæmis hjálpa heilmikið til um borð til dæmis við frágang á fiski, við veiðarfæri og slíkt. „Mönnum finnst þeir kannski standa í þakkarskuld fyrir vikið og bjóða mönnum fisk í soðið. En menn eru ekki að þiggja slíkt og mega það ekki,“ segir Eyþór.Úr siðareglum Fiskistofu: Starfsmaður má alls ekki þiggja greiða, þjónustu eða gjafir (svo sem fisk í soðið, málsverði, áfengi eða aðrar tækifærisgjafir), boðsferðir eða önnur verðmæti eða hlunnindi af aðilum sem Fiskistofa hefur einhvers konar eftirlit með eða veitir þjónustu af einhverju tagi eða hefur með einhverjum hætti samskipti við eða afskipti af, nema um sé að ræða óveruleg verðmæti eða hagsmuni og þá ávallt að höfðu samráði við fiskistofustjóra. Ef starfsmönnum eru sendar slíkar gjafir án samþykkis þeirra skulu þeir greina forstöðumanni viðkomandi sviðs frá því og koma gjöfinni í hans hendur og skal hann í samráði við fiskistofustjóra ákveða hvernig brugðist skal við af hálfu Fiskistofu.
Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira