Segir starfsmennina ekki taka við mútum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. janúar 2019 16:00 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Mynd/aðsend Eftirlitsmaður Fiskistofu var sendur í leyfi seint á síðasta ári vegna gruns um að hafa þegið fisk að gjöf frá þeim sem hann hafði eftirlit með. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málið litið mjög alvarlegum augum hjá Fiskistofu þegar það kom upp. „Þetta er eitt afmarkað tilvik sem við skoðun reyndist svo vera feilspor sem lokið var með viðeigandi hætti,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri en segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um viðkvæm starfsmannamál hjá stofnuninni. Í siðareglum Fiskistofu er meðal annars kveðið á um að starfsmenn megi alls ekki þiggja gjafir frá þeim sem þeir eiga að hafa eftirlit með en heimildir Fréttablaðsins herma að yfirmenn mannsins hafi fengið tilkynningu um að hann hefði þegið nokkur kíló af fiski í fiskvinnslu í Grindavík þar sem hann var við eftirlit. Þegar málið hafi verið skoðað hafi maðurinn gefið þá skýringu að um viðskipti hefði verið að ræða og hann greitt fyrir fiskinn með millifærslu í banka. Honum hafi verið veitt áminning og er hann kominn aftur til starfa. Samkvæmt heimildum blaðsins er mjög algengt að þeir sem eftirlit Fiskistofu lýtur að bjóði eftirlitsmönnum fisk að gjöf. „Þeir sem bjóða þetta eru almennt velmeinandi held ég. Ég hef aldrei fengið vísbendingar um að menn séu að reyna að múta fólki,“ segir Eyþór. Hann segir þá eftirlitsmenn sem fara í litla báta til dæmis hjálpa heilmikið til um borð til dæmis við frágang á fiski, við veiðarfæri og slíkt. „Mönnum finnst þeir kannski standa í þakkarskuld fyrir vikið og bjóða mönnum fisk í soðið. En menn eru ekki að þiggja slíkt og mega það ekki,“ segir Eyþór.Úr siðareglum Fiskistofu: Starfsmaður má alls ekki þiggja greiða, þjónustu eða gjafir (svo sem fisk í soðið, málsverði, áfengi eða aðrar tækifærisgjafir), boðsferðir eða önnur verðmæti eða hlunnindi af aðilum sem Fiskistofa hefur einhvers konar eftirlit með eða veitir þjónustu af einhverju tagi eða hefur með einhverjum hætti samskipti við eða afskipti af, nema um sé að ræða óveruleg verðmæti eða hagsmuni og þá ávallt að höfðu samráði við fiskistofustjóra. Ef starfsmönnum eru sendar slíkar gjafir án samþykkis þeirra skulu þeir greina forstöðumanni viðkomandi sviðs frá því og koma gjöfinni í hans hendur og skal hann í samráði við fiskistofustjóra ákveða hvernig brugðist skal við af hálfu Fiskistofu. Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Eftirlitsmaður Fiskistofu var sendur í leyfi seint á síðasta ári vegna gruns um að hafa þegið fisk að gjöf frá þeim sem hann hafði eftirlit með. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málið litið mjög alvarlegum augum hjá Fiskistofu þegar það kom upp. „Þetta er eitt afmarkað tilvik sem við skoðun reyndist svo vera feilspor sem lokið var með viðeigandi hætti,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri en segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um viðkvæm starfsmannamál hjá stofnuninni. Í siðareglum Fiskistofu er meðal annars kveðið á um að starfsmenn megi alls ekki þiggja gjafir frá þeim sem þeir eiga að hafa eftirlit með en heimildir Fréttablaðsins herma að yfirmenn mannsins hafi fengið tilkynningu um að hann hefði þegið nokkur kíló af fiski í fiskvinnslu í Grindavík þar sem hann var við eftirlit. Þegar málið hafi verið skoðað hafi maðurinn gefið þá skýringu að um viðskipti hefði verið að ræða og hann greitt fyrir fiskinn með millifærslu í banka. Honum hafi verið veitt áminning og er hann kominn aftur til starfa. Samkvæmt heimildum blaðsins er mjög algengt að þeir sem eftirlit Fiskistofu lýtur að bjóði eftirlitsmönnum fisk að gjöf. „Þeir sem bjóða þetta eru almennt velmeinandi held ég. Ég hef aldrei fengið vísbendingar um að menn séu að reyna að múta fólki,“ segir Eyþór. Hann segir þá eftirlitsmenn sem fara í litla báta til dæmis hjálpa heilmikið til um borð til dæmis við frágang á fiski, við veiðarfæri og slíkt. „Mönnum finnst þeir kannski standa í þakkarskuld fyrir vikið og bjóða mönnum fisk í soðið. En menn eru ekki að þiggja slíkt og mega það ekki,“ segir Eyþór.Úr siðareglum Fiskistofu: Starfsmaður má alls ekki þiggja greiða, þjónustu eða gjafir (svo sem fisk í soðið, málsverði, áfengi eða aðrar tækifærisgjafir), boðsferðir eða önnur verðmæti eða hlunnindi af aðilum sem Fiskistofa hefur einhvers konar eftirlit með eða veitir þjónustu af einhverju tagi eða hefur með einhverjum hætti samskipti við eða afskipti af, nema um sé að ræða óveruleg verðmæti eða hagsmuni og þá ávallt að höfðu samráði við fiskistofustjóra. Ef starfsmönnum eru sendar slíkar gjafir án samþykkis þeirra skulu þeir greina forstöðumanni viðkomandi sviðs frá því og koma gjöfinni í hans hendur og skal hann í samráði við fiskistofustjóra ákveða hvernig brugðist skal við af hálfu Fiskistofu.
Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira