Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 10:30 Kristján Andrésson, Sander Sagosen og Mikkel Hansen. Samsett mynd/Getty og EPA Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. Þýskaland og Frakkland hafa þegar tryggt sig inn í undanúrslitin úr okkar riðli en í hinum riðlinum berjast þrjár Norðurlandaþjóðir um tvö laus sæti. Ísland getur átt góðan fulltrúa í undanúrslitunum á HM takist Svíum að tryggja sig inn í undanúrslitin í dag. Verkefnið er þó eins krefjandi og þau gerast því sænska liðsins bíður leikur á móti heimamönnum í danska landsliðinu. Danmörk er líka í bestu stöðunni fyrir lokaleikina enda með átta stig eða tveimur stigum meira en Svíþjóð og Noregur. Norðmenn spila við Ungverjaland í dag og sá leikur fer fram á undan leik Danmerkur og Svíþjóðar. Vinni Norðmenn Ungverja verða þeir líka í mjög góðri stöðu. En þeir þurfa samt að treysta á ákveðin úrslit verði ekki í leik Dana og Svía.Mikkel Hansen fagnar einu marka sinn á HM.Getty/Jan ChristensenDanir tryggja sér sæti í undanúrslitunum með því að ná í stig á móti Svíum og ef að Norðmenn vinna sinn leik á móti Ungverjalandi þá mega Danir tapa með þremur mörkum eða minna. Verði öll liðin jöfn að stigum með átta stig þá munu úrslit úr innbyrðisleikjum ráða röð liðanna. Danir unnu fjögurra marka sigur á Norðmönnum og búa því vel í þeim útreikningum. Norðmenn unnu Svía með þremur mörkum og eru því í -1 í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Svíar eru -3 og þurfa því þriggja marka sigur á Dönum til að komast upp fyrir Norðmenn. Tveggja marka sigur Svía gæti dugað vinni Norðmenn ekki upp forskot Svía í heildarmarkamun en Svíar eiga tvö mörk á Norðmenn fyrir lokaumferðina. Svíar eru +15 en Norðmenn +13. Danir gætu setið eftir en þá aðeins ef þeir tapa með meira en fimm mörkum á móti Svíum og Norðmenn verða jafnir þeim og Svíum að stigum. Öll liðin væru þá með átta stig en í innbyrðisleikjum væri Svíar +3, Norðmenn -1 og Danir -2. Það er hinsvegar afar ólíklegt að Svíar náði að vinna sex marka sigur á Dönum í Jyske Bank Boxen í Herning. Allt getur samt gerst. Danir og Norðmenn eru vissulega í betri stöðu en Svíar. Leikur Noregs og Ungverjalands hefst klukkan 17.00 en leikur Danmerkur og Svíþjóðar hefst klukkan 19.30. Þegar Danmörk og Svíþjóð hefja leik þá vita þau bæði nákvæmlega stöðuna og leikurinn gæti því orðið mjög taktískur.EPA/SRDJAN SUKIDanir fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Svía - Ef þeir gera jafntefli við Svía - Ef Norðmenn vinna ekki UngverjaSvíar fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Dani og Norðmenn vinna ekki Ungverja - Ef þeir gera jafntefli við Dani og Norðmenn tapa fyrir Ungverjum - Ef þeir vinna Dani með 3 mörkum eða meira og Norðmenn vinna UngverjaNorðmenn fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef Svíar tapa fyrir Dönum - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna ekki Dani - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna Dani með 1 marki - Ef þeir gera jafntefli við Ungverja og Svíar vinna ekki DaniNorðmaðurinn Sander Sagosen fagnar marki á HM.EPA/Henning BaggerInnbyrðisstaðan verði Danmörk, Noregur og Svíþjóð jöfn að stigum:Danmörk +4 mörk 30-26 sigur á NoregiMæta Svíum í kvöld.Noregur -1 mark 26-30 tap fyrir Danmörku 30-27 sigur á SvíþjóðSvíþjóð -3 mörk 27-30 tap fyrir NoregiMæta Dönum í kvöld HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. Þýskaland og Frakkland hafa þegar tryggt sig inn í undanúrslitin úr okkar riðli en í hinum riðlinum berjast þrjár Norðurlandaþjóðir um tvö laus sæti. Ísland getur átt góðan fulltrúa í undanúrslitunum á HM takist Svíum að tryggja sig inn í undanúrslitin í dag. Verkefnið er þó eins krefjandi og þau gerast því sænska liðsins bíður leikur á móti heimamönnum í danska landsliðinu. Danmörk er líka í bestu stöðunni fyrir lokaleikina enda með átta stig eða tveimur stigum meira en Svíþjóð og Noregur. Norðmenn spila við Ungverjaland í dag og sá leikur fer fram á undan leik Danmerkur og Svíþjóðar. Vinni Norðmenn Ungverja verða þeir líka í mjög góðri stöðu. En þeir þurfa samt að treysta á ákveðin úrslit verði ekki í leik Dana og Svía.Mikkel Hansen fagnar einu marka sinn á HM.Getty/Jan ChristensenDanir tryggja sér sæti í undanúrslitunum með því að ná í stig á móti Svíum og ef að Norðmenn vinna sinn leik á móti Ungverjalandi þá mega Danir tapa með þremur mörkum eða minna. Verði öll liðin jöfn að stigum með átta stig þá munu úrslit úr innbyrðisleikjum ráða röð liðanna. Danir unnu fjögurra marka sigur á Norðmönnum og búa því vel í þeim útreikningum. Norðmenn unnu Svía með þremur mörkum og eru því í -1 í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Svíar eru -3 og þurfa því þriggja marka sigur á Dönum til að komast upp fyrir Norðmenn. Tveggja marka sigur Svía gæti dugað vinni Norðmenn ekki upp forskot Svía í heildarmarkamun en Svíar eiga tvö mörk á Norðmenn fyrir lokaumferðina. Svíar eru +15 en Norðmenn +13. Danir gætu setið eftir en þá aðeins ef þeir tapa með meira en fimm mörkum á móti Svíum og Norðmenn verða jafnir þeim og Svíum að stigum. Öll liðin væru þá með átta stig en í innbyrðisleikjum væri Svíar +3, Norðmenn -1 og Danir -2. Það er hinsvegar afar ólíklegt að Svíar náði að vinna sex marka sigur á Dönum í Jyske Bank Boxen í Herning. Allt getur samt gerst. Danir og Norðmenn eru vissulega í betri stöðu en Svíar. Leikur Noregs og Ungverjalands hefst klukkan 17.00 en leikur Danmerkur og Svíþjóðar hefst klukkan 19.30. Þegar Danmörk og Svíþjóð hefja leik þá vita þau bæði nákvæmlega stöðuna og leikurinn gæti því orðið mjög taktískur.EPA/SRDJAN SUKIDanir fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Svía - Ef þeir gera jafntefli við Svía - Ef Norðmenn vinna ekki UngverjaSvíar fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Dani og Norðmenn vinna ekki Ungverja - Ef þeir gera jafntefli við Dani og Norðmenn tapa fyrir Ungverjum - Ef þeir vinna Dani með 3 mörkum eða meira og Norðmenn vinna UngverjaNorðmenn fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef Svíar tapa fyrir Dönum - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna ekki Dani - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna Dani með 1 marki - Ef þeir gera jafntefli við Ungverja og Svíar vinna ekki DaniNorðmaðurinn Sander Sagosen fagnar marki á HM.EPA/Henning BaggerInnbyrðisstaðan verði Danmörk, Noregur og Svíþjóð jöfn að stigum:Danmörk +4 mörk 30-26 sigur á NoregiMæta Svíum í kvöld.Noregur -1 mark 26-30 tap fyrir Danmörku 30-27 sigur á SvíþjóðSvíþjóð -3 mörk 27-30 tap fyrir NoregiMæta Dönum í kvöld
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira