Leiktíðin 2019 hefst hjá Tiger Woods í dag er hann hefur leik á opna Bændatryggingamótinu, Farmers Insurance Open, á Torrey Pines-vellinum.
Tiger hefur unnið 80 mót á PGA-mótaröðinni og 10 prósent þeirra sigra hafa komið á Torrey Pines. Honum hefur gengið ótrúlega vel þar í gegnum tíðina.
Síðasti risatitill Tiger kom að sjálfsögðu á Torrey Pines en það var árið 2008 sem hann vann US Open þar.
„Það er frábært að vera kominn aftur hingað,“ sagði Tiger en hann er í þrettánda sæti heimslistans eftir ótrúlega endurkomu á síðasta ári.
Hann mun spila með Tony Finau og Xander Schauffele í dag. Útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 20.00.
Tiger snýr til baka á sínum uppáhaldsvelli
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn