Arnór Þór var besti leikmaður Íslands á HM 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2019 12:30 Arnór Þór Gunnarsson. Getty/TF-Images Vísir hefur tekið saman meðaleinkunn strákanna okkar á HM í handbolta 2019 og besti maður íslenska liðsins lék í hægra horninu. Vísir gaf leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum átta leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Einkunnagjöfin birtist strax eftir leik og nú höfðum við tekið alla leikina saman. Besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu var Arnór Þór Gunnarsson en hann var með 4,5 í meðaleinkunn sem er frábær frammistaða. Arnór var langmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins þrátt fyrir að missa af tveimur síðustu leikjunum en hann skoraði 37 mörk eða ellefu mörkum meira en næsti maður. Aron Pálmarsson var í öðru sæti með 4,3 í meðaleinkunn en hann missti líka af tveimur síðustu leikjunum. Íslenska liðið saknaði þeirra Arnórs og Arons á móti Frakklandi og Brasilíu en þessir tveir leikir voru þeir slökustu á mótinu samkvæmt einkunnagjöf Vísis. Þrír menn deila þriðja sætinu en þeir spiluðu allir stórt hlutverk í íslenska varnarleiknum. Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson og Elvar Örn Jónsson voru allir jafnir með 3,75 í meðaleinkunn. Elvar Örn fékk líka mikla ábyrgð í sóknarleiknum eftir að Aron datt út. Menn voru líka jafnir í sætum sex til níu en fjórir leikmenn íslenska liðsins voru með 3,5 í meðaleinkunn. Það voru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Daníel Þór Ingason, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Arnar Freyr Arnarsson. Arnór Þór Gunnarsson og Elvar Örn Jónsson náðu því að vera bestu menn íslenska liðsins í tveimur leikjum, Arnór á móti Barein og Makedóníu en Elvar Örn á móti Frakklandi og Brasilíu. Aron Pálmarsson (á móti Króatíu), Ólafur Guðmundsson (á móti Spáni), Björgvin Páll Gústavsson (á móti Barein), Stefán Rafn Sigurmannsson (á móti Japan) og Ólafur Gústafsson (á móti Þýskalandi) náðu líka að vera bestu menn íslenska liðsins í einum leik. Besti leikur íslenska liðsins á mótinu samkvæmt einkunnagjöfinni var sigurleikurinn á móti Makedóníu þar sem íslensku strákarnir tryggðu sig inn í milliriðla. Þrír næstu leikir voru allir í hópi fjögurra fyrstu leikja íslenska liðsins á mótinu.Aron Pálmarsson.Getty/TF-ImagesHæsta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM í handbolta 2019: 1. Arnór Þór Gunnarsson 4,5 2. Aron Pálmarsson 4,3 3. Ólafur Guðmundsson 3,75 3. Ólafur Gústafsson 3,75 3. Elvar Örn Jónsson 3,75 6. Björgvin Páll Gústavsson 3,5 6. Daníel Þór Ingason 3,5 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3,5 6. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 10. Sigvaldi Guðjónsson 3,4 11. Bjarki Már Elísson 3,375 12. Ágúst Elí Björgvinsson 3,2 13. Ýmir Örn Gíslason 3,17 14. Teitur Örn Einarsson 3 15. Ómar Ingi Magnússon 2,88 16. Stefán Rafn Sigurmannsson 2,83 17. Haukur Þrastarson 2,5 18. Óðinn Þór Ríkharðsson lék ekkiArnór Þór Gunnarsson fagnar marki á HM 2019.Getty/TF-ImagesBestu leikir íslenska liðsins samkvæmt einkunnagjöfinni: 1. Makedónía 4,25 2. Barein 4,19 3. Króatía 4,09 4. Spánn 3,38 5. Japan 3,23 6. Þýskaland 3,21 7. Frakkland 3,00 8. Brasilía 2,42 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á mótu Þjóðverjum í kvöld: Ólafur Gústafs bestur í íslenska liðinu Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar á móti heimsmeistaraefnunum og heimamönnum í þýska landsliðinu. 19. janúar 2019 22:11 Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06 Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Elvar aftur bestur í íslenska liðinu Vísir metur frammistöðu strákanna okkar í þriggja marka tapi á móti Brasilíu sem var síðasti leikur Íslands á mótinu. 23. janúar 2019 17:12 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Einkunnir strákanna okkar á móti Frakklandi í kvöld: Elvar Örn bestur Vísir fer yfir frammistöðu strákanna í tapleiknum á móti heimsmeisturum Frakka en þar fengu ungir framtíðarmenn liðsins alvöru mínútur í djúpu lauginni. 20. janúar 2019 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira
Vísir hefur tekið saman meðaleinkunn strákanna okkar á HM í handbolta 2019 og besti maður íslenska liðsins lék í hægra horninu. Vísir gaf leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum átta leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Einkunnagjöfin birtist strax eftir leik og nú höfðum við tekið alla leikina saman. Besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu var Arnór Þór Gunnarsson en hann var með 4,5 í meðaleinkunn sem er frábær frammistaða. Arnór var langmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins þrátt fyrir að missa af tveimur síðustu leikjunum en hann skoraði 37 mörk eða ellefu mörkum meira en næsti maður. Aron Pálmarsson var í öðru sæti með 4,3 í meðaleinkunn en hann missti líka af tveimur síðustu leikjunum. Íslenska liðið saknaði þeirra Arnórs og Arons á móti Frakklandi og Brasilíu en þessir tveir leikir voru þeir slökustu á mótinu samkvæmt einkunnagjöf Vísis. Þrír menn deila þriðja sætinu en þeir spiluðu allir stórt hlutverk í íslenska varnarleiknum. Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson og Elvar Örn Jónsson voru allir jafnir með 3,75 í meðaleinkunn. Elvar Örn fékk líka mikla ábyrgð í sóknarleiknum eftir að Aron datt út. Menn voru líka jafnir í sætum sex til níu en fjórir leikmenn íslenska liðsins voru með 3,5 í meðaleinkunn. Það voru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Daníel Þór Ingason, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Arnar Freyr Arnarsson. Arnór Þór Gunnarsson og Elvar Örn Jónsson náðu því að vera bestu menn íslenska liðsins í tveimur leikjum, Arnór á móti Barein og Makedóníu en Elvar Örn á móti Frakklandi og Brasilíu. Aron Pálmarsson (á móti Króatíu), Ólafur Guðmundsson (á móti Spáni), Björgvin Páll Gústavsson (á móti Barein), Stefán Rafn Sigurmannsson (á móti Japan) og Ólafur Gústafsson (á móti Þýskalandi) náðu líka að vera bestu menn íslenska liðsins í einum leik. Besti leikur íslenska liðsins á mótinu samkvæmt einkunnagjöfinni var sigurleikurinn á móti Makedóníu þar sem íslensku strákarnir tryggðu sig inn í milliriðla. Þrír næstu leikir voru allir í hópi fjögurra fyrstu leikja íslenska liðsins á mótinu.Aron Pálmarsson.Getty/TF-ImagesHæsta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM í handbolta 2019: 1. Arnór Þór Gunnarsson 4,5 2. Aron Pálmarsson 4,3 3. Ólafur Guðmundsson 3,75 3. Ólafur Gústafsson 3,75 3. Elvar Örn Jónsson 3,75 6. Björgvin Páll Gústavsson 3,5 6. Daníel Þór Ingason 3,5 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3,5 6. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 10. Sigvaldi Guðjónsson 3,4 11. Bjarki Már Elísson 3,375 12. Ágúst Elí Björgvinsson 3,2 13. Ýmir Örn Gíslason 3,17 14. Teitur Örn Einarsson 3 15. Ómar Ingi Magnússon 2,88 16. Stefán Rafn Sigurmannsson 2,83 17. Haukur Þrastarson 2,5 18. Óðinn Þór Ríkharðsson lék ekkiArnór Þór Gunnarsson fagnar marki á HM 2019.Getty/TF-ImagesBestu leikir íslenska liðsins samkvæmt einkunnagjöfinni: 1. Makedónía 4,25 2. Barein 4,19 3. Króatía 4,09 4. Spánn 3,38 5. Japan 3,23 6. Þýskaland 3,21 7. Frakkland 3,00 8. Brasilía 2,42
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á mótu Þjóðverjum í kvöld: Ólafur Gústafs bestur í íslenska liðinu Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar á móti heimsmeistaraefnunum og heimamönnum í þýska landsliðinu. 19. janúar 2019 22:11 Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06 Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Elvar aftur bestur í íslenska liðinu Vísir metur frammistöðu strákanna okkar í þriggja marka tapi á móti Brasilíu sem var síðasti leikur Íslands á mótinu. 23. janúar 2019 17:12 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Einkunnir strákanna okkar á móti Frakklandi í kvöld: Elvar Örn bestur Vísir fer yfir frammistöðu strákanna í tapleiknum á móti heimsmeisturum Frakka en þar fengu ungir framtíðarmenn liðsins alvöru mínútur í djúpu lauginni. 20. janúar 2019 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á mótu Þjóðverjum í kvöld: Ólafur Gústafs bestur í íslenska liðinu Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar á móti heimsmeistaraefnunum og heimamönnum í þýska landsliðinu. 19. janúar 2019 22:11
Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06
Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Elvar aftur bestur í íslenska liðinu Vísir metur frammistöðu strákanna okkar í þriggja marka tapi á móti Brasilíu sem var síðasti leikur Íslands á mótinu. 23. janúar 2019 17:12
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38
Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23
Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00
Einkunnir strákanna okkar á móti Frakklandi í kvöld: Elvar Örn bestur Vísir fer yfir frammistöðu strákanna í tapleiknum á móti heimsmeisturum Frakka en þar fengu ungir framtíðarmenn liðsins alvöru mínútur í djúpu lauginni. 20. janúar 2019 22:30