Hefur breytt landslaginu í deildinni Hjörvar Ólafsson skrifar 25. janúar 2019 17:15 Helena Sverrissdóttir í leiknum á móti Haukum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þegar Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, gekk í raðir Vals var liðið í 5. sæti Domino’s-deildar kvenna í körfubolta með sex stig eftir að hafa leikið átta leiki í deildinni. Liðið sem hafði farið í úrslitaeinvígið gegn liðsfélögum Helenu hjá Haukum síðasta vor var í ákveðnum vandræðum og útlit fyrir að baráttan um að komast í úrslitakeppni deildarinnnar gæti orðið strembin og tvísýn. Þá kom á Hlíðarenda himnasendingin Helena, sem var ekki sátt við stöðu mála hjá ungverska liðinu Ceglédi og hugurinn leitaði heim. Öll liðin í deildinni höfðu áhuga á kröftum Helenu, en Valur náði að landa samningi við hana og eftir það hefur staða liðsins gjörbreyst og er það ekki síst fyrir hennar tilstuðlan að bjartari tímar með blóm í haga eru fram undan hjá Hlíðarendaliðinu. Eftir að hún byrjaði að spila með Val hefur liðið leikið níu deildarleiki og einn leik í bikar. Níu af þessum tíu leikjum hafa endað með sigri Valsliðsins, en einungis KR hefur tekist að hafa betur gegn Val með Helenu innanborðs. Helena er orðin efst í Valsliðinu í þeim tölfræðiþáttum sem mestu máli þykja skipta í körfubolta, það er stigum skoruðum, fráköstum og stoðsendingum. Í níu deildarleikjum með Val hefur Helena skorað 20,7 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 6,1 stoðsendingu að meðaltali. Skotnýtingin er einnig frábær; 64% inni í teig, 47% fyrir utan þriggja stiga línuna og 83% á vítalínunni. Valsliðið skipti á svipuðum tímapunkti og Helena kom í herbúðir liðsins um bandarískan leikmann í sínum röðum. Brooke Johnson var látin víkja fyrir Heather Butler sem hefur staðið sig vel í Valsbúningnum. Töluverð breidd er í leikmannahópi Vals og gæti það skipt sköpum þegar stutt verður á milli leikja í úrslitakeppninni. Bekkurinn er dýpri en hjá keppinautunum sem gæti gert gæfumuninn. Fimm lið eru að berjast hatrammlega um sætin fjögur í úrslitakeppninni og ljóst að eitt lið sem lætur sig dreyma um Íslandsmeistaratitilinn mun ekki fá tækifæri til þess þegar á hólminn verður komið. Valur er núna í 3.-4. sæti deildarinnar með 22 stig, en efstu fjögur liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Keflavík er á toppnum með 26 stig. Enn eru ellefu umferðir eftir af deildakeppninni og í næstu fjórum leikjum Vals mætir liðið Breiðabliki, sem vermir botnsætið, og svo Keflavík, Stjörnunni og Snæfelli. Eftir það hefst síðasta umferð deildakeppninnar af fjórum. Þá er Valur kominn í undanúrslit Geysisbikarsins þar sem liðið mætir Snæfelli um miðjan febrúar. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Stjarnan og Breiðablik. Með Helenu er Valur ansi líklegur kandídat í að verða tvöfaldur meistari þegar upp verður staðið. Félagið hefur aldrei unnið stóran titil í kvennaflokki í körfubolta. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Þegar Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, gekk í raðir Vals var liðið í 5. sæti Domino’s-deildar kvenna í körfubolta með sex stig eftir að hafa leikið átta leiki í deildinni. Liðið sem hafði farið í úrslitaeinvígið gegn liðsfélögum Helenu hjá Haukum síðasta vor var í ákveðnum vandræðum og útlit fyrir að baráttan um að komast í úrslitakeppni deildarinnnar gæti orðið strembin og tvísýn. Þá kom á Hlíðarenda himnasendingin Helena, sem var ekki sátt við stöðu mála hjá ungverska liðinu Ceglédi og hugurinn leitaði heim. Öll liðin í deildinni höfðu áhuga á kröftum Helenu, en Valur náði að landa samningi við hana og eftir það hefur staða liðsins gjörbreyst og er það ekki síst fyrir hennar tilstuðlan að bjartari tímar með blóm í haga eru fram undan hjá Hlíðarendaliðinu. Eftir að hún byrjaði að spila með Val hefur liðið leikið níu deildarleiki og einn leik í bikar. Níu af þessum tíu leikjum hafa endað með sigri Valsliðsins, en einungis KR hefur tekist að hafa betur gegn Val með Helenu innanborðs. Helena er orðin efst í Valsliðinu í þeim tölfræðiþáttum sem mestu máli þykja skipta í körfubolta, það er stigum skoruðum, fráköstum og stoðsendingum. Í níu deildarleikjum með Val hefur Helena skorað 20,7 stig, tekið 8,8 fráköst og gefið 6,1 stoðsendingu að meðaltali. Skotnýtingin er einnig frábær; 64% inni í teig, 47% fyrir utan þriggja stiga línuna og 83% á vítalínunni. Valsliðið skipti á svipuðum tímapunkti og Helena kom í herbúðir liðsins um bandarískan leikmann í sínum röðum. Brooke Johnson var látin víkja fyrir Heather Butler sem hefur staðið sig vel í Valsbúningnum. Töluverð breidd er í leikmannahópi Vals og gæti það skipt sköpum þegar stutt verður á milli leikja í úrslitakeppninni. Bekkurinn er dýpri en hjá keppinautunum sem gæti gert gæfumuninn. Fimm lið eru að berjast hatrammlega um sætin fjögur í úrslitakeppninni og ljóst að eitt lið sem lætur sig dreyma um Íslandsmeistaratitilinn mun ekki fá tækifæri til þess þegar á hólminn verður komið. Valur er núna í 3.-4. sæti deildarinnar með 22 stig, en efstu fjögur liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Keflavík er á toppnum með 26 stig. Enn eru ellefu umferðir eftir af deildakeppninni og í næstu fjórum leikjum Vals mætir liðið Breiðabliki, sem vermir botnsætið, og svo Keflavík, Stjörnunni og Snæfelli. Eftir það hefst síðasta umferð deildakeppninnar af fjórum. Þá er Valur kominn í undanúrslit Geysisbikarsins þar sem liðið mætir Snæfelli um miðjan febrúar. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Stjarnan og Breiðablik. Með Helenu er Valur ansi líklegur kandídat í að verða tvöfaldur meistari þegar upp verður staðið. Félagið hefur aldrei unnið stóran titil í kvennaflokki í körfubolta.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira