Hundur slátraði hænum fjölskyldu í Vesturbænum Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2019 19:30 Drengurinn var nýkominn heim úr skóla þegar hann kom að hænsnahúsinu. Aðkoman var vægast sagt skelfileg. Svava Ástudóttir Hundur braust inn í hænsnahús í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og drap í það minnsta fjórar hænur. Einn eigenda hænsnanna, 11 ára drengur, kom að hænunum þegar hann kom heim úr skóla í dag en hænurnar hafa verið í eigu fjölskyldunnar í tvö ár. Svava Ástudóttir, móðir drengsins, birti færslu í íbúahópi Vesturbæjar þar sem hún segir son sinn hafa hringt í sig „sturlaður af hræðslu“ eftir að hafa komið að hænunum. Aðkoman hafi verið skelfileg þar sem hundurinn hafði slátrað nær öllum hænunum með tilheyrandi blóðslettum. „Hann hringdi í mig upp úr hálf þrjú þegar hann kom heim. Hann grét stjórnlaust í heilan klukkutíma og réð ekkert við sig. Hann hefur lagt mikla vinnu í þetta og þetta eru náttúrulega dýrin manns og manni þykir vænt um þau,“ segir Svava í samtali við Vísi. Ein hæna lifði af en önnur er enn ófundin og biðlar Svava til fólks sem gæti vitað um hænuna að hafa samband svo börnin geti syrgt hana, en hænan er alsvört.Ein hænan slapp út og var drepinn á lóð fjölskyldunnar.Svava ÁstudóttirAðkoman hræðileg Svava segir hænurnar hafa verið illa leiknar eftir hundinn. Ein hafi verið bitin í gegn, önnur fannst ofan á eggjum sínum og ein náð að sleppa út og verið slátrað á miðri lóðinni. Í snjónum nærri kofanum megi finna fótspor eftir stóran hund. Þá segir hún afsökunarbeiðni vera vel þegna þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan lendi í því að stærri hundar séu á ferli í garðinum. Það sé álitamál hvort sá hundur sem ber ábyrgð á innbrotinu eigi erindi í íbúðahverfi þar sem það hafi þurft mikið til að brjótast inn í hænsnahúsið. „Það þarf alveg að krafsa svolítið vel til að komast inn og þetta hefur verið dugmikill hundur, það er ekkert vafamál. Sporin eru það stór.“Hænurnar miklir gleðigjafar Í samtali við Vísi segir Svava mikla sorg ríkja á heimilinu eftir hörmungar dagsins. Börnin hafi sinnt hænunum af mikilli alúð, séð til þess að þær fái mat og vatn og selt nágrönnum egg. Þá hafi margir í hverfinu haft gaman að hænunum. „Þær hafa veitt okkur mikla gleði þessar hænur og þær hafa vakið mikla lukku. Á sumrin hafa þær sloppið og farið niður á götu og fólk er að hitta þær úti á götu og það er náttúrulega voða fyndið að sjá hænur úti á götu,“ segir Svava. Hænurnar voru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.Svava Ástudóttir„Fólk kemur í garðinn og fær að kíkja á hænurnar og fær egg með sér heim, það er margt skemmtilegt í kringum þetta og fólk var ánægt með þetta.“ Svava segist ekki vita hvort fjölskyldan sjái fram á að fá sér nýjar hænur. Börnin eigi eftir að syrgja þessar og það muni taka sinn tíma enda hafi þær verið kærkomin viðbót við fjölskylduna. „Maður þarf náttúrulega að fara í gegnum þetta sorgarferli með börnunum og leyfa þeim að syrgja. Við eigum eftir að jarða þær og þess vegna vil ég fá þessa til baka sem er töpuð, líka svo önnur börn séu ekki að labba fram á líkið.“ Að lokum biðlar Svava til fólks að setja sig í samband við hana hafi það séð til týndu hænunnar. Dýr Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hundur braust inn í hænsnahús í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og drap í það minnsta fjórar hænur. Einn eigenda hænsnanna, 11 ára drengur, kom að hænunum þegar hann kom heim úr skóla í dag en hænurnar hafa verið í eigu fjölskyldunnar í tvö ár. Svava Ástudóttir, móðir drengsins, birti færslu í íbúahópi Vesturbæjar þar sem hún segir son sinn hafa hringt í sig „sturlaður af hræðslu“ eftir að hafa komið að hænunum. Aðkoman hafi verið skelfileg þar sem hundurinn hafði slátrað nær öllum hænunum með tilheyrandi blóðslettum. „Hann hringdi í mig upp úr hálf þrjú þegar hann kom heim. Hann grét stjórnlaust í heilan klukkutíma og réð ekkert við sig. Hann hefur lagt mikla vinnu í þetta og þetta eru náttúrulega dýrin manns og manni þykir vænt um þau,“ segir Svava í samtali við Vísi. Ein hæna lifði af en önnur er enn ófundin og biðlar Svava til fólks sem gæti vitað um hænuna að hafa samband svo börnin geti syrgt hana, en hænan er alsvört.Ein hænan slapp út og var drepinn á lóð fjölskyldunnar.Svava ÁstudóttirAðkoman hræðileg Svava segir hænurnar hafa verið illa leiknar eftir hundinn. Ein hafi verið bitin í gegn, önnur fannst ofan á eggjum sínum og ein náð að sleppa út og verið slátrað á miðri lóðinni. Í snjónum nærri kofanum megi finna fótspor eftir stóran hund. Þá segir hún afsökunarbeiðni vera vel þegna þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan lendi í því að stærri hundar séu á ferli í garðinum. Það sé álitamál hvort sá hundur sem ber ábyrgð á innbrotinu eigi erindi í íbúðahverfi þar sem það hafi þurft mikið til að brjótast inn í hænsnahúsið. „Það þarf alveg að krafsa svolítið vel til að komast inn og þetta hefur verið dugmikill hundur, það er ekkert vafamál. Sporin eru það stór.“Hænurnar miklir gleðigjafar Í samtali við Vísi segir Svava mikla sorg ríkja á heimilinu eftir hörmungar dagsins. Börnin hafi sinnt hænunum af mikilli alúð, séð til þess að þær fái mat og vatn og selt nágrönnum egg. Þá hafi margir í hverfinu haft gaman að hænunum. „Þær hafa veitt okkur mikla gleði þessar hænur og þær hafa vakið mikla lukku. Á sumrin hafa þær sloppið og farið niður á götu og fólk er að hitta þær úti á götu og það er náttúrulega voða fyndið að sjá hænur úti á götu,“ segir Svava. Hænurnar voru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.Svava Ástudóttir„Fólk kemur í garðinn og fær að kíkja á hænurnar og fær egg með sér heim, það er margt skemmtilegt í kringum þetta og fólk var ánægt með þetta.“ Svava segist ekki vita hvort fjölskyldan sjái fram á að fá sér nýjar hænur. Börnin eigi eftir að syrgja þessar og það muni taka sinn tíma enda hafi þær verið kærkomin viðbót við fjölskylduna. „Maður þarf náttúrulega að fara í gegnum þetta sorgarferli með börnunum og leyfa þeim að syrgja. Við eigum eftir að jarða þær og þess vegna vil ég fá þessa til baka sem er töpuð, líka svo önnur börn séu ekki að labba fram á líkið.“ Að lokum biðlar Svava til fólks að setja sig í samband við hana hafi það séð til týndu hænunnar.
Dýr Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira