„Það er eins og þeir séu andsetnir,“ sagði Jón Halldór áður en Kristinn tók við keflinu.
„Mín reynsla af íþróttum og körfubolta í gegnum árin er sú að þegar það er svona andlaust innan liðs þá er bara einhver ein ástæða. Menn eru ekki tilbúnir að nefna hana á nafn og þess vegna grotnar undan öllu. Það vantar ekkert upp á mannskapinn þarna,“ segir Kristinn.
Jón Halldór líkti Grindavíkurliðinu við Manchester United.
„Þeir eru komnir með flott sex manna lið. Þetta er bara værukærð og það er allt í ruglinu. Þetta er bara eins og Manchester United þegar þeir voru með Mourinho,“ sagði Jón en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.