Domino's Körfuboltakvöld ræddi Þórsliðið vel í þætti sínum á föstudagskvöldið og þar var ekkert nema hrós í boði.
„Þetta er stutt lið. Þeir eru grunnir á bekknum en þeir hafa gaman að boltanum. Þeir elska að spila fyrir hvorn annan,“ sagði Kristinn Friðriksson og bætti við: „Þeir eru með þetta kemestrý.“
„Ef þið horfið á þjálfarann og hjartað sem sá maður hefur. Ég hugsa að hann sé ekkert síður sveittur en aðrir leikmenn,“ bæti Jón Halldór Eðvaldsson við.
„Hann labbar þarna fram og til baka allan leikinn og hann býr þetta til.“
Allt innslagið má sjá hér að neðan.