Kjartan Atli Kjartansson, Kristinn Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson ræddu KR í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið og þar á meðal breiddina sem er í KR-liðinu.
„Það er greinilegt að foreldrarnir eru að gera eitthvað rétt í uppeldinu,“ sagði Jón Halldór um Orra Hilmarsson og hélt svo áfram: „Þau sýndu það með bróður hans,“ en bróðir Orra er Darri Hilmarsson, margfaldur Íslandsmeistari.
„Það að þeir búi að þessum strák í níunda og tíunda gæja finnst mér ógnvekjandi. Ég er ósammála róteringunni hjá Inga. Ég myndi nota hann miklu meira heldur en þá sem hafa verið að koma inn,“ en innslagið má sjá í heild hér að neðan.