Lamdi mann með sleggju en reyndi að koma sökinni yfir á hann og aðra gesti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 19:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann með sleggju, valdið skemmdarverkum á bíl með téðri sleggju auk þess að haft í fórum sínum talsvert magn af sterum. Maðurinn sagði fyrir dómi að fórnarlambið hefði ásamt öðrum gestum á heimili árásarmannsins sviðsett árásina til þess að svíkja út tryggingabætur. Manninum var gefið að sök að hafa slegið fórnarlambið með sleggju fjögurra kílóa sleggju í brjóstkassann og með krepptum hnefa í andlitið. Svo virðist sem að fórnarlambið hafi ekki hlotið alvarleg meiðsl vegna árásarinnar en í framburði læknis fyrir dómi kom fram að sá sem varð fyrir árásinni mætti teljast heppinn að hafa ekki hlotið lífshættulega áverka. Árásin var fram á heimili árásarmannsins í Hafnarfirði en fyrir dómi neitaði hann sök auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið bílrúðu með sleggjunni. Kannaðist hann við að til slagsmála hafi komið en hann hafi ekki átt þátt í þeim. Grunaði hann að fólkið sem var saman komið heima hjá honum hafi sett árásina á svið til þess að svíkja út tryggingabætur, enda hafi hann heyrt það áður tala um að auðvelt væri að fá slíkar bætur á Íslandi. Vitnisburður vitna fyrir dómi studdi þó ekki þann framburð mannsins auk þess sem að í dóminum er tekið fram að maðurinn hafi fyrst komið með þá skýringu fyrir dómi að um samantekin ráð gesta hans hafi verið að ræða. Framburður hans hjá lögreglu hafi ekki verið á þann veg. Var maðurinn því sakfelldur fyrir líkamsárásina sem og skemmdarverkin á bílnum. Þá játaði hann að hafa haft í sinni vörslu 768 stykki af sterum, 100 stykki af lyfinu Oxymetholone og 1,0 millilítra af Testosterone stungulyfi. Voru lyfin gerð upptæk auk sleggjunnar. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn almennt skilorð. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 806.302 krónur í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann með sleggju, valdið skemmdarverkum á bíl með téðri sleggju auk þess að haft í fórum sínum talsvert magn af sterum. Maðurinn sagði fyrir dómi að fórnarlambið hefði ásamt öðrum gestum á heimili árásarmannsins sviðsett árásina til þess að svíkja út tryggingabætur. Manninum var gefið að sök að hafa slegið fórnarlambið með sleggju fjögurra kílóa sleggju í brjóstkassann og með krepptum hnefa í andlitið. Svo virðist sem að fórnarlambið hafi ekki hlotið alvarleg meiðsl vegna árásarinnar en í framburði læknis fyrir dómi kom fram að sá sem varð fyrir árásinni mætti teljast heppinn að hafa ekki hlotið lífshættulega áverka. Árásin var fram á heimili árásarmannsins í Hafnarfirði en fyrir dómi neitaði hann sök auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið bílrúðu með sleggjunni. Kannaðist hann við að til slagsmála hafi komið en hann hafi ekki átt þátt í þeim. Grunaði hann að fólkið sem var saman komið heima hjá honum hafi sett árásina á svið til þess að svíkja út tryggingabætur, enda hafi hann heyrt það áður tala um að auðvelt væri að fá slíkar bætur á Íslandi. Vitnisburður vitna fyrir dómi studdi þó ekki þann framburð mannsins auk þess sem að í dóminum er tekið fram að maðurinn hafi fyrst komið með þá skýringu fyrir dómi að um samantekin ráð gesta hans hafi verið að ræða. Framburður hans hjá lögreglu hafi ekki verið á þann veg. Var maðurinn því sakfelldur fyrir líkamsárásina sem og skemmdarverkin á bílnum. Þá játaði hann að hafa haft í sinni vörslu 768 stykki af sterum, 100 stykki af lyfinu Oxymetholone og 1,0 millilítra af Testosterone stungulyfi. Voru lyfin gerð upptæk auk sleggjunnar. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn almennt skilorð. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 806.302 krónur í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira