Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 14:00 Ólympíugarðurinn er magnaður. mynd/halle Strákarnir okkar æfa í fyrsta sinn í München í dag í Ólympíuhöllinni þar sem að riðill íslenska liðsins verður spilaður. Þeir mæta fyrst Króatíu á morgun klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Ólympíuhöllin er svo sannarlega sögulegt mannvirki og er á söguslóðum en hún var byggð fyrir Ólympíuleikana í München árið 1972 eins og allur Ólympíugarðurinn sem er röð magnaðra mannvirkja. Þar er einnig fótboltavöllurinn sem byggður var fyrir sömu leika en Vestur-Þýskaland fagnaði heimsmeistaratitlinum á þeim velli eftir sigur gegn Hollandi árið 1974. Í seinni tíð muna kannski flestir eftir honum sem heimavelli Bayern München áður en liðið flutti á Allianz Arena.Verið var að gera allt klárt þegar að Vísir leit við í höllinni í gær.vísir/tomEndurkoma handboltans Handbolti kom aftur inn á Ólympíuleikana í München árið 1972 en þar var íslenska liðið á meðal þátttökuþjóða. Okkar menn unnu Túnis og gerðu jafntefli við Tékkóslóvakíu en töpuðu fyrir Austur-Þýskalandi og sátu eftir í B-riðli. Frábært lið Júgóslavíu stóð uppi sem Ólympíumeistari. Á sömu Ólympíuleikum gerðist sá voðaverknaður að átta Palestínumenn réðust inn í Ólympíuþorpið, myrtu tvo Ísraelsmenn og héldu níu öðrum í gíslingu. Gíslarnir og hryðjuverkamennirnir létust svo allir eftir umsátrið en eftir 34 klukkustunda pásu á leikunum lét Alþjóðaólympíunefndin leikana halda áfram. Í sundhöllinni í Ólympíugarðinum árið 1972 fór Bandaríkjamaður að nafni Mark Spitz á kostum en hann vann til sjö gullverðlauna og setti sjö heimsmet. Það met stóð til ársins 2008 þegar Michael nokkur Phelps vann átta gull í Peking.Sú hefur verið pirruð.Vísir/GettyHáskólarokkið sigraði Fleiri íslenskir handboltamenn hafa svo spriklað á fjölum Ólympíuhallarinnar en Mulningsvél Vals tapaði úrslitaleiknum í Evrópukeppni Meistarahafa fyrir Grosswallstadt, 21-12, árið 1980. Þetta er enn í dag eitt merkasta handboltaafrek íslensks félagsliðs en Valsmenn komust í úrslitaleikinn með því að leggja stórlið Atlético Madrid á útivallamörkum í undanúrslitum. Þýska liðið reyndist aðeins of stór biti í úrslitaleiknum. Ólympíuhöllin í München hefur hýst marga stórviðburði eins og EM í körfubolta 1993, úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í körfubolta 1999 og ekki má gleyma að nefna MTV tónlistarverðlaununum árið 2007 þar sem voru heldur betur senur. Í baráttunni um besta lagið var búist við harði samkeppni þeirra Beyoncé og Shakiru með lagið Beautiful Liar gegn Rihönnu sem gaf út einn sinn frægasta smell um regnhlífarnar sama ár. Amy Winehouse heitin var einnig tilnefnd sem og Nelly Furtado en háskólarokkpían Avril Lavigne stóð uppi sem sigurvegari með lagið Girlfriend. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. 10. janúar 2019 12:30 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Strákarnir okkar æfa í fyrsta sinn í München í dag í Ólympíuhöllinni þar sem að riðill íslenska liðsins verður spilaður. Þeir mæta fyrst Króatíu á morgun klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Ólympíuhöllin er svo sannarlega sögulegt mannvirki og er á söguslóðum en hún var byggð fyrir Ólympíuleikana í München árið 1972 eins og allur Ólympíugarðurinn sem er röð magnaðra mannvirkja. Þar er einnig fótboltavöllurinn sem byggður var fyrir sömu leika en Vestur-Þýskaland fagnaði heimsmeistaratitlinum á þeim velli eftir sigur gegn Hollandi árið 1974. Í seinni tíð muna kannski flestir eftir honum sem heimavelli Bayern München áður en liðið flutti á Allianz Arena.Verið var að gera allt klárt þegar að Vísir leit við í höllinni í gær.vísir/tomEndurkoma handboltans Handbolti kom aftur inn á Ólympíuleikana í München árið 1972 en þar var íslenska liðið á meðal þátttökuþjóða. Okkar menn unnu Túnis og gerðu jafntefli við Tékkóslóvakíu en töpuðu fyrir Austur-Þýskalandi og sátu eftir í B-riðli. Frábært lið Júgóslavíu stóð uppi sem Ólympíumeistari. Á sömu Ólympíuleikum gerðist sá voðaverknaður að átta Palestínumenn réðust inn í Ólympíuþorpið, myrtu tvo Ísraelsmenn og héldu níu öðrum í gíslingu. Gíslarnir og hryðjuverkamennirnir létust svo allir eftir umsátrið en eftir 34 klukkustunda pásu á leikunum lét Alþjóðaólympíunefndin leikana halda áfram. Í sundhöllinni í Ólympíugarðinum árið 1972 fór Bandaríkjamaður að nafni Mark Spitz á kostum en hann vann til sjö gullverðlauna og setti sjö heimsmet. Það met stóð til ársins 2008 þegar Michael nokkur Phelps vann átta gull í Peking.Sú hefur verið pirruð.Vísir/GettyHáskólarokkið sigraði Fleiri íslenskir handboltamenn hafa svo spriklað á fjölum Ólympíuhallarinnar en Mulningsvél Vals tapaði úrslitaleiknum í Evrópukeppni Meistarahafa fyrir Grosswallstadt, 21-12, árið 1980. Þetta er enn í dag eitt merkasta handboltaafrek íslensks félagsliðs en Valsmenn komust í úrslitaleikinn með því að leggja stórlið Atlético Madrid á útivallamörkum í undanúrslitum. Þýska liðið reyndist aðeins of stór biti í úrslitaleiknum. Ólympíuhöllin í München hefur hýst marga stórviðburði eins og EM í körfubolta 1993, úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í körfubolta 1999 og ekki má gleyma að nefna MTV tónlistarverðlaununum árið 2007 þar sem voru heldur betur senur. Í baráttunni um besta lagið var búist við harði samkeppni þeirra Beyoncé og Shakiru með lagið Beautiful Liar gegn Rihönnu sem gaf út einn sinn frægasta smell um regnhlífarnar sama ár. Amy Winehouse heitin var einnig tilnefnd sem og Nelly Furtado en háskólarokkpían Avril Lavigne stóð uppi sem sigurvegari með lagið Girlfriend.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. 10. janúar 2019 12:30 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30
Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30
Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00
Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. 10. janúar 2019 12:30