Franskur þýðandi Hugleiks virðist telja hann of grófan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2019 16:00 Hugleikur er nokkuð hissa vegna málsins. Fréttablaðið/Ernir - Hugleikur Háðfuglinn Hugleikur Dagsson er nokkuð hissa á þýðandanum sem þýddi frönsku útgáfuna af skopmyndabók hans Elskið okkur. Í einni myndasögunni í frönsku útgáfunni má sjá að texta hennar hefur verið breitt á ansi þýðingarmikinn hátt. Hugleikur veltir því fyrir sér hvort að breytingar hafi verið gerðar á fleiri myndasögum hans í frönsku útgáfunni.Hugleikur vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag en í samtali við Vísi segist hann hafa uppgötvað breytinguna eftir að hafa beðið frönskumælandi fylgjendur hans á Instagram. að þýða frönsku útgáfuna yfir á ensku.„Ég var að komast að því að þessum brandara var gjörbreytt í frönsku þýðingunni. „Eigum við að ríða honum?“ var breytt í „Ég held að hann þurfi að faðmlagi að halda“. Nú er ég forvitinn að læra hvað annað breyttist í þessari þýðingu,“ skrifar Hugleikur á Facebook. „Ég held að ég hafi verið þýddur þrisvar yfir á frönsku og ég bara spyr mig hvort það sé eitthvað fleira sem breyttist í þessari bók. Mér finnst þetta voða skrýtið vegna þess að ég vil ekkert að fólk sé að lesa eitthvað sem ég samdi ekki í talblöðru sem ég teiknaði,“ segir Hugleikur.Efnið líklega of gróft fyrir þýðandann eða útgefandann Þýðendur standa gjarnan frammi fyrir erfiðri stöðu að þurfa að túlka brandara og annað efni sem svínvirkar á einu tungumáli yfir á annað tungumál. Miðað við þá töluverðu breytingu sem varð á myndasögunni við þýðinguna má segja að þýðandinn hafi líklega gengið of langt í þetta skiptið.Hugleikur Dagsson.Fréttablaðið/Stefán„Þegar að kemur að svona lítilli sögu eins og þessari er þessi eina setning öll sagan. Ef að þú breytir setningunni þá breytirðu sögunni,“ segir Hugleikur sem þýðir sjálfur efnið sitt yfir á ensku. Á öðrum tungumálum taka þýðendur við. Aðspurður um hvað hann telji að hafi valdið þessari breytingu á textanum er Hugleikur ekki í miklum vafa. „Ég held að hann hafi augljóslega breytt þessu vegna þess að honum þótti þetta of gróft en þá ætti hann ekki að gefa mig út,“ segir Hugleikur. Þá segist hann til að mynda eiga í góðu samstarfi við aðra þýðendur og útgendur sem gefið hafi út bækur hans. Í Finnlandi gæti útgefandinn þess að gera allar breytingar í samvinnu við Hugleik. Það sé samstarf sem hann kunni vel að meta. Hugleikur segir þó að eins og staðan sé núna ætli hann ekki að gera mikið veður út af þessu. „Ég bara má ekki vera að því. Þannig að ég ákvað bara að klaga í internetið eins og mér einum er lagið og láta fylgjendur sjá um réttlátu reiðina. Þetta ratar örugglega á sinn stað.“ Frakkland Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Háðfuglinn Hugleikur Dagsson er nokkuð hissa á þýðandanum sem þýddi frönsku útgáfuna af skopmyndabók hans Elskið okkur. Í einni myndasögunni í frönsku útgáfunni má sjá að texta hennar hefur verið breitt á ansi þýðingarmikinn hátt. Hugleikur veltir því fyrir sér hvort að breytingar hafi verið gerðar á fleiri myndasögum hans í frönsku útgáfunni.Hugleikur vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag en í samtali við Vísi segist hann hafa uppgötvað breytinguna eftir að hafa beðið frönskumælandi fylgjendur hans á Instagram. að þýða frönsku útgáfuna yfir á ensku.„Ég var að komast að því að þessum brandara var gjörbreytt í frönsku þýðingunni. „Eigum við að ríða honum?“ var breytt í „Ég held að hann þurfi að faðmlagi að halda“. Nú er ég forvitinn að læra hvað annað breyttist í þessari þýðingu,“ skrifar Hugleikur á Facebook. „Ég held að ég hafi verið þýddur þrisvar yfir á frönsku og ég bara spyr mig hvort það sé eitthvað fleira sem breyttist í þessari bók. Mér finnst þetta voða skrýtið vegna þess að ég vil ekkert að fólk sé að lesa eitthvað sem ég samdi ekki í talblöðru sem ég teiknaði,“ segir Hugleikur.Efnið líklega of gróft fyrir þýðandann eða útgefandann Þýðendur standa gjarnan frammi fyrir erfiðri stöðu að þurfa að túlka brandara og annað efni sem svínvirkar á einu tungumáli yfir á annað tungumál. Miðað við þá töluverðu breytingu sem varð á myndasögunni við þýðinguna má segja að þýðandinn hafi líklega gengið of langt í þetta skiptið.Hugleikur Dagsson.Fréttablaðið/Stefán„Þegar að kemur að svona lítilli sögu eins og þessari er þessi eina setning öll sagan. Ef að þú breytir setningunni þá breytirðu sögunni,“ segir Hugleikur sem þýðir sjálfur efnið sitt yfir á ensku. Á öðrum tungumálum taka þýðendur við. Aðspurður um hvað hann telji að hafi valdið þessari breytingu á textanum er Hugleikur ekki í miklum vafa. „Ég held að hann hafi augljóslega breytt þessu vegna þess að honum þótti þetta of gróft en þá ætti hann ekki að gefa mig út,“ segir Hugleikur. Þá segist hann til að mynda eiga í góðu samstarfi við aðra þýðendur og útgendur sem gefið hafi út bækur hans. Í Finnlandi gæti útgefandinn þess að gera allar breytingar í samvinnu við Hugleik. Það sé samstarf sem hann kunni vel að meta. Hugleikur segir þó að eins og staðan sé núna ætli hann ekki að gera mikið veður út af þessu. „Ég bara má ekki vera að því. Þannig að ég ákvað bara að klaga í internetið eins og mér einum er lagið og láta fylgjendur sjá um réttlátu reiðina. Þetta ratar örugglega á sinn stað.“
Frakkland Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira