Þetta vitum við um króatíska liðið sem mætir Íslandi á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2019 10:00 Domagoj Duvnjak spilar fyrir Alfreð Gíslason hjá Kiel. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið hefur leik á HM 2019 í München í dag og mótherjinn er sterkt lið Króata sem komst í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu fyrir tveimur árum. Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Króatía á HM 2019 - Króatíska landsliðið tryggði sér sæti á HM 2019 með að vinna Svartfjallalandi í umspili um laust sæti á mótinu. Króatía gerði út um þetta í fyrri leiknum sem liðið vann 32-19 á heimavelli. Svartfjallaland vann heimaleikinn fimm dögum síðar með einu marki, 32-31, en var aldrei nálægt því að vinna upp muninn.Landsliðsmenn Króata sjást hér nýkomnir heim með HM-bikarinn eftir að hafa orðið heimsmistarar á HM í Portúgal 2003.Vísir/EPA- Gengi Króata á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er þrettánda heimsmeistaramótið í sögu króatíska landsliðsins eða síðan að landið fékk sjálfsstæði frá Júgóslavíu. Nokkrir Króatar voru í gullaldarliði Júgóslavíu á níunda áratugnum þar á meðal markvörðurinn Mirko Basic. Fyrsta heimsmeistaramót Króatíu var einmitt HM á Íslandi 1995 þar sem liðið komst alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Frökkum. Besti árangur Króata á HM er þegar þeir urðu heimsmeistarar á HM í Portúgal 2013 en liðið vann þá 8 af 9 leikjum sínum og 34-31 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Króatía hefur alls unnið fimm verðlaun á HM, eitt gull (2003), þrjú silfur (1995, 2005, 2009) og eitt brons (2013).- Síðasta stórmót Króata - Króatar héldu Evrópumeistaramótið fyrir ári síðan en urðu að sætta sig við að missa af undanúrslitunum og enda í 5. sætið. Króatar töpuðu aðeins tveimur leikjum á mótinu, 31-35 á móti Svíum í riðlakeppninni og 27-30 á móti Frökkum í milliriðlinum. Þeir unnu síðan Tékklandi 28-27 í leiknum um fimmta sætið. Króatar urðu í fjórða sæti á síðasta HM eftir 28-25 tap í framlengdum leik á móti Noregi í undanúrslitum og 31-30 tap á móti Slóveníu í leiknum um bronsið.Luka Cindric skorar á móti Íslandi á EM í fyrra.Vísir/EPA- Gengið á móti Íslandi á stórmótum -Ísland hefur enn ekki tekist að vinna Króatíu á stórmóti. Þjóðirnar mættust í sjöunda sinn á EM í Króatíu fyrir ári síðan og Króatar unnu þann leik 29-22. Tvö stærstu töp Íslands á móti Króatíu á stórmótum hafa einmitt komið í síðustu tveimur leikjum því Króatar unnu Ísland með 9 marka mun, 37-28, á EM 2016. Króatar hafa unnið fjórar síðustu viðureignir þjóðanna og alls sex af sjö leikjum þeirra á stórmótum. Besti árangur íslenska liðsins er 26-26 jafntefli á EM í Austurríki 2010 en þá var Guðmundur Guðmundsson einmitt þjálfari íslenska landsliðsins.Domagoj Duvnjak tók við af Ivano Balic sem aðalstjarna Króata og hér fagnar þeir í leik á móti Íslandi á EM 2010.Vísir/EPA- Stærstu stjörnurnar í liði Króatíu - Leikstjórnandinn Domagoj Duvnjak hjá Kiel er þekktasti leikmaður liðsins en hann er fyrrum besti handboltamaður heims og var valinn í úrvalslið síðasta heimsmeistaramóts. Duvnjak er orðinn þrítugur og er bæði leikjahæstur og markahæstur í króatíska hópnum. Aðrir öflugir leikmenn eru sem dæmi Luka Cindric, leikstórnandi pólska liðsins Vive Kielce og vinstri hornamaðurinn Manuel Strlek sem með Telekom Veszprém í Ungverjalandi. Það má heldur ekki gleyma Luka Stepancic, örvhentri skyttu frá Paris Saint Germain eða reynsluboltanum Zlatko Horvat sem spilar í hægra horninu hjá RK Zagreb. Í leiknum á móti Íslandi á EM í fyrr þá var Luka Cindric markahæstur með sjö mörk og 4 stoðsendingar en hann var þá valin maður leiksins.Lino Cervar er þjálfari Króatíu.Vísir/EPA- Þjálfari Króatíu á HM 2019 - Þjálfari Króatíu er hinn gamalreyndi Lino Cervar. Cervar er orðinn 68 ára gamall og hefur tvisvar tekið að sér þjálfun króatíska landsliðsins. Hann þjálfaði landsliðið fyrst á árunum 2002 til 2010 og gerði Króatíu meðal annars að heimsmeisturum árið 2003 og Ólympíumeisturum 2004. Cervar tók síðan aftur við landsliðinu í mars árið 2017 og Evrópumótið í fyrra var hans fyrsta mót eftir það. Undir stjórn Lino Cervar þá komust Króatar þrisvar sinnum í úrslitaleik HM og tvisvar sinnum í úrslitaleik EM auk þess að spila til úrslita á ÓL í Aþenu 2004. Króatía hefur unnið sex verðlaun á stórmótum undir stjórn Lino Cervar, tvenn gullverðlaun og sex silfurverðlaun. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur leik á HM 2019 í München í dag og mótherjinn er sterkt lið Króata sem komst í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu fyrir tveimur árum. Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Króatía á HM 2019 - Króatíska landsliðið tryggði sér sæti á HM 2019 með að vinna Svartfjallalandi í umspili um laust sæti á mótinu. Króatía gerði út um þetta í fyrri leiknum sem liðið vann 32-19 á heimavelli. Svartfjallaland vann heimaleikinn fimm dögum síðar með einu marki, 32-31, en var aldrei nálægt því að vinna upp muninn.Landsliðsmenn Króata sjást hér nýkomnir heim með HM-bikarinn eftir að hafa orðið heimsmistarar á HM í Portúgal 2003.Vísir/EPA- Gengi Króata á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er þrettánda heimsmeistaramótið í sögu króatíska landsliðsins eða síðan að landið fékk sjálfsstæði frá Júgóslavíu. Nokkrir Króatar voru í gullaldarliði Júgóslavíu á níunda áratugnum þar á meðal markvörðurinn Mirko Basic. Fyrsta heimsmeistaramót Króatíu var einmitt HM á Íslandi 1995 þar sem liðið komst alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Frökkum. Besti árangur Króata á HM er þegar þeir urðu heimsmeistarar á HM í Portúgal 2013 en liðið vann þá 8 af 9 leikjum sínum og 34-31 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Króatía hefur alls unnið fimm verðlaun á HM, eitt gull (2003), þrjú silfur (1995, 2005, 2009) og eitt brons (2013).- Síðasta stórmót Króata - Króatar héldu Evrópumeistaramótið fyrir ári síðan en urðu að sætta sig við að missa af undanúrslitunum og enda í 5. sætið. Króatar töpuðu aðeins tveimur leikjum á mótinu, 31-35 á móti Svíum í riðlakeppninni og 27-30 á móti Frökkum í milliriðlinum. Þeir unnu síðan Tékklandi 28-27 í leiknum um fimmta sætið. Króatar urðu í fjórða sæti á síðasta HM eftir 28-25 tap í framlengdum leik á móti Noregi í undanúrslitum og 31-30 tap á móti Slóveníu í leiknum um bronsið.Luka Cindric skorar á móti Íslandi á EM í fyrra.Vísir/EPA- Gengið á móti Íslandi á stórmótum -Ísland hefur enn ekki tekist að vinna Króatíu á stórmóti. Þjóðirnar mættust í sjöunda sinn á EM í Króatíu fyrir ári síðan og Króatar unnu þann leik 29-22. Tvö stærstu töp Íslands á móti Króatíu á stórmótum hafa einmitt komið í síðustu tveimur leikjum því Króatar unnu Ísland með 9 marka mun, 37-28, á EM 2016. Króatar hafa unnið fjórar síðustu viðureignir þjóðanna og alls sex af sjö leikjum þeirra á stórmótum. Besti árangur íslenska liðsins er 26-26 jafntefli á EM í Austurríki 2010 en þá var Guðmundur Guðmundsson einmitt þjálfari íslenska landsliðsins.Domagoj Duvnjak tók við af Ivano Balic sem aðalstjarna Króata og hér fagnar þeir í leik á móti Íslandi á EM 2010.Vísir/EPA- Stærstu stjörnurnar í liði Króatíu - Leikstjórnandinn Domagoj Duvnjak hjá Kiel er þekktasti leikmaður liðsins en hann er fyrrum besti handboltamaður heims og var valinn í úrvalslið síðasta heimsmeistaramóts. Duvnjak er orðinn þrítugur og er bæði leikjahæstur og markahæstur í króatíska hópnum. Aðrir öflugir leikmenn eru sem dæmi Luka Cindric, leikstórnandi pólska liðsins Vive Kielce og vinstri hornamaðurinn Manuel Strlek sem með Telekom Veszprém í Ungverjalandi. Það má heldur ekki gleyma Luka Stepancic, örvhentri skyttu frá Paris Saint Germain eða reynsluboltanum Zlatko Horvat sem spilar í hægra horninu hjá RK Zagreb. Í leiknum á móti Íslandi á EM í fyrr þá var Luka Cindric markahæstur með sjö mörk og 4 stoðsendingar en hann var þá valin maður leiksins.Lino Cervar er þjálfari Króatíu.Vísir/EPA- Þjálfari Króatíu á HM 2019 - Þjálfari Króatíu er hinn gamalreyndi Lino Cervar. Cervar er orðinn 68 ára gamall og hefur tvisvar tekið að sér þjálfun króatíska landsliðsins. Hann þjálfaði landsliðið fyrst á árunum 2002 til 2010 og gerði Króatíu meðal annars að heimsmeisturum árið 2003 og Ólympíumeisturum 2004. Cervar tók síðan aftur við landsliðinu í mars árið 2017 og Evrópumótið í fyrra var hans fyrsta mót eftir það. Undir stjórn Lino Cervar þá komust Króatar þrisvar sinnum í úrslitaleik HM og tvisvar sinnum í úrslitaleik EM auk þess að spila til úrslita á ÓL í Aþenu 2004. Króatía hefur unnið sex verðlaun á stórmótum undir stjórn Lino Cervar, tvenn gullverðlaun og sex silfurverðlaun.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira