Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2019 22:00 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar frá troðfullum sal á Reykhólum í gærkvöldi lýsa vel hversu heitt þetta mál brennur á Vestfirðingum en meðal annars var selt í rútuferð frá Tálknafirði. Fólkið þar ók 180 kílómetra, hvora leið, yfir fimm fjallvegi og það í hvassviðri til að komast á kynningarfund Vegagerðarinnar. Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Vegagerðarinnar fóru yfir stöðu málsins með fréttamönnum í dag og það er auðheyrt að þeir óttast verulegar tafir kjósi sveitarstjórn Reykhólahrepps að hafna Teigsskógarleið og velja Reykhólaleið í staðinn. „Við höfum lagt mat á það að það gætu verið tvö til þrjú ár. En það verður bara að hafa í huga að þessi leið er ófjármögnuð. Þannig að það er algerlega óljóst hvernig það yrði. Eins og staðan er í dag þá höfum við hjá Vegagerðinni ekki fjármuni til að hefja þetta verk ef það yrði niðurstaðan þannig að þetta er bara óljóst,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Frá fundinum í Reykhólaskóla í gærkvöldi.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson.Teigsskógarleiðin er fullfjármögnuð en Bergþóra segir að Vegagerðin hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir fjármunir yrðu nýttir annarsstaðar, verði þeirri leið hafnað. „Við myndum þá reyna að flýta verkum og þá væntanlega á Vestfjörðum,“ segir vegamálastjóri. Brýn nauðsyn sé á vegabótum um allt Ísland og engin vandræði að nota peningana. -Mynduð þið vilja flýta Dynjandisheiðinni? „Það kemur vel til álita og við höfum áhuga á að flýta henni eins og kostur er. En eins og ég segi: Við erum bara að vinna þetta verk miðað við að það komist í framkvæmd þannig að við erum ekki að velta því fyrir okkur hvað við ætlum að gera við þessa peninga.“ Samkvæmt lögum hefur Vegagerðin heimild til að krefja Reykhólahrepp um að greiða kostnaðarmuninn, kjósi hreppurinn dýrari leið. Bergþóra segir að sú spurning sé þó bara fræðileg, enda ljóst að engin greiðslugeta sé í svo litlu sveitarfélagi að takast á við svona framkvæmdir. Fjórir milljarðar séu veruleg fjárhæð. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar frá troðfullum sal á Reykhólum í gærkvöldi lýsa vel hversu heitt þetta mál brennur á Vestfirðingum en meðal annars var selt í rútuferð frá Tálknafirði. Fólkið þar ók 180 kílómetra, hvora leið, yfir fimm fjallvegi og það í hvassviðri til að komast á kynningarfund Vegagerðarinnar. Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Vegagerðarinnar fóru yfir stöðu málsins með fréttamönnum í dag og það er auðheyrt að þeir óttast verulegar tafir kjósi sveitarstjórn Reykhólahrepps að hafna Teigsskógarleið og velja Reykhólaleið í staðinn. „Við höfum lagt mat á það að það gætu verið tvö til þrjú ár. En það verður bara að hafa í huga að þessi leið er ófjármögnuð. Þannig að það er algerlega óljóst hvernig það yrði. Eins og staðan er í dag þá höfum við hjá Vegagerðinni ekki fjármuni til að hefja þetta verk ef það yrði niðurstaðan þannig að þetta er bara óljóst,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Frá fundinum í Reykhólaskóla í gærkvöldi.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson.Teigsskógarleiðin er fullfjármögnuð en Bergþóra segir að Vegagerðin hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir fjármunir yrðu nýttir annarsstaðar, verði þeirri leið hafnað. „Við myndum þá reyna að flýta verkum og þá væntanlega á Vestfjörðum,“ segir vegamálastjóri. Brýn nauðsyn sé á vegabótum um allt Ísland og engin vandræði að nota peningana. -Mynduð þið vilja flýta Dynjandisheiðinni? „Það kemur vel til álita og við höfum áhuga á að flýta henni eins og kostur er. En eins og ég segi: Við erum bara að vinna þetta verk miðað við að það komist í framkvæmd þannig að við erum ekki að velta því fyrir okkur hvað við ætlum að gera við þessa peninga.“ Samkvæmt lögum hefur Vegagerðin heimild til að krefja Reykhólahrepp um að greiða kostnaðarmuninn, kjósi hreppurinn dýrari leið. Bergþóra segir að sú spurning sé þó bara fræðileg, enda ljóst að engin greiðslugeta sé í svo litlu sveitarfélagi að takast á við svona framkvæmdir. Fjórir milljarðar séu veruleg fjárhæð.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31