Einar Árni: Ákveðin fegurð í að vinna leiki þegar hlutirnir detta ekki með manni Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 10. janúar 2019 21:45 Einar Árni gat leyft sér að brosa eftir leik vísir/anton Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn Þórsurum í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn í kvöld var langt frá því að vera sá besti hjá þeim grænu í vetur, en sigur er alltaf sigur. „Mér fannst hann fallegur. Það er ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir eru ekki að detta með manni. Ég er virkilega ánægður með að hafa klárað þennan sigur á móti virkilega góðu Þórsliði,“ sagði Einar Árni. Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð yfir Njarðvík í kvöld, og var ekkert brjáluð stemmning í leikmönnum inn á vellinum. Einar Árni var sammála því að einhverju leyti. „Já ég ætla bara að segja það. Deyfð, veit það ekki en það fór mikil orka og mikil vinna í leikinn á mánudag gegn Keflavík og við erum að koma aftur í allt öðruvísi undirbúning þegar það er vika á milli leikja. Það er ekki það að menn hafi ekki verið ferskir í fæturnar. Heldur vorum við andlega kannski ekki eins gíraðir og við hefðum viljað vera og það tók langan tíma. En þegar við vorum kannski komnir pínulítið upp við vegg, þá fannst mér ég sjá þá drengi sem ég veit að eiga sín gæði til, og þeir stigu virkilega upp í varnarleiknum í fjórða leikhlutanum.“ Það sýnir styrkleikamerki hjá liðum sem vinna leiki, þrátt fyrir að eiga ekki frábæran leik. Njarðvíkingar leggjast sáttir á koddann í kvöld með stigin sín tvö. „Algjörlega. Horfandi inn í þennan vetur, þá sá maður að þetta yrði miklu jafnara mót en oft áður. Það er miklu meiri þéttleiki í öllum liðum. Við gerðum aldrei ráð fyrir því að það væru einhverjir leikir þar sem við myndum labba yfir liðin. Fyrir þennan leik vissum við alveg að við værum að fara inn í hörkuleik á móti liði sem er með mikið sjálfstraust, búið að vinna fjóra af síðustu fimm í deild, og unnu Stólana í síðasta leik. Við vorum fullmeðvitaðir að þeir kæmu hingað með kassann úti og við vorum ekki að bregðast við því. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en það vantaði einhvern kraft í okkur fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik.“ Logi Gunnarsson var ekki með í kvöld, líkt og í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Einar Árni vonast eftir því að Logi verði klár í næsta leik liðsins. „Staðan er þokkaleg, hann er búinn að vera að æfa síðan jólin, en ekki í ,,contact“. Við erum að gæla við það að hann fari að stíga upp í því ferli núna um helgina og vonandi nær hann góðri æfingaviku. Ef allt gengur eftir þá verður hann klár í næsta leik gegn Val.“ Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn Þórsurum í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn í kvöld var langt frá því að vera sá besti hjá þeim grænu í vetur, en sigur er alltaf sigur. „Mér fannst hann fallegur. Það er ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir eru ekki að detta með manni. Ég er virkilega ánægður með að hafa klárað þennan sigur á móti virkilega góðu Þórsliði,“ sagði Einar Árni. Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð yfir Njarðvík í kvöld, og var ekkert brjáluð stemmning í leikmönnum inn á vellinum. Einar Árni var sammála því að einhverju leyti. „Já ég ætla bara að segja það. Deyfð, veit það ekki en það fór mikil orka og mikil vinna í leikinn á mánudag gegn Keflavík og við erum að koma aftur í allt öðruvísi undirbúning þegar það er vika á milli leikja. Það er ekki það að menn hafi ekki verið ferskir í fæturnar. Heldur vorum við andlega kannski ekki eins gíraðir og við hefðum viljað vera og það tók langan tíma. En þegar við vorum kannski komnir pínulítið upp við vegg, þá fannst mér ég sjá þá drengi sem ég veit að eiga sín gæði til, og þeir stigu virkilega upp í varnarleiknum í fjórða leikhlutanum.“ Það sýnir styrkleikamerki hjá liðum sem vinna leiki, þrátt fyrir að eiga ekki frábæran leik. Njarðvíkingar leggjast sáttir á koddann í kvöld með stigin sín tvö. „Algjörlega. Horfandi inn í þennan vetur, þá sá maður að þetta yrði miklu jafnara mót en oft áður. Það er miklu meiri þéttleiki í öllum liðum. Við gerðum aldrei ráð fyrir því að það væru einhverjir leikir þar sem við myndum labba yfir liðin. Fyrir þennan leik vissum við alveg að við værum að fara inn í hörkuleik á móti liði sem er með mikið sjálfstraust, búið að vinna fjóra af síðustu fimm í deild, og unnu Stólana í síðasta leik. Við vorum fullmeðvitaðir að þeir kæmu hingað með kassann úti og við vorum ekki að bregðast við því. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en það vantaði einhvern kraft í okkur fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik.“ Logi Gunnarsson var ekki með í kvöld, líkt og í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Einar Árni vonast eftir því að Logi verði klár í næsta leik liðsins. „Staðan er þokkaleg, hann er búinn að vera að æfa síðan jólin, en ekki í ,,contact“. Við erum að gæla við það að hann fari að stíga upp í því ferli núna um helgina og vonandi nær hann góðri æfingaviku. Ef allt gengur eftir þá verður hann klár í næsta leik gegn Val.“
Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum