Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 10:47 Dawid Kornacki, ásamt verjanda sínum Bjarna Haukssyni, í dómsal í morgun. Vísir/Vilhelm Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. Hann játar árásina að stærstum hluta en neitar að hafa veitt hnefahögg í andlit. Um er að ræða seinni árásina af tveimur sem ákært er fyrir í slagsmálum sem urðu milli Pólverja og dyravarða á staðnum umrædda nótt.Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður, er ákærður fyrir fyrri árásina sem leiddi til lömunar dyravarðar. Helsta ágreiningsmálið snýr að því hvort Artur hafi hrint dyraverðinum eftir að hafa reitt honum hnefahögg og elt hann inn á staðinn. Sækjandi telur ljóst að Artur hafi hrint dyraverðinum harkalega en Artur neitar því. Á meðan þessu stóð var Dawid í slagsmálum við annan dyravörð. Artur kom svo aftur og veitti sama dyraverði högg. Þeir viðurkenna báðir að hafa veitt þeim dyraverði hnefahögg og spörk. Dawid neitaði þó að hafa veitt dyraverðinum högg í höfuð. Hann viðurkennir þó að hafa haldið dyraverðinum svo hann kæmist ekki undan, togað hann út á gangstétt svo hann kæmist ekki inn á barinn.Dyraverðirnir hafi sýnt þeim óvirðingu Dawid segir það ekki hafa verið planið að fara frá Hressó á Shooters til þess að ráðast á dyraverðina. Þeir hafi einfaldlega ætlað að athuga hvort þeir kæmust aftur inn á staðinn. Kjaftur hafi verið á einum dyraverðinum og slagsmálin hafist í framhaldinu. Hann tók undir með Arturi að dyraverðirnir hefðu sýnt þeim óvirðingu. Sjálfur hefði hann ekki verið jafnölvaður og aðrir þetta kvöld þar sem til hefði staðið að hann keyrði síðar um kvöldið. Bjarni Hauksson, verjandi Dawids, spurði skjólstæðing sinn út í aðstæður hans. Dawid sagðist hafa unnið á Íslandi hjá sama vinnuveitanda í eitt og hálft ár. Hann ætti konu og fimm börn. „Ég sé mjög mikið eftir þessu og langar að biðjast afsökunar.“ Dyravörðurinn fer fram á 2,5 milljónir í miskabætur vegna árásarinnar. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist Sjá meira
Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. Hann játar árásina að stærstum hluta en neitar að hafa veitt hnefahögg í andlit. Um er að ræða seinni árásina af tveimur sem ákært er fyrir í slagsmálum sem urðu milli Pólverja og dyravarða á staðnum umrædda nótt.Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður, er ákærður fyrir fyrri árásina sem leiddi til lömunar dyravarðar. Helsta ágreiningsmálið snýr að því hvort Artur hafi hrint dyraverðinum eftir að hafa reitt honum hnefahögg og elt hann inn á staðinn. Sækjandi telur ljóst að Artur hafi hrint dyraverðinum harkalega en Artur neitar því. Á meðan þessu stóð var Dawid í slagsmálum við annan dyravörð. Artur kom svo aftur og veitti sama dyraverði högg. Þeir viðurkenna báðir að hafa veitt þeim dyraverði hnefahögg og spörk. Dawid neitaði þó að hafa veitt dyraverðinum högg í höfuð. Hann viðurkennir þó að hafa haldið dyraverðinum svo hann kæmist ekki undan, togað hann út á gangstétt svo hann kæmist ekki inn á barinn.Dyraverðirnir hafi sýnt þeim óvirðingu Dawid segir það ekki hafa verið planið að fara frá Hressó á Shooters til þess að ráðast á dyraverðina. Þeir hafi einfaldlega ætlað að athuga hvort þeir kæmust aftur inn á staðinn. Kjaftur hafi verið á einum dyraverðinum og slagsmálin hafist í framhaldinu. Hann tók undir með Arturi að dyraverðirnir hefðu sýnt þeim óvirðingu. Sjálfur hefði hann ekki verið jafnölvaður og aðrir þetta kvöld þar sem til hefði staðið að hann keyrði síðar um kvöldið. Bjarni Hauksson, verjandi Dawids, spurði skjólstæðing sinn út í aðstæður hans. Dawid sagðist hafa unnið á Íslandi hjá sama vinnuveitanda í eitt og hálft ár. Hann ætti konu og fimm börn. „Ég sé mjög mikið eftir þessu og langar að biðjast afsökunar.“ Dyravörðurinn fer fram á 2,5 milljónir í miskabætur vegna árásarinnar.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist Sjá meira
„Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00