Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 14:21 Atburðirnir gerðust á Shooters aðfaranótt 26. ágúst. Fréttablaðið/Anton Brink Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. Sjálfur hafði hann aðstoðað við að henda út fjórum pólskum vinum hálftíma fyrr sem yfirgáfu staðinn að endingu. Yfirdyravörðurinn sagðist hafa farið á Shooters ásamt þremur kollegum til að aðstoða dyraverðina á Shooters vegna fyrrnefndra fjögurra. „Þeir eru beðnir um að fara, voru víst með dónaskap og læti. Síðan eru einhver orðaskipti. Þeir fara út. Það eru orðaskipti og æsingur en gerist samt ekki neitt.“ Þannig hafi þetta gengið í nokkrar mínútur en þeir svo yfirgefið svæðið og gengið upp Austurstræti. Hann hafi hinkrað í nokkrar mínútur en í framhaldinu lagt leið sína í 10/11 í Austurstræti. Á leiðinni til baka sér hann hreyfingu við Café París á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis, við hlið Shooters. „Ég sé að þeir eru frekar margir, líklega fjórir með hettur, hlaupa upp tröppurnar og ráðast á strákana,“ sagði yfirdyravörðurinn.Hinir ákærðu og verjendur þeirra. Frá vinstri, Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi Arturs Pawel Wisocki, og svo Artur sjálfur, Bjarni Hauksson, verjandi Dawid Kornacki og svo Dawid sjálfur.Vísir/VilhelmHljóp á Austur eftir aðstoð Árásarmennirnir hefðu verið að reyna að berja til dyravarðanna sem reyndu að loka dyrunum. Hann hafi metið það þannig að það væri að takast og ákveðið að hlaupa í átt að skemmtistaðnum Austur og fá frekari liðsauka. Hann hafi ekki lagt í alla mennina eins síns liðs. „Þegar við komum þá er þessu að ljúka. Einn sem er að vinna þarna er með þrjá í kringum sig og nær að koma sér bak við bílinn,“ sagði yfirdyravörðurinn á English. Árásarmennirnir hafi séð að fleiri dyraverðir væru mættir og hlaupið af vettvangi. Dyravörðurinn sem lá í götunni á Austurstræti hafi verið tjúnaður og ekki vitað hvar hinn dyravörðurinn var. Þeir hafi farið inn og fundið hinn dyravörð Shooters liggjandi aftast á staðnum við bakdyrnar, liggjandi á maganum við tröppur. Þar hafi verið brotin rúða á hurð. Artur Pawel Wisocki er sakaður um að hafa barið umræddan dyravörð og í framhaldinu elt hann inn á Shooters og hrint honum. Artur játar líkamsárás en ekki hrindingu með afleiðingunum sem urðu þær að dyravörðurinn lamaðist fyrir neðan háls. Yfirdyravörðurinn á English lýsti því hvernig þeir hefðu fundið dyravörðinn liggjandi. Hann hefði augljóslega fundið til mikils sársauka og beðið mennina um að hreyfa til fætur sína. Það hafi þeir gert en áfram fengið beiðni frá dyraverðinum um að færa til fæturna í tröppunum. Þá fyrst hafi þeir áttað sig á alvarleika málsins. Að dyravörðurinn fyndi ekki fyrir fótum sínum.Artur Pawel Wisocki í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/VilhelmNeitar að hafa hrint dyraverðinum Aðalmeðferð í málinu hófst í morgun þar sem ákærðu hafa gefið skýrslu sem og annar dyravörðurinn sem slasaðist. Ákærðu játa að stærstum hluta en Artur neitar að hafa hrint dyraverðinum sem lamaðist við fallið. Skýrsla var tekin af dyraverðinum sem lamaðist á endurhæfingardeild Landspítalans en fjölmiðlar fengu ekki að vera viðstaddir skýrslutökuna. Artur Pawel Wisocki er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst síðastliðinn fyrir utan næturklúbbinn Shooters í Austurstræti sem leiddi til þess að dyravörður á staðnum lamaðist fyrir neðan háls. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn eftir árásina. Artur hefur játað að hafa veitt dyraverðinum hnefahögg en neitar annars sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Hann er sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan. Hrinti hann honum þannig að dyravörðurinn féll fram fyrir sig, niður tvö þrep, höfuð hans skall á hurð og hann féll á magann á gólfið. Þar á Artur að hafa veitt honum fleiri hnefahögg og spörk bæði í andlit og höfuð. Afleiðingarnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Þá er Artur ásamt öðrum manni, Dawid Kornacki, ákærður fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás sama sömu nótt á sama stað. Tveir aðrir menn eru taldir hafa verið aðilar að árásinni en þeir eru óþekktir. Artur og Dawid eru báðir ákærðir fyrir endurtekin hnefahögg í andlit, höfuð og líkama auk þess að hafa sparkað í hann, þar á meðal þrjú hnéspörk í andlit í tilfelli Arturs. Héldu þeir honum, samkvæmt því sem segir í ákæru, svo hann kæmist ekki undan. Karlmaðurinn sem lamaðist fyrir neðan háls fer fram á 123 milljónir króna í miskabætur af hendi Arturs. Hinn karlinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur frá þeim Artur og Dawid. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 „Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. Sjálfur hafði hann aðstoðað við að henda út fjórum pólskum vinum hálftíma fyrr sem yfirgáfu staðinn að endingu. Yfirdyravörðurinn sagðist hafa farið á Shooters ásamt þremur kollegum til að aðstoða dyraverðina á Shooters vegna fyrrnefndra fjögurra. „Þeir eru beðnir um að fara, voru víst með dónaskap og læti. Síðan eru einhver orðaskipti. Þeir fara út. Það eru orðaskipti og æsingur en gerist samt ekki neitt.“ Þannig hafi þetta gengið í nokkrar mínútur en þeir svo yfirgefið svæðið og gengið upp Austurstræti. Hann hafi hinkrað í nokkrar mínútur en í framhaldinu lagt leið sína í 10/11 í Austurstræti. Á leiðinni til baka sér hann hreyfingu við Café París á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis, við hlið Shooters. „Ég sé að þeir eru frekar margir, líklega fjórir með hettur, hlaupa upp tröppurnar og ráðast á strákana,“ sagði yfirdyravörðurinn.Hinir ákærðu og verjendur þeirra. Frá vinstri, Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi Arturs Pawel Wisocki, og svo Artur sjálfur, Bjarni Hauksson, verjandi Dawid Kornacki og svo Dawid sjálfur.Vísir/VilhelmHljóp á Austur eftir aðstoð Árásarmennirnir hefðu verið að reyna að berja til dyravarðanna sem reyndu að loka dyrunum. Hann hafi metið það þannig að það væri að takast og ákveðið að hlaupa í átt að skemmtistaðnum Austur og fá frekari liðsauka. Hann hafi ekki lagt í alla mennina eins síns liðs. „Þegar við komum þá er þessu að ljúka. Einn sem er að vinna þarna er með þrjá í kringum sig og nær að koma sér bak við bílinn,“ sagði yfirdyravörðurinn á English. Árásarmennirnir hafi séð að fleiri dyraverðir væru mættir og hlaupið af vettvangi. Dyravörðurinn sem lá í götunni á Austurstræti hafi verið tjúnaður og ekki vitað hvar hinn dyravörðurinn var. Þeir hafi farið inn og fundið hinn dyravörð Shooters liggjandi aftast á staðnum við bakdyrnar, liggjandi á maganum við tröppur. Þar hafi verið brotin rúða á hurð. Artur Pawel Wisocki er sakaður um að hafa barið umræddan dyravörð og í framhaldinu elt hann inn á Shooters og hrint honum. Artur játar líkamsárás en ekki hrindingu með afleiðingunum sem urðu þær að dyravörðurinn lamaðist fyrir neðan háls. Yfirdyravörðurinn á English lýsti því hvernig þeir hefðu fundið dyravörðinn liggjandi. Hann hefði augljóslega fundið til mikils sársauka og beðið mennina um að hreyfa til fætur sína. Það hafi þeir gert en áfram fengið beiðni frá dyraverðinum um að færa til fæturna í tröppunum. Þá fyrst hafi þeir áttað sig á alvarleika málsins. Að dyravörðurinn fyndi ekki fyrir fótum sínum.Artur Pawel Wisocki í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/VilhelmNeitar að hafa hrint dyraverðinum Aðalmeðferð í málinu hófst í morgun þar sem ákærðu hafa gefið skýrslu sem og annar dyravörðurinn sem slasaðist. Ákærðu játa að stærstum hluta en Artur neitar að hafa hrint dyraverðinum sem lamaðist við fallið. Skýrsla var tekin af dyraverðinum sem lamaðist á endurhæfingardeild Landspítalans en fjölmiðlar fengu ekki að vera viðstaddir skýrslutökuna. Artur Pawel Wisocki er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst síðastliðinn fyrir utan næturklúbbinn Shooters í Austurstræti sem leiddi til þess að dyravörður á staðnum lamaðist fyrir neðan háls. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn eftir árásina. Artur hefur játað að hafa veitt dyraverðinum hnefahögg en neitar annars sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Hann er sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan. Hrinti hann honum þannig að dyravörðurinn féll fram fyrir sig, niður tvö þrep, höfuð hans skall á hurð og hann féll á magann á gólfið. Þar á Artur að hafa veitt honum fleiri hnefahögg og spörk bæði í andlit og höfuð. Afleiðingarnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Þá er Artur ásamt öðrum manni, Dawid Kornacki, ákærður fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás sama sömu nótt á sama stað. Tveir aðrir menn eru taldir hafa verið aðilar að árásinni en þeir eru óþekktir. Artur og Dawid eru báðir ákærðir fyrir endurtekin hnefahögg í andlit, höfuð og líkama auk þess að hafa sparkað í hann, þar á meðal þrjú hnéspörk í andlit í tilfelli Arturs. Héldu þeir honum, samkvæmt því sem segir í ákæru, svo hann kæmist ekki undan. Karlmaðurinn sem lamaðist fyrir neðan háls fer fram á 123 milljónir króna í miskabætur af hendi Arturs. Hinn karlinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur frá þeim Artur og Dawid.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47 „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 „Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:47
„Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00
„Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“ Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr. 11. janúar 2019 11:19