Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa 11. janúar 2019 19:38 Aron Pálmarsson. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið átti mjög góðan leik í kvöld og sýndi mikinn karakter með að vinna sig aftur inn í leikinn en Króatar refsuðu fyrir hver mistök með auðveldum mörkum. Íslensku strákarnir náðu að vinna upp fjögurra marka mun í seinni hálfeik og komast tveimur mörkum yfir en Króatar voru öflugir á endasprettinum og tryggðu sér sigurinn með 9-3 endaspretti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Aron Pálmarsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fullt hús enda í algjörum heimsklassa. Það var heldur enginn nýliðabragur á Elvari Erni Jónssyni sem var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Króatíu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson - 2 Fann engan takt eins og í síðustu leikjum. Ekki nógu góð frammistaða hjá honum. Þarf að vakna.Bjarki Már Elísson - 4 Kom inn í liðið við erfiðar aðstæður, stóð fyrir sínu og gott betur. Seinni hálfleikurinn hjá honum lofar góðu fyrir framhaldið.Aron Pálmarsson - 6 Besti leikmaður íslenska liðsins. Mataði félaga sína með frábærum sendingum og skoraði glæsileg mörk. Var á pari við bestu leikmenn heims í liði Króatíu. Var í algjörum heimsklassa.Elvar Örn Jónsson - 5 Lék frábærlega í sínum fyrsta leik á stóra sviðinu á heimsmeistaramóti. Mjög öflugur í sóknarleiknum en varnarleikinn þarf hann að bæta.Ómar Ingi Magnússon - 4 Spilaði vel fyrir liðið og samherja sína. Skotógn var afar lítil hjá honum enda við ramman reip að draga. Góður kafla í seinni hálfleik lofar góðu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Kláraði það sem að honum var rétt. Bætti að öðru leiti litlu við leik liðsins. Góður leikmaður sem þarf hinsvegar að sýna meira.Arnar Freyr Arnarsson - 5 Lék líklega sinn besta landsleik. Það mæddi gríðarlega mikið á honum varnarlega og þar stóð hann sig eins og hetja. Þarf aftur á móti að nýta færin sín betur.Ólafur Gústafsson - 4 Var í rauninni í erfiðu hlutverki varnarlega en verður ekki sakaður um að hafa ekki lagt sig fram. Eins og staðan er í dag þá eigum við ekki betri mann í hans stöðu.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson - 4 Kom óvænt inn í liðið og skilaði sínu í Noregi. Hefði að ósekju mátt koma fyrr inn í leikinn í dag. Stimplaði sig inn með ágætri frammistöðu í seinni hálfleik.Ólafur Guðmundsson - 4 Hefur oft gert betur sóknarlega en hann hefur vaxið gríðarlega í sínum leik og þá ekki síst varnarlega. Er afar mikilvægur liðinu enda enginn sem fyllir hans skarð.Ýmir Örn Gíslason - 3 Var að þreyta frumraun sína á stóra sviðinu og spilaði í tæpar tíu mínútur. Skilaði sínu þann tíma sem hann lék. Framtíðarvarnarmaður en skortir reynslu sem kemur.Sigvaldi Guðjónsson - spilaði ekkertTeitur Örn Einarsson - spilaði ekkertDaníel Þór Ingason - spilaði ekkertGísli Þorgeir Kristjánsson - spilaði ekkertStefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertÞjálfarinn Guðmundur Guðmundsson - 5 Það kemur enginn að tómum kofanum hjá Guðmundi. Sóknarleikurinn var frábærlega útfærður á móti framliggjandi vörn Króata. Sóknarleikurinn er eitt helsta vopn Guðmundar. Hann fær hinsvegar mínus í kladdann að vera aðeins með eitt varnarafbrigði en það skírist líklega að stuttum tíma sem hann hefur verið með liðið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið átti mjög góðan leik í kvöld og sýndi mikinn karakter með að vinna sig aftur inn í leikinn en Króatar refsuðu fyrir hver mistök með auðveldum mörkum. Íslensku strákarnir náðu að vinna upp fjögurra marka mun í seinni hálfeik og komast tveimur mörkum yfir en Króatar voru öflugir á endasprettinum og tryggðu sér sigurinn með 9-3 endaspretti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Aron Pálmarsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fullt hús enda í algjörum heimsklassa. Það var heldur enginn nýliðabragur á Elvari Erni Jónssyni sem var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Króatíu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson - 2 Fann engan takt eins og í síðustu leikjum. Ekki nógu góð frammistaða hjá honum. Þarf að vakna.Bjarki Már Elísson - 4 Kom inn í liðið við erfiðar aðstæður, stóð fyrir sínu og gott betur. Seinni hálfleikurinn hjá honum lofar góðu fyrir framhaldið.Aron Pálmarsson - 6 Besti leikmaður íslenska liðsins. Mataði félaga sína með frábærum sendingum og skoraði glæsileg mörk. Var á pari við bestu leikmenn heims í liði Króatíu. Var í algjörum heimsklassa.Elvar Örn Jónsson - 5 Lék frábærlega í sínum fyrsta leik á stóra sviðinu á heimsmeistaramóti. Mjög öflugur í sóknarleiknum en varnarleikinn þarf hann að bæta.Ómar Ingi Magnússon - 4 Spilaði vel fyrir liðið og samherja sína. Skotógn var afar lítil hjá honum enda við ramman reip að draga. Góður kafla í seinni hálfleik lofar góðu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Kláraði það sem að honum var rétt. Bætti að öðru leiti litlu við leik liðsins. Góður leikmaður sem þarf hinsvegar að sýna meira.Arnar Freyr Arnarsson - 5 Lék líklega sinn besta landsleik. Það mæddi gríðarlega mikið á honum varnarlega og þar stóð hann sig eins og hetja. Þarf aftur á móti að nýta færin sín betur.Ólafur Gústafsson - 4 Var í rauninni í erfiðu hlutverki varnarlega en verður ekki sakaður um að hafa ekki lagt sig fram. Eins og staðan er í dag þá eigum við ekki betri mann í hans stöðu.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson - 4 Kom óvænt inn í liðið og skilaði sínu í Noregi. Hefði að ósekju mátt koma fyrr inn í leikinn í dag. Stimplaði sig inn með ágætri frammistöðu í seinni hálfleik.Ólafur Guðmundsson - 4 Hefur oft gert betur sóknarlega en hann hefur vaxið gríðarlega í sínum leik og þá ekki síst varnarlega. Er afar mikilvægur liðinu enda enginn sem fyllir hans skarð.Ýmir Örn Gíslason - 3 Var að þreyta frumraun sína á stóra sviðinu og spilaði í tæpar tíu mínútur. Skilaði sínu þann tíma sem hann lék. Framtíðarvarnarmaður en skortir reynslu sem kemur.Sigvaldi Guðjónsson - spilaði ekkertTeitur Örn Einarsson - spilaði ekkertDaníel Þór Ingason - spilaði ekkertGísli Þorgeir Kristjánsson - spilaði ekkertStefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertÞjálfarinn Guðmundur Guðmundsson - 5 Það kemur enginn að tómum kofanum hjá Guðmundi. Sóknarleikurinn var frábærlega útfærður á móti framliggjandi vörn Króata. Sóknarleikurinn er eitt helsta vopn Guðmundar. Hann fær hinsvegar mínus í kladdann að vera aðeins með eitt varnarafbrigði en það skírist líklega að stuttum tíma sem hann hefur verið með liðið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira