Spánverjar tóku toppsæti B-riðils okkar Íslendinga á HM í handbolta með sigri á Barein. Öll liðin á HM hafa nú leikið sinn fyrsta leik.
Spánverjar mættu lærisveinum Arons Kristjánssonar í Barein og voru Spánverjarnir, ríkjandi Evrópumeistarar, fyrirfram taldir eiga öruggan sigur vísan.
Sú varð raunin en Evrópumeistararnir voru 11-16 yfir í hálfleik. Þegar upp var staðið munaði tíu mörkum á liðunum 23-33.
Norðmenn unnu einnig tíu marka sigur þegar þeir mættu Túnis í C-riðli. Eftir að hafa leitt 13-18 í hálfleik vann Noregur 34-24 sigur.
Spennan var meiri í leik Egypta og Svía en þar voru Svíar með tveggja marka forskot í hálfleik. Lærisveinar Kristjáns Andréssonar unnu að lokum þriggja marka sigur 24-27.
Lukas Nilsson og Jim Gottfridsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Svía og voru markahæstir
Heimsmeistarar Frakka þurftu að hafa fyrir sigrinum gegn Brasilíu í leik sem fyrirfram hefði líklega verið talinn auðveld veiði fyrir franska liðið.
Frakkar voru þó með yfirhöndina og voru 13-16 yfir í hálfleik en Brasilíumenn gáfust aldrei upp og lokatölur urðu 22-24.
Þegar fyrsta umferð riðlakeppninnar hefur verið leikin er staðan því svona:
A-riðill
Þýskaland 2 stig
Frakkland 1 stig
Rússland 1 stig
Serbía 1 stig
Brasilía 0 stig
Kórea 0 stig
B-riðill
Spánn 2 stig
Makedónía 2 stig
Króatía 2 stig
Ísland 0 stig
Japan 0 stig
Barein 0 stig
C-riðill
Danmörk 2 stig
Noregur 2 stig
Austurríki 2 stig
Sádi Arabía 0 stig
Túnis 0 stig
Síle 0 stig
D-riðill
Svíþjóð 2 stig
Angóla 2 stig
Argentína 1 stig
Ungverjaland 1 stig
Katar 0 stig
Egyptaland 0 stig
Spánverjar fara á topp riðils Íslands
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið






„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

