Guðmundur: Ekki hægt að treysta bara á einn mann Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 12. janúar 2019 20:00 Guðmundur Guðmundsson er ekki mjög hrifinn af því að tapa. vísir/sigurður már Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fór vel yfir leikinn gegn Króatíu með strákunum okkar á hvíldardegi í München í dag en okkar menn eru án stiga eftir 31-27 tap gegn stórliði Króata. Íslenska liðið á fyrir stafni tvo leiki í röð gegn Spáni annað kvöld og Barein á mánudaginn en í dag var æfing og ekki einn heldur tveir myndbandsfundir til að fara yfir það sem vel og illa gekk á móti Króatíu og hvað á að gera gegn spænsku Evrópumeisturunum. „Ég er búinn að horfa á leikinn svona tvisvar sinnum, eða um það bil. Fyrst horfði ég á allan leikinn og svo er Gunni búinn að vera svo duglegur að klippa í nótt að þá fer maður að horfa á mikilvægar klippur eða senur úr leiknum, bæði í vörn og sókn. Við flokkum það niður,“ segir Guðmundur.Guðmundur svekktur á hliðarlínunni í gær.vísr/epaHorfum fyrst á okkur sjálfa Fjöldi og lengd myndbandsfunda Guðmundar er fyrir löngu orðið skemmtiefni hjá þjóðinni en þeir eru auðvitað mikilvægir og hann leggur mikið upp úr þeim. „Við byrjum á því að horfa á okkur sjálfa, fyrst og síðast varnarleikinn. Ástæðan fyrir því er að á morgun fáum við á okkur annars konar vörn því Spánverjar koma miklu lengra út á völlinn ef þeir spila 5+1 vörn. Við erum því minna að horfa á sóknarleikinn okkar á móti Króatíu þó svo að við skoðum nokkrar góðar senur. Fyrst og fremst erum við samt að horfa á varnarleikinn, það góða og slæma,“ segir Guðmundur. „Við förum í gegnum mjög marga hluti á stuttum tíma. Það er möguleiki á því að taka annan fund eftir æfingu. Við erum að velta því fyrir okkur. Svo er annar fundur aftur á morgun. Það þarf að fara yfir þetta allt gaumgæfilega svo að menn séu með hlutverkin á hreinu.“Fyrirliðinn var flottur í gær.vísir/epaFleiri en bara einn Guðmundur vill fá skotsýningu frá Aroni Pálmarssyni á mótinu og fyrirliðinn skilaði sínu í gærkvöldi og rúmlega það með sjö mörkum og sjö stoðsendingum. „Aron var algjörlega frábær í gær og sem fyrirliði var hann algjörlega til fyrirmyndar. Hann sýndi mikla leiðtogahæfileika í gær. Það mæddi mikið á honum. Hann er að leiða liðið inn í þessa keppni og hann gerði sér grein fyrir því að hann þurfti að skila mjög mikilvægu hlutverki fyrir liðið í vörn og sókn,“ segir hann. „Hann spilaði líka góða vörn. Hann var bara góður og vonandi verður áframhald á því það kemur alltaf nýr leikur og nýtt próf. Aron, eins og allir aðrir, þurfa allir að axla ábyrgð og stíga upp og gera góða hluti. Það er ekki hægt að treysta á einn mann,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur - Allir verða að axla ábyrgð HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00 Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02 Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15 Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fór vel yfir leikinn gegn Króatíu með strákunum okkar á hvíldardegi í München í dag en okkar menn eru án stiga eftir 31-27 tap gegn stórliði Króata. Íslenska liðið á fyrir stafni tvo leiki í röð gegn Spáni annað kvöld og Barein á mánudaginn en í dag var æfing og ekki einn heldur tveir myndbandsfundir til að fara yfir það sem vel og illa gekk á móti Króatíu og hvað á að gera gegn spænsku Evrópumeisturunum. „Ég er búinn að horfa á leikinn svona tvisvar sinnum, eða um það bil. Fyrst horfði ég á allan leikinn og svo er Gunni búinn að vera svo duglegur að klippa í nótt að þá fer maður að horfa á mikilvægar klippur eða senur úr leiknum, bæði í vörn og sókn. Við flokkum það niður,“ segir Guðmundur.Guðmundur svekktur á hliðarlínunni í gær.vísr/epaHorfum fyrst á okkur sjálfa Fjöldi og lengd myndbandsfunda Guðmundar er fyrir löngu orðið skemmtiefni hjá þjóðinni en þeir eru auðvitað mikilvægir og hann leggur mikið upp úr þeim. „Við byrjum á því að horfa á okkur sjálfa, fyrst og síðast varnarleikinn. Ástæðan fyrir því er að á morgun fáum við á okkur annars konar vörn því Spánverjar koma miklu lengra út á völlinn ef þeir spila 5+1 vörn. Við erum því minna að horfa á sóknarleikinn okkar á móti Króatíu þó svo að við skoðum nokkrar góðar senur. Fyrst og fremst erum við samt að horfa á varnarleikinn, það góða og slæma,“ segir Guðmundur. „Við förum í gegnum mjög marga hluti á stuttum tíma. Það er möguleiki á því að taka annan fund eftir æfingu. Við erum að velta því fyrir okkur. Svo er annar fundur aftur á morgun. Það þarf að fara yfir þetta allt gaumgæfilega svo að menn séu með hlutverkin á hreinu.“Fyrirliðinn var flottur í gær.vísir/epaFleiri en bara einn Guðmundur vill fá skotsýningu frá Aroni Pálmarssyni á mótinu og fyrirliðinn skilaði sínu í gærkvöldi og rúmlega það með sjö mörkum og sjö stoðsendingum. „Aron var algjörlega frábær í gær og sem fyrirliði var hann algjörlega til fyrirmyndar. Hann sýndi mikla leiðtogahæfileika í gær. Það mæddi mikið á honum. Hann er að leiða liðið inn í þessa keppni og hann gerði sér grein fyrir því að hann þurfti að skila mjög mikilvægu hlutverki fyrir liðið í vörn og sókn,“ segir hann. „Hann spilaði líka góða vörn. Hann var bara góður og vonandi verður áframhald á því það kemur alltaf nýr leikur og nýtt próf. Aron, eins og allir aðrir, þurfa allir að axla ábyrgð og stíga upp og gera góða hluti. Það er ekki hægt að treysta á einn mann,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur - Allir verða að axla ábyrgð
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00 Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02 Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15 Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00
Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00
Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02
Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15
Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30