Meira myrkur vegna sparnaðar hjá Reykjavíkurborg Sighvatur Jónsson skrifar 13. janúar 2019 18:45 Hjá Reykjavíkurborg er verið að samhæfa lýsingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna er hafin við að endurnýja perur en á endanum verða eingöngu notaðar LED perur í ljósastaura. Verkið er tímafrekt. Áætlað er að það taki allt að fjögur ár að ljúka fyrsta áfanga, að endurnýja ljósastaura með kvikasilfurslýsingu. Þá er unnið að því að gera staurana tilbúna fyrir snjalltækni, þannig að þeir geti sem dæmi sent tilkynningar ef upp koma bilanir í þeim. Snjalltæknin getur dregið úr kostnaði við lýsingu með ýmsum hætti. Sumir nýjustu ljósastauranna eru búnir hreyfiskynjurum til að kveikja ljós eingöngu þegar þörf krefur.Borgin miðar enn við 20 lúx í stað 50 Ársæll Jóhannsson, verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda- og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir að vinna við svokallað ljósvistarskipulag fyrir Reykjavík sé langt komin. Hann segir að verið sé að ljúka við birtugreiningar í einstökum hverfum. Ársæll segir að nú þegar séu flest götuljós borgarinnar búin tölvubúnaði sem dregur úr lýsingu í sparnaðarskyni um allt að helming á næturna. Lúx er mælieining fyrir birtu. Eftir bankahrunið 2008 var birtuviðmið ljósastaura lækkað hjá mörgum sveitarfélögum, úr 50 lúx í 20. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað viðmiðið en ekki Reykjavíkurborg. Ársæll segir að á Norðurlöndum og víða í Evrópu sé miðað við 20 lúx varðandi lýsingar ljósastaura.Það virðist vera bjartara en ella þegar snjór liggur yfir því hann endurkastar birtu.Vísir/HannaSpara 200 klukkustundir á ári Ljósastaurar í Reykjavík loga á einu ári 200 klukkustundum skemur en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Orka náttúrunnar sér um götulýsingar fyrir Reykjavík og fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Svanborg Hilmarsdóttir, rafmagnshönnuður hjá Orku náttúrunnar, segir að borgin sé eina sveitarfélagið sem hafi ekki breytt birtuviðmiði aftur eftir hrun. Hún nefnir sem dæmi að Kópavogsbær hafi hækkað viðmið sitt í 50 lúx síðastliðið vor. Svanborg segir fólk hafa kvartað til Orku náttúrunnar vegna of lítillar lýsingar í Reykjavík. Hún bendir á að snjóleysi í vetur geti eitt og sér haft þau áhrif að fólki finnist vera dimmara en ella því snjórinn endurkastar birtu.Einn birtumælir í Reykjavík getur ruglað Eini birtumælirinn á höfuðborgarsvæðinu er við Orkuhúsið á Bæjarhálsi. Þetta getur haft þau áhrif að ljósastaurar á öðrum svæðum borgarinnar loga ekki, þrátt fyrir að þar sé minni birta en á Bæjarhálsi þar sem mælirinn er. Til skoðunar er að fjölga birtumælum í borginni. Þess má geta að hjá Orku náttúrunnar er hægt að auka götulýsingu handvirkt. Það er meðal annars gert ef talin er þörf á því í nágrenni við skóla á háannatíma þegar mest er myrkrið í skammdeginu. Borgarstjórn Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg er verið að samhæfa lýsingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna er hafin við að endurnýja perur en á endanum verða eingöngu notaðar LED perur í ljósastaura. Verkið er tímafrekt. Áætlað er að það taki allt að fjögur ár að ljúka fyrsta áfanga, að endurnýja ljósastaura með kvikasilfurslýsingu. Þá er unnið að því að gera staurana tilbúna fyrir snjalltækni, þannig að þeir geti sem dæmi sent tilkynningar ef upp koma bilanir í þeim. Snjalltæknin getur dregið úr kostnaði við lýsingu með ýmsum hætti. Sumir nýjustu ljósastauranna eru búnir hreyfiskynjurum til að kveikja ljós eingöngu þegar þörf krefur.Borgin miðar enn við 20 lúx í stað 50 Ársæll Jóhannsson, verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda- og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir að vinna við svokallað ljósvistarskipulag fyrir Reykjavík sé langt komin. Hann segir að verið sé að ljúka við birtugreiningar í einstökum hverfum. Ársæll segir að nú þegar séu flest götuljós borgarinnar búin tölvubúnaði sem dregur úr lýsingu í sparnaðarskyni um allt að helming á næturna. Lúx er mælieining fyrir birtu. Eftir bankahrunið 2008 var birtuviðmið ljósastaura lækkað hjá mörgum sveitarfélögum, úr 50 lúx í 20. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað viðmiðið en ekki Reykjavíkurborg. Ársæll segir að á Norðurlöndum og víða í Evrópu sé miðað við 20 lúx varðandi lýsingar ljósastaura.Það virðist vera bjartara en ella þegar snjór liggur yfir því hann endurkastar birtu.Vísir/HannaSpara 200 klukkustundir á ári Ljósastaurar í Reykjavík loga á einu ári 200 klukkustundum skemur en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Orka náttúrunnar sér um götulýsingar fyrir Reykjavík og fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Svanborg Hilmarsdóttir, rafmagnshönnuður hjá Orku náttúrunnar, segir að borgin sé eina sveitarfélagið sem hafi ekki breytt birtuviðmiði aftur eftir hrun. Hún nefnir sem dæmi að Kópavogsbær hafi hækkað viðmið sitt í 50 lúx síðastliðið vor. Svanborg segir fólk hafa kvartað til Orku náttúrunnar vegna of lítillar lýsingar í Reykjavík. Hún bendir á að snjóleysi í vetur geti eitt og sér haft þau áhrif að fólki finnist vera dimmara en ella því snjórinn endurkastar birtu.Einn birtumælir í Reykjavík getur ruglað Eini birtumælirinn á höfuðborgarsvæðinu er við Orkuhúsið á Bæjarhálsi. Þetta getur haft þau áhrif að ljósastaurar á öðrum svæðum borgarinnar loga ekki, þrátt fyrir að þar sé minni birta en á Bæjarhálsi þar sem mælirinn er. Til skoðunar er að fjölga birtumælum í borginni. Þess má geta að hjá Orku náttúrunnar er hægt að auka götulýsingu handvirkt. Það er meðal annars gert ef talin er þörf á því í nágrenni við skóla á háannatíma þegar mest er myrkrið í skammdeginu.
Borgarstjórn Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira