Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru Hjörvar Ólafsson skrifar 14. janúar 2019 06:30 Guðmundur Guðmundsson þjálfari í leiknum í gær. Getty/ Carsten Harz Ísland hefur beðið ósigur í fyrstu tveimur leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla, en í gær voru það Spánverjar höfðu betur 32-25 í leik liðanna í annarri umferð B-riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og hélt í við Spánverja fram í miðbik fyrri hálfleiks, en þá skildi leiðir og Spánn fór með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Aftur náðu leikmenn íslenska liðsins góðum kafla í upphafi síðari hálfleiks, en góð markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar leiddi til marka úr hraðaupphlaupum og staðan eftir tæplega tíu mínútna leik í seinni hálfleik 19-16 Spáni í vil. Þá hrökk spænska liðið hins vegar aftur í gang og nýtti sér all þau mistök sem íslenska liðið gerði bæði í varnarleik og sóknarleik. Niðurstaðan sjö marka sigur sem var þó full stór miðað við þróun leiksins. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs FH, var álitsgjafi Fréttablaðsins að þessu sinni, en hann var ánægður með spilamennsku íslenska liðsins að mörgu leyti. Honum fannst hins vegar munurinn of mikill í lokin og mistökin sem ungt og óreynt lið Íslands gerði voru dýrkeypt. Hann var ánægður með leik Ólafs Andrésar Guðmundssonar og innkomu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. „Við byrjuðum leikinn mjög vel, en svo fórum við að fá ódýrar brottvísanir og þeir nýttu yfirtöluna afskaplega vel. Við vorum svo ekki að ná upp nógu góðri hjálparvörn í varnarleiknum og þeir nýttu klókindi sín til þess að galopna vörnina trekk í trekk. Björgvin Páll Gústavsson átti góða innkomu í íslenska markið sem veitti okkur líflínu, en tæknifeilar á þeim kafla þar sem við vorum að saxa forskotið urðu okkur að falli,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Það má svo ekki gleyma því að við vorum að etja kappi við gríðarlega sterkt lið með ógnvænlega breidd í sínum leikmannahópi. Þeir gátu rúllað á leikmönnum eins og Daniel Sarmiento, Raúl Entrerríos, Ángel Fernández, Joan Canellas og Alex og Daniel Dujshebaev í útilínunni hjá sér. Þetta eru allt leikmenn í hæsta gæðaflokki sem kæmust í hvaða landslið sem er. Það munar miklu að geta skipt mínútum á milli svona góðra leikmanna,“ sagði Halldór Jóhann um andstæðinginn að þessu sinni. „Það var jákvætt að sjá Ólaf Guðmundsson láta til sín taka og mér fannst gaman að sjá hvað Gísli Þorgeir var óhræddur og skilvirkur í sínum sóknaraðgerðum. Mér fannst markvarslan líka fín á köflum, en það vantaði herslumuninn í varnarleiknum og aðeins meiri aga í sóknarleiknum til þess að fá eitthvað út úr þessum. Mér fannst frammistaðan bæði í þessum leik og í leiknum gegn Króatíu hins vegar heilt yfir fín. Við vorum að spila með útilínu sem hafði að geyma leikmenn um tvítugt í öllum stöðum og þeir stóðu sig bara feikilega vel. Teitur Örn Einarsson minnti á sig þær mínútur sem hann spilaði. Við erum í uppbyggingarfasa með þetta lið og þetta er allt á réttri leið. Menn læra af þeim mistökum sem þeir eru að gera og laga það sem upp á vantar til þess að komast nær jafn sterkum þjóðum þjóðum og Spánn er,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá íslenska liðinu. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Ísland hefur beðið ósigur í fyrstu tveimur leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla, en í gær voru það Spánverjar höfðu betur 32-25 í leik liðanna í annarri umferð B-riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og hélt í við Spánverja fram í miðbik fyrri hálfleiks, en þá skildi leiðir og Spánn fór með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Aftur náðu leikmenn íslenska liðsins góðum kafla í upphafi síðari hálfleiks, en góð markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar leiddi til marka úr hraðaupphlaupum og staðan eftir tæplega tíu mínútna leik í seinni hálfleik 19-16 Spáni í vil. Þá hrökk spænska liðið hins vegar aftur í gang og nýtti sér all þau mistök sem íslenska liðið gerði bæði í varnarleik og sóknarleik. Niðurstaðan sjö marka sigur sem var þó full stór miðað við þróun leiksins. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs FH, var álitsgjafi Fréttablaðsins að þessu sinni, en hann var ánægður með spilamennsku íslenska liðsins að mörgu leyti. Honum fannst hins vegar munurinn of mikill í lokin og mistökin sem ungt og óreynt lið Íslands gerði voru dýrkeypt. Hann var ánægður með leik Ólafs Andrésar Guðmundssonar og innkomu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. „Við byrjuðum leikinn mjög vel, en svo fórum við að fá ódýrar brottvísanir og þeir nýttu yfirtöluna afskaplega vel. Við vorum svo ekki að ná upp nógu góðri hjálparvörn í varnarleiknum og þeir nýttu klókindi sín til þess að galopna vörnina trekk í trekk. Björgvin Páll Gústavsson átti góða innkomu í íslenska markið sem veitti okkur líflínu, en tæknifeilar á þeim kafla þar sem við vorum að saxa forskotið urðu okkur að falli,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Það má svo ekki gleyma því að við vorum að etja kappi við gríðarlega sterkt lið með ógnvænlega breidd í sínum leikmannahópi. Þeir gátu rúllað á leikmönnum eins og Daniel Sarmiento, Raúl Entrerríos, Ángel Fernández, Joan Canellas og Alex og Daniel Dujshebaev í útilínunni hjá sér. Þetta eru allt leikmenn í hæsta gæðaflokki sem kæmust í hvaða landslið sem er. Það munar miklu að geta skipt mínútum á milli svona góðra leikmanna,“ sagði Halldór Jóhann um andstæðinginn að þessu sinni. „Það var jákvætt að sjá Ólaf Guðmundsson láta til sín taka og mér fannst gaman að sjá hvað Gísli Þorgeir var óhræddur og skilvirkur í sínum sóknaraðgerðum. Mér fannst markvarslan líka fín á köflum, en það vantaði herslumuninn í varnarleiknum og aðeins meiri aga í sóknarleiknum til þess að fá eitthvað út úr þessum. Mér fannst frammistaðan bæði í þessum leik og í leiknum gegn Króatíu hins vegar heilt yfir fín. Við vorum að spila með útilínu sem hafði að geyma leikmenn um tvítugt í öllum stöðum og þeir stóðu sig bara feikilega vel. Teitur Örn Einarsson minnti á sig þær mínútur sem hann spilaði. Við erum í uppbyggingarfasa með þetta lið og þetta er allt á réttri leið. Menn læra af þeim mistökum sem þeir eru að gera og laga það sem upp á vantar til þess að komast nær jafn sterkum þjóðum þjóðum og Spánn er,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá íslenska liðinu.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn