Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru Hjörvar Ólafsson skrifar 14. janúar 2019 06:30 Guðmundur Guðmundsson þjálfari í leiknum í gær. Getty/ Carsten Harz Ísland hefur beðið ósigur í fyrstu tveimur leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla, en í gær voru það Spánverjar höfðu betur 32-25 í leik liðanna í annarri umferð B-riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og hélt í við Spánverja fram í miðbik fyrri hálfleiks, en þá skildi leiðir og Spánn fór með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Aftur náðu leikmenn íslenska liðsins góðum kafla í upphafi síðari hálfleiks, en góð markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar leiddi til marka úr hraðaupphlaupum og staðan eftir tæplega tíu mínútna leik í seinni hálfleik 19-16 Spáni í vil. Þá hrökk spænska liðið hins vegar aftur í gang og nýtti sér all þau mistök sem íslenska liðið gerði bæði í varnarleik og sóknarleik. Niðurstaðan sjö marka sigur sem var þó full stór miðað við þróun leiksins. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs FH, var álitsgjafi Fréttablaðsins að þessu sinni, en hann var ánægður með spilamennsku íslenska liðsins að mörgu leyti. Honum fannst hins vegar munurinn of mikill í lokin og mistökin sem ungt og óreynt lið Íslands gerði voru dýrkeypt. Hann var ánægður með leik Ólafs Andrésar Guðmundssonar og innkomu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. „Við byrjuðum leikinn mjög vel, en svo fórum við að fá ódýrar brottvísanir og þeir nýttu yfirtöluna afskaplega vel. Við vorum svo ekki að ná upp nógu góðri hjálparvörn í varnarleiknum og þeir nýttu klókindi sín til þess að galopna vörnina trekk í trekk. Björgvin Páll Gústavsson átti góða innkomu í íslenska markið sem veitti okkur líflínu, en tæknifeilar á þeim kafla þar sem við vorum að saxa forskotið urðu okkur að falli,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Það má svo ekki gleyma því að við vorum að etja kappi við gríðarlega sterkt lið með ógnvænlega breidd í sínum leikmannahópi. Þeir gátu rúllað á leikmönnum eins og Daniel Sarmiento, Raúl Entrerríos, Ángel Fernández, Joan Canellas og Alex og Daniel Dujshebaev í útilínunni hjá sér. Þetta eru allt leikmenn í hæsta gæðaflokki sem kæmust í hvaða landslið sem er. Það munar miklu að geta skipt mínútum á milli svona góðra leikmanna,“ sagði Halldór Jóhann um andstæðinginn að þessu sinni. „Það var jákvætt að sjá Ólaf Guðmundsson láta til sín taka og mér fannst gaman að sjá hvað Gísli Þorgeir var óhræddur og skilvirkur í sínum sóknaraðgerðum. Mér fannst markvarslan líka fín á köflum, en það vantaði herslumuninn í varnarleiknum og aðeins meiri aga í sóknarleiknum til þess að fá eitthvað út úr þessum. Mér fannst frammistaðan bæði í þessum leik og í leiknum gegn Króatíu hins vegar heilt yfir fín. Við vorum að spila með útilínu sem hafði að geyma leikmenn um tvítugt í öllum stöðum og þeir stóðu sig bara feikilega vel. Teitur Örn Einarsson minnti á sig þær mínútur sem hann spilaði. Við erum í uppbyggingarfasa með þetta lið og þetta er allt á réttri leið. Menn læra af þeim mistökum sem þeir eru að gera og laga það sem upp á vantar til þess að komast nær jafn sterkum þjóðum þjóðum og Spánn er,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá íslenska liðinu. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Sjá meira
Ísland hefur beðið ósigur í fyrstu tveimur leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla, en í gær voru það Spánverjar höfðu betur 32-25 í leik liðanna í annarri umferð B-riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og hélt í við Spánverja fram í miðbik fyrri hálfleiks, en þá skildi leiðir og Spánn fór með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Aftur náðu leikmenn íslenska liðsins góðum kafla í upphafi síðari hálfleiks, en góð markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar leiddi til marka úr hraðaupphlaupum og staðan eftir tæplega tíu mínútna leik í seinni hálfleik 19-16 Spáni í vil. Þá hrökk spænska liðið hins vegar aftur í gang og nýtti sér all þau mistök sem íslenska liðið gerði bæði í varnarleik og sóknarleik. Niðurstaðan sjö marka sigur sem var þó full stór miðað við þróun leiksins. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs FH, var álitsgjafi Fréttablaðsins að þessu sinni, en hann var ánægður með spilamennsku íslenska liðsins að mörgu leyti. Honum fannst hins vegar munurinn of mikill í lokin og mistökin sem ungt og óreynt lið Íslands gerði voru dýrkeypt. Hann var ánægður með leik Ólafs Andrésar Guðmundssonar og innkomu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. „Við byrjuðum leikinn mjög vel, en svo fórum við að fá ódýrar brottvísanir og þeir nýttu yfirtöluna afskaplega vel. Við vorum svo ekki að ná upp nógu góðri hjálparvörn í varnarleiknum og þeir nýttu klókindi sín til þess að galopna vörnina trekk í trekk. Björgvin Páll Gústavsson átti góða innkomu í íslenska markið sem veitti okkur líflínu, en tæknifeilar á þeim kafla þar sem við vorum að saxa forskotið urðu okkur að falli,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Fréttablaðið. „Það má svo ekki gleyma því að við vorum að etja kappi við gríðarlega sterkt lið með ógnvænlega breidd í sínum leikmannahópi. Þeir gátu rúllað á leikmönnum eins og Daniel Sarmiento, Raúl Entrerríos, Ángel Fernández, Joan Canellas og Alex og Daniel Dujshebaev í útilínunni hjá sér. Þetta eru allt leikmenn í hæsta gæðaflokki sem kæmust í hvaða landslið sem er. Það munar miklu að geta skipt mínútum á milli svona góðra leikmanna,“ sagði Halldór Jóhann um andstæðinginn að þessu sinni. „Það var jákvætt að sjá Ólaf Guðmundsson láta til sín taka og mér fannst gaman að sjá hvað Gísli Þorgeir var óhræddur og skilvirkur í sínum sóknaraðgerðum. Mér fannst markvarslan líka fín á köflum, en það vantaði herslumuninn í varnarleiknum og aðeins meiri aga í sóknarleiknum til þess að fá eitthvað út úr þessum. Mér fannst frammistaðan bæði í þessum leik og í leiknum gegn Króatíu hins vegar heilt yfir fín. Við vorum að spila með útilínu sem hafði að geyma leikmenn um tvítugt í öllum stöðum og þeir stóðu sig bara feikilega vel. Teitur Örn Einarsson minnti á sig þær mínútur sem hann spilaði. Við erum í uppbyggingarfasa með þetta lið og þetta er allt á réttri leið. Menn læra af þeim mistökum sem þeir eru að gera og laga það sem upp á vantar til þess að komast nær jafn sterkum þjóðum þjóðum og Spánn er,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá íslenska liðinu.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Sjá meira