Danir eru með fullt hús stiga og 49 mörk í plús á toppi riðilsl síns eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu í lokaleik dagsins í C-riðli HM í handbolta.
Það var ljóst að um erfitt verkefni væri að ræða fyrir Sádana og þegar flautað var til hálfleiks var leikurinn svo gott sem búinn, staðan 17-11 fyrir Dani.
Seinni hálfleikurinn fór eins og sá fyrri, 17-11, og lokaniðurstaðan því 34-22 sigur Dana.
Magnus Landin skoraði sjö mörk fyrir Dani, Anders Zachariassen og Nikolaj Oris gerðu fimm mörk hvor.
Þriðji stórsigur Dana
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
