Guðmundur: Dagur mun örugglega prófa ýmislegt Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 15:00 Guðmundur Guðmundsson undirbýr sig alltaf vel. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í óða önn að undirbúa sína stráka fyrir leikinn á móti Japan á morgun en Japan kom verulega á óvart á móti Spáni og var yfir í hálfleik. „Japan er miklu sterkara lið en Barein. Þeir sýndu það í gær og eru búnir að sýna það í mjög mörgum leikjum finnst mér. Þeir hafa verið að bæta sinn leik og í gær spiluðu þeir frábæran leik að mínu mati, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur. Dagur Sigurðsson stýrir liði Japan en hann hefur oft komið á óvart með sín lið og Guðmundur er ekki frá því að hann beiti einhverjum brögðum á morgun. „Hann mun örugglega prófa ýmislegt. Ég get lofað þér því. Við ætlum að undirbúa okkur eins vel og við getum gagnvart því sem við eigum von á. Við erum búnir að greina þá vel og við leggjum enn þá meira í það í dag. Leikmennirnir eru að fara núna sjálfir á fund að horfa á leikinn og svo er fundur þar sem ég legg svo fram ákveðnar klippur,“ segir Guðmundur. Eftir leikinn á móti Japna fá strákarnir okkar um sólarhrings langa hvíld fyrir leikinn á móti Makedóníu en Makedóníumenn aðeins um fimmtán stundir. Skiptir það máli? „Það er voða erfitt að segja til um það. Maður sér það ekki fyrr en út í leikinn er komið. Ég er bara ekkert að hugsa um Makedóníu núna. Allur minn hugur er á Japan og að undirbúa liðið fyrir það er ærið verkefni,“ segir Guðmundur sem var ánægður með stórsigurinn á Barein. „Það er jákvæð upplifun. Það er erfitt að byrja mót á að tapa tveimur leikjum og auðvitað fór orka í það, bæði líkamleg og andleg. Þess vegna var gott að fá þennan leik á móti Barein. Tilfinningin er góð að landa fyrsta sigrinum og við gerðum þetta af krafti.“ „Það er líka gott hvernig við erum búnir að rúlla á liðinu og allir eru búnir að stimpla sig inn. Það er enginn að fara að koma inn á í fyrsta skipti og taka úr sér einhvern skrekk. Það var hluti af þessu líka hjá okkur og það er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Undirbúum okkur vel HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í óða önn að undirbúa sína stráka fyrir leikinn á móti Japan á morgun en Japan kom verulega á óvart á móti Spáni og var yfir í hálfleik. „Japan er miklu sterkara lið en Barein. Þeir sýndu það í gær og eru búnir að sýna það í mjög mörgum leikjum finnst mér. Þeir hafa verið að bæta sinn leik og í gær spiluðu þeir frábæran leik að mínu mati, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur. Dagur Sigurðsson stýrir liði Japan en hann hefur oft komið á óvart með sín lið og Guðmundur er ekki frá því að hann beiti einhverjum brögðum á morgun. „Hann mun örugglega prófa ýmislegt. Ég get lofað þér því. Við ætlum að undirbúa okkur eins vel og við getum gagnvart því sem við eigum von á. Við erum búnir að greina þá vel og við leggjum enn þá meira í það í dag. Leikmennirnir eru að fara núna sjálfir á fund að horfa á leikinn og svo er fundur þar sem ég legg svo fram ákveðnar klippur,“ segir Guðmundur. Eftir leikinn á móti Japna fá strákarnir okkar um sólarhrings langa hvíld fyrir leikinn á móti Makedóníu en Makedóníumenn aðeins um fimmtán stundir. Skiptir það máli? „Það er voða erfitt að segja til um það. Maður sér það ekki fyrr en út í leikinn er komið. Ég er bara ekkert að hugsa um Makedóníu núna. Allur minn hugur er á Japan og að undirbúa liðið fyrir það er ærið verkefni,“ segir Guðmundur sem var ánægður með stórsigurinn á Barein. „Það er jákvæð upplifun. Það er erfitt að byrja mót á að tapa tveimur leikjum og auðvitað fór orka í það, bæði líkamleg og andleg. Þess vegna var gott að fá þennan leik á móti Barein. Tilfinningin er góð að landa fyrsta sigrinum og við gerðum þetta af krafti.“ „Það er líka gott hvernig við erum búnir að rúlla á liðinu og allir eru búnir að stimpla sig inn. Það er enginn að fara að koma inn á í fyrsta skipti og taka úr sér einhvern skrekk. Það var hluti af þessu líka hjá okkur og það er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Undirbúum okkur vel
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira