Bogalaga toppur ísjakans Davíð Þorláksson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá er Braggamálinu hvergi nærri lokið. Nýlegt útspil var tillaga um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Þótt niðurstaða innri endurskoðunar borgarinnar hafi verið að fjölmargar brotalamir hafi verið í stjórnsýslu borgarinnar er það ekki niðurstaðan að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Tillagan er því sett fram til að slá pólitískar keilur og er því engum til sóma sem að henni kemur. Karp um þetta dregur athygli frá hinum stóra lærdómi sem ætti að draga af málinu um agaleysi í opinberum rekstri. Of fáir stjórnmálamenn leggja áherslu á ráðdeild í opinberum rekstri í störfum sínum. Í stað þess leggja þau áherslu á að gera sem mest sem kostar peninga. Þau virðast ekki átta sig á því að þetta eru tvær hliðar á sama peningnum. Því meiri sem aginn er í útgjöldum því meira svigrúm er til að setja fé í eitthvað sem raunverulega skiptir máli. Fyrstu mistök borgarinnar voru að ætla sér að gera upp hús til að leigja út. Það var frá upphafi augljóst að betra væri að slík áhættustarfsemi væri í höndum einkaaðila. Fyrir þær 425 milljónir sem fóru í þetta væri hægt að fjármagna 234 pláss í grunnskóla eða veita 176 fátækum fjárhagsaðstoð í eitt ár. Bragginn er aðeins bogalaga toppur á þeim ísjaka sem agaleysi í opinberum rekstri og framkvæmdum er. Það er löngu orðið tímabært að stjórnmála- og embættismenn geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og taki þessi mál föstum tökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun
Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá er Braggamálinu hvergi nærri lokið. Nýlegt útspil var tillaga um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Þótt niðurstaða innri endurskoðunar borgarinnar hafi verið að fjölmargar brotalamir hafi verið í stjórnsýslu borgarinnar er það ekki niðurstaðan að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Tillagan er því sett fram til að slá pólitískar keilur og er því engum til sóma sem að henni kemur. Karp um þetta dregur athygli frá hinum stóra lærdómi sem ætti að draga af málinu um agaleysi í opinberum rekstri. Of fáir stjórnmálamenn leggja áherslu á ráðdeild í opinberum rekstri í störfum sínum. Í stað þess leggja þau áherslu á að gera sem mest sem kostar peninga. Þau virðast ekki átta sig á því að þetta eru tvær hliðar á sama peningnum. Því meiri sem aginn er í útgjöldum því meira svigrúm er til að setja fé í eitthvað sem raunverulega skiptir máli. Fyrstu mistök borgarinnar voru að ætla sér að gera upp hús til að leigja út. Það var frá upphafi augljóst að betra væri að slík áhættustarfsemi væri í höndum einkaaðila. Fyrir þær 425 milljónir sem fóru í þetta væri hægt að fjármagna 234 pláss í grunnskóla eða veita 176 fátækum fjárhagsaðstoð í eitt ár. Bragginn er aðeins bogalaga toppur á þeim ísjaka sem agaleysi í opinberum rekstri og framkvæmdum er. Það er löngu orðið tímabært að stjórnmála- og embættismenn geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og taki þessi mál föstum tökum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun