Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 09:30 Ólafur Gústafsson er klár í slaginn. vísir/Sigurður már Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag.Ólafur Gústafsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fór snemma meiddur af velli á móti Barein en kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan sem hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma í dag. „Ég býst við því. Við erum að fara að æfa á eftir og þá kemur það betur í ljós. Eins og mér líður núna held ég að ég sé bara góður. Ég fékk að hvíla í leiknum á móti Barein sem var bara gott,“ segir Ólafur sem var lítt hrifinn af fautalegri spilamennsku Bareinmanna. „Það hefði kannski komið einhver meiri hiti í mig ef ég hefði verið inn á, ég veit það ekki. Þeir spiluðu glórulausan handbolta á köflum. Þeir skutu í hausinn á Bjögga og voru að kýla menn hægri vinstri. Það var fínt að maður fékk bara að kæla á bekknum,“ segir Ólafur. Ólafur er fyrrverandi stórskytta og kann því þau fræði vel en nú sér hann um að loka á skyttur mótherjanna. „Ég hef gaman að þessu. Við höfum verið að standa vörnina ágætlega í fyrstu þremur leikjunum. Það vantaði smá upp á í fyrstu tveimur leikjunum en þá vorum við að kljást við erfiðari leikmenn. Ég spilaði lítið á móti Barein en Danni, Ýmir og Arnar voru góðir. Þetta lítur vel út fyrir framhaldið,“ segir Ólafur. Íslenski hópurinn er ungur með meðalaldur upp á 24,3 ár og margir að fara á sitt fyrsta mót. Menn eru því sumir hverjir að kynnast betur en hótellífið er ljúft að sögn Ólafs. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Ég er orðinn smá heimalingur á hinum og þessum herbergjum, meðal annars sjúkraþjálfaraherberginu. Það er mjög góður mórall í þessum hóp. Það er ekkert vesen eða drama á okkur. Hér eru bara allir slakir,“ segir Ólafur Gústafsson.Klippa: Óli Gúst - Górulaus handbolti HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag.Ólafur Gústafsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fór snemma meiddur af velli á móti Barein en kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan sem hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma í dag. „Ég býst við því. Við erum að fara að æfa á eftir og þá kemur það betur í ljós. Eins og mér líður núna held ég að ég sé bara góður. Ég fékk að hvíla í leiknum á móti Barein sem var bara gott,“ segir Ólafur sem var lítt hrifinn af fautalegri spilamennsku Bareinmanna. „Það hefði kannski komið einhver meiri hiti í mig ef ég hefði verið inn á, ég veit það ekki. Þeir spiluðu glórulausan handbolta á köflum. Þeir skutu í hausinn á Bjögga og voru að kýla menn hægri vinstri. Það var fínt að maður fékk bara að kæla á bekknum,“ segir Ólafur. Ólafur er fyrrverandi stórskytta og kann því þau fræði vel en nú sér hann um að loka á skyttur mótherjanna. „Ég hef gaman að þessu. Við höfum verið að standa vörnina ágætlega í fyrstu þremur leikjunum. Það vantaði smá upp á í fyrstu tveimur leikjunum en þá vorum við að kljást við erfiðari leikmenn. Ég spilaði lítið á móti Barein en Danni, Ýmir og Arnar voru góðir. Þetta lítur vel út fyrir framhaldið,“ segir Ólafur. Íslenski hópurinn er ungur með meðalaldur upp á 24,3 ár og margir að fara á sitt fyrsta mót. Menn eru því sumir hverjir að kynnast betur en hótellífið er ljúft að sögn Ólafs. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Ég er orðinn smá heimalingur á hinum og þessum herbergjum, meðal annars sjúkraþjálfaraherberginu. Það er mjög góður mórall í þessum hóp. Það er ekkert vesen eða drama á okkur. Hér eru bara allir slakir,“ segir Ólafur Gústafsson.Klippa: Óli Gúst - Górulaus handbolti
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30