Pólska samfélagið á Íslandi slegið yfir morðinu á borgarstjóra Gdansk: „Ég var orðlaus“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. janúar 2019 19:00 Formaður Samtaka Pólverja á Íslandi er harmi sleginn eftir morðið á Pawl Adamowicz, borgarstjóranum í Gdansk en hann þekkti borgarstjórann persónulega. Hann hafi verið brosmildur og góður maður sem hafi verið opinn fyrir að hlusta á sjónarmið allra. Adamowicz lést sjúkrahúsi í gær eftir að hafa verið stunginn margoft í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni á sunnudag. Hann var á sviðinu fyrir framan mörg hundruð manns þegar árásin var gerð. Mikil sorg ríkir í Póllandi vegna málsins og komu þúsundir saman í Varsjá í gærkvöldi til að minnast hans. Þá var hans minnst á borgarstjórnarfundi í dag. Adamowicz, sem hafði verið borgarstjóri frá aldamótum, var frjálslyndur stjórnmálamaður, sem hafði staðið vörð um réttindi meðal annars innflytjenda og samkynhneigðra, á tímum þar sem mikil íhaldssemi og þjóðernishyggja ríkir. Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi, er fæddur og uppalinn í Gdansk, en hann segist vera harmi sleginn vegna morðsins „Ég þekkti Pawel persónulega. Við vorum í sama grunnskóla og menntaskóla. Við hittumst núna í júlí í Gdansk. Ég var orðlaus,“ segir Witold Bogdanski en hann segir Adamowicz hafa verið sérstakan mann. „Hann var var opinn fyrir öllum. Skipti ekki mála með hvaða pólitísku skoðanir fólk var. Hann var alltaf brosandi. Við vorum að tala um það í júlí að við ætluðum að hittast í maí í Gdansk en því miður hittumst við ekki í maí, hann er farinn,“ segir Witold Bogdanski. Ekki liggur fyrir hvers vegna árásarmaðurinn framdi ódæðið en pólskir miðlar segja hann eiga langan sakaferil að baki. Hann hafi meðal annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Á hann að hafa kallað að áhorfendum eftir árásina að fyrrverandi ríkisstjórnin hefði komið honum bak við lás og slá. Witold segir að ekki sé búið að útiloka að morðið eigi sér pólitískar rætur. Um það séu mjög skiptar skoðanir meðal Pólverja. „Það var dæmi þegar hópur af ungu fólki sem er mjög hægra megin voru að skrifa dánartilkynningar fyrir hann og aðra borgarstjóra í Póllandi sem voru ekki í sama flokki en þetta gerðist um sumarið í fyrra,“ segir Witold. Pólverjar eru fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi en þeir eru 17 þúsund talsins og má því segja að málið snerti marga her alveg sérstaklega. Fréttamaður tók nokkra í pólsku búðinni í Breiðholti á tal vegna málsins. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að ofan. Pólland Tengdar fréttir Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Formaður Samtaka Pólverja á Íslandi er harmi sleginn eftir morðið á Pawl Adamowicz, borgarstjóranum í Gdansk en hann þekkti borgarstjórann persónulega. Hann hafi verið brosmildur og góður maður sem hafi verið opinn fyrir að hlusta á sjónarmið allra. Adamowicz lést sjúkrahúsi í gær eftir að hafa verið stunginn margoft í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni á sunnudag. Hann var á sviðinu fyrir framan mörg hundruð manns þegar árásin var gerð. Mikil sorg ríkir í Póllandi vegna málsins og komu þúsundir saman í Varsjá í gærkvöldi til að minnast hans. Þá var hans minnst á borgarstjórnarfundi í dag. Adamowicz, sem hafði verið borgarstjóri frá aldamótum, var frjálslyndur stjórnmálamaður, sem hafði staðið vörð um réttindi meðal annars innflytjenda og samkynhneigðra, á tímum þar sem mikil íhaldssemi og þjóðernishyggja ríkir. Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi, er fæddur og uppalinn í Gdansk, en hann segist vera harmi sleginn vegna morðsins „Ég þekkti Pawel persónulega. Við vorum í sama grunnskóla og menntaskóla. Við hittumst núna í júlí í Gdansk. Ég var orðlaus,“ segir Witold Bogdanski en hann segir Adamowicz hafa verið sérstakan mann. „Hann var var opinn fyrir öllum. Skipti ekki mála með hvaða pólitísku skoðanir fólk var. Hann var alltaf brosandi. Við vorum að tala um það í júlí að við ætluðum að hittast í maí í Gdansk en því miður hittumst við ekki í maí, hann er farinn,“ segir Witold Bogdanski. Ekki liggur fyrir hvers vegna árásarmaðurinn framdi ódæðið en pólskir miðlar segja hann eiga langan sakaferil að baki. Hann hafi meðal annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Á hann að hafa kallað að áhorfendum eftir árásina að fyrrverandi ríkisstjórnin hefði komið honum bak við lás og slá. Witold segir að ekki sé búið að útiloka að morðið eigi sér pólitískar rætur. Um það séu mjög skiptar skoðanir meðal Pólverja. „Það var dæmi þegar hópur af ungu fólki sem er mjög hægra megin voru að skrifa dánartilkynningar fyrir hann og aðra borgarstjóra í Póllandi sem voru ekki í sama flokki en þetta gerðist um sumarið í fyrra,“ segir Witold. Pólverjar eru fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi en þeir eru 17 þúsund talsins og má því segja að málið snerti marga her alveg sérstaklega. Fréttamaður tók nokkra í pólsku búðinni í Breiðholti á tal vegna málsins. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pólland Tengdar fréttir Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14
Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. 14. janúar 2019 22:40
Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14