Framtíð strákanna okkar á HM ræðst á 27 klukkutímum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 10:45 Guðmundur Guðmundsson þarf að vinna tvo leiki til viðbótar til að komast með strákana í milliriðil. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta fara aftur af stað í dag eftir hvíld í gær þegar að þeir mæta Japan í fjórðu umferð B-riðils HM 2019 klukkan 15.30 að staðartíma eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Íslenska liðið á eftir tvo leiki, fyrst gegn Japan í dag og svo Makedóníu á morgun, en strákarnir okkar þurfa nánast örugglega að vinna þá báða til þess að komast í milliriðilinn í Köln. Strákarnir fá ekki mikla hvíld á milli leikja og ræðst í raun framtíð liðsins á tæpum 27 klukkustundum. Þeir eiga leik sem fyrr segir gegn Japan í dag klukkan 15.30 sem lýkur væntanlega um 17.00 og þá eru aðeins 25 klukkutímar í leikinn á móti Makedóníu sem hefst klukkan 18.00 annað kvöld. Hálfri annarri klukkustund eftir að sá leikur hefst kemur í ljós hvort okkar menn fara til Kölnar í milliriðilinn og halda áfram baráttunni um alvöru sæti á mótinu eða hvort Forsetabikarinn verður örlög íslensku strákanna. Makedóníumenn eru reyndar í verri málum en íslensku strákarnir því þeir eiga erfiðan leik í kvöld á móti Evrópumeisturum Spánar sem verður ekki lokið fyrr en klukkan 22.00. Þeir fá svo aðeins 18 tíma hvíld áður en þeir fara í það sem verður vafalítið úrslitaleikur á móti íslenska liðinu. Makedónía er með fjögur stig eftir auðvelda byrjun á mótinu en það mætti Barein og Japan í fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Ísland spilaði við Króatíu og Spán. Ísland er með tvö stig eftir sigur á Barein og mætir Japan í dag. Japan átti einn sinn besta leik undir stjórn Dags Sigurðssonar á mánudaginn þegar að liðið tapaði fyrir Spáni, 26-22, en það var yfir í hálfeik, 11-10. Markvörðurinn Kai Akhito fór hamförum í leiknum og varði 16 skot. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta fara aftur af stað í dag eftir hvíld í gær þegar að þeir mæta Japan í fjórðu umferð B-riðils HM 2019 klukkan 15.30 að staðartíma eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Íslenska liðið á eftir tvo leiki, fyrst gegn Japan í dag og svo Makedóníu á morgun, en strákarnir okkar þurfa nánast örugglega að vinna þá báða til þess að komast í milliriðilinn í Köln. Strákarnir fá ekki mikla hvíld á milli leikja og ræðst í raun framtíð liðsins á tæpum 27 klukkustundum. Þeir eiga leik sem fyrr segir gegn Japan í dag klukkan 15.30 sem lýkur væntanlega um 17.00 og þá eru aðeins 25 klukkutímar í leikinn á móti Makedóníu sem hefst klukkan 18.00 annað kvöld. Hálfri annarri klukkustund eftir að sá leikur hefst kemur í ljós hvort okkar menn fara til Kölnar í milliriðilinn og halda áfram baráttunni um alvöru sæti á mótinu eða hvort Forsetabikarinn verður örlög íslensku strákanna. Makedóníumenn eru reyndar í verri málum en íslensku strákarnir því þeir eiga erfiðan leik í kvöld á móti Evrópumeisturum Spánar sem verður ekki lokið fyrr en klukkan 22.00. Þeir fá svo aðeins 18 tíma hvíld áður en þeir fara í það sem verður vafalítið úrslitaleikur á móti íslenska liðinu. Makedónía er með fjögur stig eftir auðvelda byrjun á mótinu en það mætti Barein og Japan í fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Ísland spilaði við Króatíu og Spán. Ísland er með tvö stig eftir sigur á Barein og mætir Japan í dag. Japan átti einn sinn besta leik undir stjórn Dags Sigurðssonar á mánudaginn þegar að liðið tapaði fyrir Spáni, 26-22, en það var yfir í hálfeik, 11-10. Markvörðurinn Kai Akhito fór hamförum í leiknum og varði 16 skot.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Sjá meira
Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30