Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 17:06 Stefán Rafn Sigurmannsson kom sterkur inni í seinni hálfleikinn. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið mátti alls ekki tapa stigum í þessum leik og þótti mörgum spennan vera heldur of mikil í seinni hálfleik þegar Japönum tókst að minnka muninn í eitt mark þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Íslensku strákarnir fengu þá góð ráð frá Guðmundi Guðmundssyni í leikhléi og tókst að klára leikinn og sigurinn nokkuð sannfærandi. Sigurinn tryggir liðinu úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti Makedóníu á morgun. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Stefán Rafn Sigurmannsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að okkar mati en hann átti frábæran seinni hálfleik og gerði þá útslagið á mikilvægum tímapunktum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Japan:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 4(12 varin skot- 58:32 mín.) Átti ekki sinn besta landsleik en varði afar mikilvæg skot og ekki síst í upphafi seinni hálfleiks þegar það skipti verulegu máli.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3(1 mark - 30:00 mín.) Fékk ekki boltann í horninu lengi framan af leik. Verður ekki sakaður um að hafa ekki staðið sig. Hann fékk bara ekki boltann og það var leikur liðsins í hnotskurn.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3(2 mörk - 40:54 mín.) Var langt frá sínu besta í leiknum. Skoraði hinsvegar mikilvægt mark undir lok leiksins sem skipti mikli máli. Það sást langar leiðir að það var mikil ábyrgð á hans herðum og fyrir vikið var hann á köflum mjög passívur.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 3(3 mörk - 42:58 mín.) Var í vandræðum á báðum endum vallarins í þessum leik sem er eðlilegt. Hann er að stíga sín fyrstu skref á stórmóti og það er ekki hægt að ætlast til þess að hann eigi marga góða leiki í röð.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3(3 mörk - 18:56 mín.) Var afar slakur í fyrri hálfleik. Tók hinsvegar við sér í þeim síðari og gerði þá oft vel. Þarf aftur á móti að gera mikið betur gegn Makedóníu.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 4(5 mörk - 55:58 mín.) Enn og aftur var mjög góð frammistaða hjá Arnóri og heilt yfir mjög góður leikur. Hefur verið einn besti leikmaður Íslands í keppninni til þessa.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3(1 mark - 51:13 mín.) Átti ekki góðan dag. Var í miklum vandræðum í vörninni og virkaði seinn og þungur. Í sókninni allt í lagi frammistaða.Ólafur Gústafsson, vörn - 3(8 stopp - 35:54 mín.) Líklega slakasti leikur hans í keppninni varnarlega. Var í miklum vandræðum gegn kviku japönsku liði eins og öll miðjublokk Íslands var í raun allan leikinn.Ólafur Guðmundsson.Vísir/EPA- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4(3 mörk - 30:41 mín.) Átti skínandi góðan leik bæði í vörn og sókn. Byrjaði frábærlega en takturinn datt niður í fyrri hálfleik. Kom til baka í þeim síðari, skilaði sínu og ekkert yfir hans frammistöðu að kvarta.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 5(5 mörk - 30:15 mín.) Líklega besti leikmaður Ísland í leiknum. Spilaði frábæran síðari hálfeik. Skilaði afar mikilvægum mörkum á ögurstundu sem í raun skiluðu sigrinum í hús.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2(1 mark - 6.10 mín.) Kom inn af krafti þegar hann fékk tækifæri í fyrri hálfleik og skoraði gott mark. Eftir það slökknaði hreinlega á honum og hann náði ekki að sýna það sama og hann hafði gert í síðustu leikjum.Ýmir Örn Gíslason, lína - 3(0 mörk - 8:47 mín.) Spilaði í raun alltof lítið. Innkoma hans í síðari hálfleik var mjög góð. Varnarleikurinn þéttist þegar hann kom inn. Hefði að ósekju mátt fá meiri spilatíma.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2(0 mörk - 6:10 mín.) Spilaði ekki mikið og fékk fá tækifæri. Hann reyndi að gera sitt og tók eitt skot. Leikurinn fer bara í reynslubankann hjá honum.Daníel Þór Ingason, vörn - spilaði of lítiðSigvaldi Guðjónsson, hægra horn - spilaði of lítiðÁgúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson.Vísir/EPAGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Þjálfarinn verður ekki sakaður um það að hafa ekki reynt. Hann hreyfði liðið í fyrri hálfleik og reyndi að finna lausnir sem hann í raun fann fyrir sóknarleikinn í seinni hálfleik. Auðvitað er ekki hægt að kvarta yfir varnarleiknum en menn hljóta að spyrja sig að hvort að það sé skynsamlegt að spila hann svona framarlega. Guðmundur var vel undirbúinn undir leikinn og það var ekki mikið sem kom honum á óvart í leik Japans. Hann er á góðri leið með liðið. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið mátti alls ekki tapa stigum í þessum leik og þótti mörgum spennan vera heldur of mikil í seinni hálfleik þegar Japönum tókst að minnka muninn í eitt mark þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Íslensku strákarnir fengu þá góð ráð frá Guðmundi Guðmundssyni í leikhléi og tókst að klára leikinn og sigurinn nokkuð sannfærandi. Sigurinn tryggir liðinu úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti Makedóníu á morgun. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Stefán Rafn Sigurmannsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að okkar mati en hann átti frábæran seinni hálfleik og gerði þá útslagið á mikilvægum tímapunktum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Japan:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 4(12 varin skot- 58:32 mín.) Átti ekki sinn besta landsleik en varði afar mikilvæg skot og ekki síst í upphafi seinni hálfleiks þegar það skipti verulegu máli.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3(1 mark - 30:00 mín.) Fékk ekki boltann í horninu lengi framan af leik. Verður ekki sakaður um að hafa ekki staðið sig. Hann fékk bara ekki boltann og það var leikur liðsins í hnotskurn.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3(2 mörk - 40:54 mín.) Var langt frá sínu besta í leiknum. Skoraði hinsvegar mikilvægt mark undir lok leiksins sem skipti mikli máli. Það sást langar leiðir að það var mikil ábyrgð á hans herðum og fyrir vikið var hann á köflum mjög passívur.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 3(3 mörk - 42:58 mín.) Var í vandræðum á báðum endum vallarins í þessum leik sem er eðlilegt. Hann er að stíga sín fyrstu skref á stórmóti og það er ekki hægt að ætlast til þess að hann eigi marga góða leiki í röð.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3(3 mörk - 18:56 mín.) Var afar slakur í fyrri hálfleik. Tók hinsvegar við sér í þeim síðari og gerði þá oft vel. Þarf aftur á móti að gera mikið betur gegn Makedóníu.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 4(5 mörk - 55:58 mín.) Enn og aftur var mjög góð frammistaða hjá Arnóri og heilt yfir mjög góður leikur. Hefur verið einn besti leikmaður Íslands í keppninni til þessa.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3(1 mark - 51:13 mín.) Átti ekki góðan dag. Var í miklum vandræðum í vörninni og virkaði seinn og þungur. Í sókninni allt í lagi frammistaða.Ólafur Gústafsson, vörn - 3(8 stopp - 35:54 mín.) Líklega slakasti leikur hans í keppninni varnarlega. Var í miklum vandræðum gegn kviku japönsku liði eins og öll miðjublokk Íslands var í raun allan leikinn.Ólafur Guðmundsson.Vísir/EPA- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4(3 mörk - 30:41 mín.) Átti skínandi góðan leik bæði í vörn og sókn. Byrjaði frábærlega en takturinn datt niður í fyrri hálfleik. Kom til baka í þeim síðari, skilaði sínu og ekkert yfir hans frammistöðu að kvarta.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 5(5 mörk - 30:15 mín.) Líklega besti leikmaður Ísland í leiknum. Spilaði frábæran síðari hálfeik. Skilaði afar mikilvægum mörkum á ögurstundu sem í raun skiluðu sigrinum í hús.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2(1 mark - 6.10 mín.) Kom inn af krafti þegar hann fékk tækifæri í fyrri hálfleik og skoraði gott mark. Eftir það slökknaði hreinlega á honum og hann náði ekki að sýna það sama og hann hafði gert í síðustu leikjum.Ýmir Örn Gíslason, lína - 3(0 mörk - 8:47 mín.) Spilaði í raun alltof lítið. Innkoma hans í síðari hálfleik var mjög góð. Varnarleikurinn þéttist þegar hann kom inn. Hefði að ósekju mátt fá meiri spilatíma.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2(0 mörk - 6:10 mín.) Spilaði ekki mikið og fékk fá tækifæri. Hann reyndi að gera sitt og tók eitt skot. Leikurinn fer bara í reynslubankann hjá honum.Daníel Þór Ingason, vörn - spilaði of lítiðSigvaldi Guðjónsson, hægra horn - spilaði of lítiðÁgúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson.Vísir/EPAGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Þjálfarinn verður ekki sakaður um það að hafa ekki reynt. Hann hreyfði liðið í fyrri hálfleik og reyndi að finna lausnir sem hann í raun fann fyrir sóknarleikinn í seinni hálfleik. Auðvitað er ekki hægt að kvarta yfir varnarleiknum en menn hljóta að spyrja sig að hvort að það sé skynsamlegt að spila hann svona framarlega. Guðmundur var vel undirbúinn undir leikinn og það var ekki mikið sem kom honum á óvart í leik Japans. Hann er á góðri leið með liðið. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita